Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 16

Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 16
3-5 Fari Coripharma á markað áætlar það að sækja sér um 3 til 5 milljarða í nýtt hlutafé. Fasteignafélagið Kaldalón hefur selt þróunareignir, keypt tekjuberandi eignir, aukið hlutafé, skipt um for- stjóra, sett helmings hlut í steypustöð á sölu og stefnir á Aðallistann í Kauphöllinni. Kaldalón, sem skráð er á First North markaðinn, hefur tekið miklum breytingum frá því í maí og er félagið enn í breytingafasa. Í byrjun sumars var tilkynnt að Kaldalón færi frá því að sinna alfarið fast- eignaþróun í að leggja höfuðáherslu á tekjuberandi eignir en væri sam- hliða með sterkan þróunararm. „Umbreytingin er vel á veg komin,“ segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri fyrirtækisins. „Það eru kauptækifæri víða í atvinnueign- um. Stefnt er að því að á næsta ári verði fasteignasafnið vel skráning- arhæft á Aðalmarkað í Kauphöll- inni, vel fjármagnað og með hátt útleiguhlutfall,“ bætir hann við. Á fáeinum mánuðum hafa fimm þróunarverkefni verið seld fyrir 3,6 milljarða króna að frádregnum skuldum, fasteignir þriggja hótela í miðbænum keyptar fyrir rúmlega níu milljarða að skuldum meðtöld- um, hlutafé aukið um 1,8 milljarða með tilkomu fjárfestisins Jonathan B. Rubini, sem á fasteignafélagið JL Properties í Alaska auk VÍS og sjóða á vegum Stefnis í hlutahafahópinn, helmings hlutur í steypustöðinni Steinsteypunni settur í söluferli og skipt var um forstjóra en Jón Þór tók nýverið við af Jónasi Þór Þorvalds- syni. Arion banki, sem annast söluna á hlutnum í Steinsteypunni, hefur sömuleiðis sölutryggt hlutafjárút- boð sem áætlað er að verði efnt til á næsta ári í aðdraganda fyrirhug- aðrar skráningar félagsins á Aðal- markað. „Sölutryggingin er mikil traustsyfirlýsing. Það er erfitt að finna sambærilegan samning fyrir félag af þessari stærð í seinni tíð,“ segir hann. Jón Þór segir að Kaldalón muni ekki einblína á fasteignir í ferða- þjónustu, þrátt fyrir umtalsverð kaup á því sviði að undanförnu, heldur sé horft til þess að hlutfallið verði um 25-30 prósent af eigna- safninu. „Við erum alltaf að skoða kauptækifæri í fasteignum. Það er okkar daglega verkefni. Við eigum í viðræðum við ýmsa,“ segir hann. Kaldalón á fasteignir hótelanna Sand Hótel við Laugaveg sem rekið er af KEA hótelum, Storm Hótel í Þórunnartúni sem einnig er rekið af KEA og Room With a View sem rekið er í fasteignum á Vegamóta- stíg. „Kaupverðið tók mið að því að ekki er gert ráð fyrir fullum tekjum af útleigu til hótelanna fyrr en árið Kaldalón tekið stakkaskiptum í sumar Vilja gott verð fyrir Steinsteypuna Bókfært virði Kaldalóns á 50 prósenta hlut í Steinsteypustöðinni var aukið úr 335 milljónum króna 602 milljónir króna í nýju hálfs ársuppgjöri félagsins. Eins og fram hefur komið er hluturinn til sölu. Þriðji aðili gerði verðmat fyrir fasteignafélagið á félaginu og byggir það á áætlunum stjórnenda Steinsteypustöðvarinnar fyrir árin 2021 til 2025. Í bókum Kaldalóns var miðað við lægri mörk verðmatsins og tekin þriðjungs varúðarfærsla af því, að því er fram kemur í ársreikningi. Kemur Kaldalón ágætlega fjárhagslega út úr því að hafa komið að stofnun Steinsteypustöðvarinnar? „Já, reksturinn hefur gengið vel. Fyrirtækið er rúmlega þriggja ára gamalt og er í miklum vexti. Um er að ræða gott félag og okkar væntingar standa til að fá gott verð fyrir hlutinn. Það er ekkert sem krefur okkur um sölu og því erum við í þeirri aðstöðu að geta beðið með sölu ef tilboðin standa ekki undir væntingum.“ Tekjur Steinsteypunnar jukust um 50 prósent á milli ára og námu um 1,1 milljarði króna árið 2020. Eigið fé steypustöðvarinn- ar var 431 milljón við árslok 2020 og eiginfjárhlutfallið 40 prósent. Jón Þór Gunn- arsson, forstjóri Kaldalóns, segir að umbreyting- in Kaldalóns sé vel á veg komin. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA HELGA- DÓTTIR Helgi Vífill Júlíusson helgivifill @frettabladid.is 2023. Rekstur hótelanna hefur gengið vel í sumar,“ segir Jón Þór. Var fasteignaþróunin dýrari en upphaf lega var gert ráð fyrir eða markaðsaðstæður óhag felldar? Eru einhverjar slíkar ástæður fyrir því að félagið er að leggja aukna áherslu á tekjuberandi eignir í stað fasteignaþróunar? „Fasteignaþróunin hefur almennt gengið vel og má í því samhengi nefna uppbygginguna í Vogabyggð. Stjórn félagsins tók þessa ákvörðun og í því samhengi var rýnt í hvaða þróunareignir eða aðrar eignir skyldi halda í og hverjar skyldi selja til að straumlínulaga reksturinn. Um leið og Kaldalón lagði áherslu á tekjuberandi eignir í stað fast- eignaþróunar varð steypustöðin Steinsteypan ekki hluti af kjarna- starfsemi.“ Eru aðallega kauptækifæri í fast- eignum þar sem gefið hefur á bátinn hjá eigenda fasteignanna? „Það hafa gefist slík tækifæri en almennt metum við ekki markaðs- aðstæður með þeim hætti. Undan- farin tvö til þrjú ár hefur verið lítið um viðskipti með atvinnuhúsnæði og nú eru ýmsir reiðubúnir til að selja. Í því eru fólgin tækifæri.“ Hvers vegna viljið þið færa ykkur af First North yfir á Aðallistann? „Við teljum að Kaldalón verði á næsta ári komið í þá stærð að það henti vel á Aðallistann. Gerðar eru auknar kröfur um gagnsæi, til dæmis með því að birta uppgjör fjórum sinnum á ári í stað tvisvar á ári á eins og á First North. Þá styður það við hagstæðari fjármögnun. Á Aðallistanum gefst einnig tækifæri á meiri viðskiptum með bréf félags- ins og hluthafahópurinn verður breiðari.“ Star fsmenn Kaldalóns, sem metið er á um 8,5 milljarða króna á markaði, eru einungis tveir. GAMMA annaðist þar til nýlega daglegan rekstur fyrirtækisins. „Við eigum eftir að bæta í hópinn eins og að ráða bókara á næstunni en við munum halda teyminu fámennu og vinna þétt saman. Við munum til að mynda ekki reka lítið viðhalds- fyrirtæki til að sinna eignunum heldur útvista þeirra vinnu,“ segir Jón Þór og getur þess að samið hafi verið við Arion banka um að vera þeim innanhandar við að meta fjár- festingakosti. n hordur@frettabladid.is Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi fyrr í sumar, skoðar nú alvarlega þann möguleika að efna til opins hlutafjárútboðs og skrán- ingar á hlutabréfamarkað á kom- andi mánuðum ef markaðsaðstæð- ur reynast hagfelldar. Þar er einkum horft til First North-markaðarins í Kauphöllinni hér heima, en einnig kemur til greina skráning erlendis. Bjarni Þorvarðarson, stjórnarfor- maður og einn af stærri hluthöfum Coripharma, staðfestir þetta í sam- tali við Markaðinn. Verði það skráð á markað er áætlað að félagið muni stefna á að sækja sér um 3 til allt að 5 milljarða króna í nýtt hlutafé þannig að viðskipta- og fjárfestinga- áætlanir Coripharma yrðu þá full- fjármagnaðar. Bjarni bendir á þróun síðustu mánaða hérlendis, þar sem við höfum meðal annars séð skráningar fyrirtækja eins og flugfélagsins Play og tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds, sem sýni að fagfjárfestar og almenningur séu áhugasamir um að koma að fjárfestingu í fyrirtækjum á fyrra stigi í vexti þeirra en oft áður. „Ástæðan fyrir því að skráning er nú til skoðunar hjá félaginu, ásamt öðrum kostum eins og hlutafjár- aukningu í gegnum lokað útboð, er að við höfum fundið fyrir miklum áhuga fjárfesta, sem almennt fjár- festa einungis í skráðum fyrir- tækjum, á að koma að Coripharma. Þetta á einkum við núna eftir að fyrsta lyfið sem Coripharma þró- aði er komið á markað í Evrópu,“ útskýrir Bjarni. Síðasta fjármögnun Cori pharma var í byrjun þessa árs þegar félag- ið kláraði 2,5 milljarða króna hlutafjáraukningu sem var leidd af Iðunni, nýjum framtakssjóði í rekstri Kviku eignastýringar, en helstu hluthafar Iðunnar eru flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins. Við það tilefni sagði Jónína Guðmunds- dóttir, forstjóri félagsins, að Cori- pharma myndi verja um 9 milljón- um evra, jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í rannsóknir og þróun á samheita- lyfjum á þessu ári. Fyrirtækið áætlar að þróa og markaðssetja 5-6 sam- heitalyf árlega. Starfsfólk Coripharma, sem tók yfir verksmiðju og þróunareiningu Teva (áður Actavis) fyrir fáeinum árum, telur um 130 manns. Auk Iðunnar, sem fer með um 19 pró- senta eignarhlut, eru stærstu hlut- hafar félagsins framtakssjóðurinn TFII, sem er í stýringu Íslenskra verðbréfa, BKP Invest, sem er í meirihlutaeigu Bjarna K. Þorvarð- arsonar stjórnarformanns Cori- pharma, Vátryggingafélag Íslands, Snæból og Eignarhaldsfélagið Hof. n Coripharma skoðar skráningu á markað hordur@frettabladid.is Ný útlán bankakerfisins, umfram upp- og umframgreiðslur, námu 48 milljörðum í júlí. Útlán til heimil- anna jukust um 34 milljarða en til atvinnufyrirtækja var aukningin um 15,6 milljarðar. Er það mesta útlánaaukning á einum mánuði til fyrirtækja frá því mars 2020. Þetta má lesa út úr nýjum hagtöl- um Seðlabankans um bankakerfið en hrein ný útlán til atvinnulífsins nema 55 milljörðum frá áramótum en til samanburðar voru þau aðeins 8 milljarðar á öllu síðasta ári. Ný íbúðalán eru í auknum mæli á föstum vöxtum samhliða vænt- ingum um að Seðlabankinn muni hækka vexti á komandi misserum. Þannig voru 79 prósent nýrra lána til heimilanna, með veði í fasteign, á föstum vöxtum í síðasta mánuði. n Fara í fasta vexti MARKAÐURINN4 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.