Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 32

Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 32
Einar Ásgeirsson tekur inn blöndurnar Kollagen og Liði frá Protis. Hann er alsæll með árangurinn og segir vörurnar gera sér kleift að stunda hreyfingu án verkja. Áður en Einar hóf inntöku á Kolla- geni og Liðum var hann farinn að finna fyrir verkjum sem voru farnir að hafa neikvæð áhrif á getu hans til að hreyfa sig og þar af leiðandi á lífsgæði hans. „Ég var með liðverki í öxlum og hnjám, svona eins og gengur og gerist en svo var ég líka sárþjáður af vefja- og vöðvaverkjum. Ég var farinn að ímynda mér að ég væri kominn með vefjagigt eða eitthvað í þeim dúr.“ Einar segir kynni sín af vörunum hafa verið hálfgerða tilviljun. „Ég var búinn að prófa ýmislegt og prófaði þetta af rælni. Þetta reyndist síðan virka svona rosalega vel. Ég er orðinn mjög góður í dag.“ Áþreifanlegur munur Einar er búinn að nota vörurnar í tæp tvö ár og hafa komið upp tíma- bil þar sem hann hefur ekki tekið þær inn. „Ég er búinn að prófa að sleppa þessu og þá fer ekkert á milli mála hvað þetta virkar vel. Ég hef svo fundið áþreifanlegan mun þegar ég byrja aftur.“ Þá hefur hann enn fremur reynslu af því að taka inn bara aðra hvora vöruna og þær saman. „Ég hef líka bara átt Liði eða bara átt Kollagen en ég finn að þetta virkar ennþá betur saman. Þetta er frábær blanda. Ég þarf að taka þetta með mat til að styðja við upptökuna þannig að ég tek þetta með sjúss af ólífuolíu,“ segir Einar og hlær. Einar hefur einnig prófað aðrar sambærilegar vörur, bæði erlendar og innlendar, og segir hann Protis hafa reynst sér best. „Þetta erlenda virkaði ekki neitt og þetta innlenda virkaði ágætlega en var bara alltof dýrt.“ Eins og þegar maður var yngri Einar stundar ýmsa hreyfingu sér til ánægju og segir blöndurnar nú orðnar ómissandi. „Ef ég ætla að vera góður, njóta lífsins og geta hreyft mig þá finnst mér algjört lykilatriði að taka þetta inn. Þetta styður alla hreyfingu, hvort sem það er skokk, hlaup eða ganga á fell og fjöll.“ Einar segir ávinninginn ekki síst felast í því hversu jákvæð áhrif þetta hafi á endurheimt vöðva þegar búið er að taka á því. „Þetta verður svolítið eins og þegar maður var yngri og fékk ekki harðsperrur eða annað vesen. Líðanin batnar og þá er auðveldara að virkja sig betur í hreyfingu. Þannig kemur þetta allt.“ Einar mælir heilshugar með vörunum. „Ég hugsaði með mér hvort maður ætti nokkuð að vera að tjá sig en síðan er ég alltaf að lesa um fólk sem þjáist til dæmis af vefjagigt og ef það getur lagað það með þessu í staðinn fyrir að þjást, þá væri algjör synd að koma því ekki á framfæri. Mér er því ljúft og skylt að deila þessu með fólki ef þetta skyldi vera eitthvað sem gæti hjálpað þeim,“ segir Einar. „Ég hélt að ég væri kominn með vefjagigt en það lagaðist eftir að ég fór að taka þetta inn. Það eru svo mikil lífsgæði sem fylgja því að vera í formi.“ Verndar liði, bein og brjósk Protis Liðir er unnið úr kollagen- ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Blandan inniheldur einnig mangan og nauð- synleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. Fyrir húð, hár og neglur Kollagen frá Protis er einstök blanda úr hágæða innihaldsefnum sem styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagenið er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni – SeaCol, sem er blanda af vatnsrofnu kolla- geni úr íslensku fiskroði og vatns- rofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. Einnig er sérvalin blanda af vítamínum og stein- efnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. n Vörur Protis fást í öllum helstu matvöruverslunum og apótekum. Mikil lífsgæði sem fylgja því að vera í formi Einar Ásgeirs- son segist mun fljótari að ná sér eftir hreyfingu þegar hann tekur inn bæði Kollagen og Liði frá Protis. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ef ég ætla að vera góður, njóta lífsins og geta hreyft mig þá finnst mér algjört möst að taka þetta inn. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sælkeri með meiru, hefur haldið úti miðilnum Döðlur & smjör í á annað ár. Í júlí eignaðist hún litla dömu sem er strax farin að verja stundum með mömmu sinni í eldhúsinu og á eflaust eftir að smitast af ástríðu móður sinnar eldhúsinu. sjofn@frettabladid.is Guðrún hefur gaman að því að töfra fram sælkerakræsingar sem tengjast uppskeru sumars og nú er einmitt tími til að finna litrík berjalyng full af ferskum og lit- ríkum berjum. „Mér finnst alltaf jafn heillandi að tína ber en þegar ég er mætt í berjamó og búin að tína dágóða stund rifjast upp að mér finnst þetta ekkert ofboðslega skemmti- legt, ekki til lengdar. Þá er gott að hafa margar hendur með sér svo hver og einn þurfi ekki að tína eins mikið. Það er samt alltaf jafn unaðslegt að detta inn á gott berja- land með miklum bláberjum. Svo eigum við fjölskyldan leynistað þar sem við týnum hrútaber og fáum úr þeim fallegu rauða sultu.“ Smíðuðu gróðurkassa í garðinn Guðrún er aðeins farin að rækta sjálf og þau hjónin eru að byggja upp garðinn fyrir frekari ræktun. „Við keyptum eign í fyrra og höfum hægt og rólega tekið garðinn í gegn en hann var áður í mikilli órækt. Í ár smíðuðum við tvo gróðurkassa þar sem ég rækta salat og kryddjurtir og ræktunar- kassa í tröppugangi þar sem við ætlum að rækta jarðarber.“ Eldað eftir árstíðum Guðrún ljóstrar upp uppáhalds uppskrift sem tengist haustinu. „Það er tilvalið að nota berja- uppskeruna og baka bláberja- galette. Galette er einföld aðferð í bökubakstri, deigið er einfaldlega flatt út, fylling sett í miðjuna og kantarnir brotnir inn yfir fyll- inguna. Þetta er uppskrift sem ég tengi sterkt við haustið, nýtínd ber pöruð saman með dásamlega stökku bökudeigi og til að kóróna herlegheitin að bera það fram með vanilluís.“ Bökudeig 160 g hveiti 25 g sykur 1 tsk. salt 170 g smjör, kalt 50 ml vatn, ískalt 1 egg (til penslunnar) 1-2 msk. sykur (perlusykur) Hægt er að nota matvinnsluvél eða gera deigið í höndunum. Setjið hveiti, sykur og salt á borðið, gott er að hafa diskamottu undir til að vernda borðið. Skerið smjör í bita og blandið saman við hveitið í þremur skömmtum. Hægt er að nota hnífa til að saxa smjörið saman við hveitið eða sköfu, smá þolinmæðisvinna en svo þess virði. Mixið saman þar til að smjörið er orðið mjög smátt. Bætið þá vatninu saman við, smá í einu, þar til að deigið er formað, ekki of þurrt né of blautt. Mótið kúlu og þrýstið henni aðeins niður, setjið í plast og inn í ísskáp. Leyfið deiginu að hvíla í minnst 2 klukkustundir Hægt er að geyma deigið í ísskáp eða frysti ef það er gert fyrirfram. Sé deigið gert í matvinnsluvél er hveiti, sykur og salt sett saman, smjör skorið niður og sett saman við í þremur skömmtum þar til orðið kornótt, alls ekki alveg sam- blandað þvi við viljum halda í litlu smjörblettina í deiginu, það er það sem gerir deigið stökkt eða „flaky“. Takið deigið úr matvinnsluvélinni, setjið á borð, hellið vatninu saman við og mótið þar til ekki of þurrt né of blautt. Framhald sjá að ofan. Fylling 350 g bláber 100 g sykur 40 g hveiti Börkur af einni sítrónu 1 msk. sítrónusafi Blandið öllum hráefnum saman og hrærið létt. Samsetning Stillið ofn á 210°C. Takið deigið úr kæli, setjið dass af hveiti á borðið og setjið deigið á borðið. Byrjið að fletja deigið út með kökukefli, alltaf í áttina frá ykkur og snúið deiginu um fjórðung jafnt og þétt svo deigið sé laust frá borðinu og jafn þykkt á alla kanta. Bætið hveiti undir ef þarf. Þegar deigið er útflatt leggið það yfir kökukeflið og færið á bök- unarpappír. Penslið deigið með eggi, dreifið fyllingunni yfir deigið og skiljið um það bil 3 cm eftir frá kanti, til að brjóta inn. Penslið kantana með eggi og sáldrið sykri yfir. Setjið inn í ofn og stillið á 20 mínútur. Eftir 20 mínútur er hitinn lækkaður í 175°C og bakað í 20 mínútur í viðbót. Berið fram með rjóma eða vanilluís. Hægt er að fylgjast með Guðrún Ýr á dodlurogsmjor.is og á Insta- gram @dodlurogsmjor. Dýrðlegt bláberja-galette til að missa sig yfir Guðrún Ýr nýtur þess að töfra fram sælkerakrásir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Bláberja-galette er gómsæt baka sem allir geta bakað, og hún er dásamlega góð borin fram heit með ísköldum vanilluís. 4 kynningarblað A L LT 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.