Fréttablaðið - 25.08.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 25.08.2021, Síða 12
kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Valskonur geta endur- heimt Íslandsmeistaratitilinn eftir eins árs fjarveru með sigri á Tinda- stóli á heimavelli sínum í kvöld en Valskonur vantar þrjú stig úr síð- ustu þremur leikjunum til þess að tryggja sér titilinn. Takist Valsliðinu að landa titlinum í kvöld verður það tólfti Íslandsmeistaratitill kvenna- liðs félagsins. Með því nær Valur að breikka bilið á erkifjendur sína, KR (6) sem næstsigursælasta félag kvenna- boltans og um leið saxa á forskot Blika sem hafa átján sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum. Frá því að Valur fékk skell undir lok maímánaðar í 3-7 tapi gegn Breiðabliki hafa Valskonur fengið 28 stig af 30 mögulegum og aðeins lent undir í átta mínútur af þeim níu hundrað sem þær hafa leikið frá þeim tíma. Þær fá í dag tækifæri til að landa titlinum upp á eigin spýtur gegn botnliði Tindastóls en síðast þegar liðin mættust vann Valur 5-0 sigur á Sauðárkróki. n Landa titlinum með sigri í kvöld Valskonur eru einum sigri frá tólfta Íslandsmeistaratitlinum. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar karlalandsliðsins í knattspyrnu, til- kynna í dag hvaða leikmenn verða í hópi íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki liðsins í undan- keppni HM 2023. Fram undan eru þrír heimaleikir gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi sem fara langt með að ráða örlögum Íslands í riðlinum. Ísland er með þrjú stig af níu mögulegum en Armenar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu leikina í J-riðli, meðal annars eftir sigur á Íslandi í Jerevan. Efsta lið riðilsins fer beint á HM 2022 í Katar en liðið í öðru sæti fer í umspil. Óvíst er hvort að landsliðsfyrir- liðinn Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í verkefninu en fyrr í vik- unni var greint frá því í hlaðvarpi Dr. Football að Aron væri með Covid-19 líkt og Rúnar Alex Rúnarsson. Þá er þetta fyrsti hópurinn sem er valinn eftir að fréttarflutning hófst af því að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið handtekinn. Gylfi hefur ekk- ert komið við sögu í leikjum Everton það sem af er tímabili á meðan mál hans er á borði lögreglu. n Kynna hópinn fyrir næstu leiki Arnar mun stýra íslenska liðinu í fyrsta sinn á íslenskri grundu. 12 Íþróttir 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Samkvæmt nýrri mark- aðskönnun SportsPro er fimleika- stjarnan Simone Biles markaðs- vænsti íþróttamaður heims (e. most marketable athletes). Við rannsóknina voru fimm mismun- andi breytur notaðar til að mæla tækifæri íþróttafólks til að afla sér tekna á samskiptamiðlum sínum. Þrátt fyrir að vera með f lesta fylgj- endur á stærstu samskiptamiðlum heims með rúmlega hálfan milljarð fylgjenda nær Cristiano Ronaldo aðeins sjötta sæti listans. Þrjár efstu manneskjur listans eru konur. Við útreikning eru notaðar fimm mismunandi breytur, sýnileika, þátttöku, markhópur, þátttaka og fjölbreytileiki fylgjenda. Þar þótti Biles, sem er talin ein fremsta íþróttakona allra tíma, skara fram úr. Biles vakti heimsathygli fyrr í sumar þegar hún dró sig úr keppni á Ólympíuleikunum í miðri liða- keppni kvenna í áhaldafimleikum til að hlúa að andlegri heilsu sinni. Næst á listanum er tennisstjarnan Naomi Osaka frá Japan sem líkt og Biles ákvað að draga sig úr keppni á miðju stórmóti til að hlúa að and- legri heilsu sinni. Ashlyn Harris, liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jóns- dóttur hjá Orlando Pride kemur næst á eftir Osaka. Athygli vek ur að Cr istiano Ronaldo nær aðeins sjötta sæti list- ans þar sem hann er meðal annars á eftir mexíkóska hnefaleikakapp- anum Canelo Alvarez og liðsfélaga sínum hjá Juventus, Paulo Dybala. Lionel Messi er svo í tólfta sæti list- ans eftir að hafa verið í fyrsta sæti listans í fyrra. Af lraunakonan Katrín Tanja Davíðsdóttir sem hefur tvisvar hlotið nafnbótina Hraustasta kona heims á Heimsleikunum í CrossFit kemst ekki á listann í ár eftir að hafa verið í 45. sæti í fyrra. n Biles markaðsvænsti íþróttamaður heims Biles vann til bronsverðlauna á slá á ÓL í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þegar nokkrir dagar eru í að félagsskiptaglugginn í Evr- ópu lokist er heldur farið að hitna í kolunum. Þó nokkur stór félagsskipti gætu gengið í gegn á lokametrunum en í tilefni þess tók Fréttablaðið saman fimm stórnöfn sem gætu verið á faraldsfæti á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Í gær fóru að berast fréttir af því að það gætu orðið verulega hreyfingar í leikmannamálum á næstu dögum. Breskir fjöl miðlar fullyrtu að háttsettur umboðs- maður væri að vinna í því að koma Kylian Mbappé til Real Madrid og um leið að sameina Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hjá PSG. Á sama tíma eru öll stærstu lið Eng- lands með eyrun opin fyrir liðsstyrk fyrir komandi átök. n Hitnar í kolunum á leikmannamarkaðnum Cristiano Ronaldo, 36 ára, Juventus – Þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fimmtugsaldurinn er ekkert að hægjast á Ronaldo og fylgjast stærstu lið Evrópu með málefnum hans. Blaðamaður Athletic sagði að Manchester City hefði afþakkað viðræður við Ronaldo sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus en hugurinn virðist vera farinn að leita annað. Kylian Mbappe, 22 ára, PSG – Öll stærstu lið Evrópu fylgjast með framvindu mála hjá Mbappé sem hefur til þessa ekki verið tilbúinn að skrifa undir nýjan samning í Parísarborg. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og dreymir um að leika fyrir Real Madrid einn daginn en ensku félögin gætu reynt að fá franska undrabarnið til að millilenda í Bretlandi. Harry Kane, 28 ára, Tottenham – Framherji enska landsliðsins hefur beitt ýmsum brögðum til að þrýsta á stjórnarformenn Tottenham í von um að komast til Manchester City án árangurs. Tottenham virðist vera harðákveðið í að halda fyrirliða sínum sama hvert boðið verður en sparkspekingurinn Gary Neville hvatti fyrrverandi lið sitt, Manchester United, til að blanda sér í baráttuna um Kane. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jules Kounde, 22 ára, Sevilla – Franski unglingalandsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur félög á Englandi en hann virðist líklegur til að ganga til liðs við Evrópumeistara Chelsea fyrir lok félagsskiptagluggans. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara og ekkert gert mál úr því að komast frá félaginu en honum er ætlað að leiða vörn Chelsea næsta áratuginn. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki fjögur tímabil í efstu deild, tvö í frönsku úrvalsdeildinni og tvö í þeirri spænsku. Saul Niguez, 26 ára, Atletico Madrid – Það stefnir í baráttu á milli Chelsea og Manchester United um spænska landsliðsmanninn sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool í sumar. Saul sem kom upp úr unglingaakedemíu Atletico og hefur leikið 339 leiki fyrir spænska stórveldið þykir einn af betri miðjumönnum Evrópu en hann virðist ekki vera jafn mikilvægur í augum Diego Simeone lengur. Fyrir vikið gætu ensku félögin reynt að fá Saul til Eng- lands en hann hefur um árabil verið orðaður við félög þar í landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.