Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 33

Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 33
KKV Investment Manage- ment tók við rekstri tveggja veðlánasjóða síðastliðið sumar sem áttu við vanda að stríða. helgivifill@frettabladid.is Dótturfélag Kviku mun í lok árs hætta að stýra tveimur breskum veðlánasjóðum sem glímt hafa við rekstrarvanda. Sjóðirnir eru í slita- meðferð. Ákveðið hefur verið að færa stýringu þeirra til sjóðanna sjálfra því um er að ræða sjálfstæðar rekstrareiningar með sjálfstæðar stjórnir. Þetta segir Gunnar Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Kviku í Bret- landi, í samtali við Markaðinn. KKV Investment Management, sem er sjóðastýringarfélag í meiri- hlutaeigu Kvika Securities, dóttur- félags Kviku í Bretlandi, tók við rekstri sjóðanna í júní 2020 en þá glímdu þeir við rekstrarvanda sem hafði leitt til þess að stjórnir sjóðanna færðu stýringu þeirra til KKV. „Stuttu áður en KKV tók við stýringu sjóðanna hafði verðmæti eigna þeirra verið niðurfært umtals- vert vegna stöðu ákveðinna eigna. Fljótlega eftir að við tókum yfir kom svo í ljós að staða margra eigna var verri en gert var ráð fyrir og að þörf væri á frekari niðurfærslum. Okkar verkefni hefur fyrst og fremst verið að selja eignir og skila fjármunum til hluthafa. Það hefur gengið vel og við höfum skilað yfir 130 milljón- um punda [tæplega 23 milljörðum íslenskra króna, innsk. blm.] til hlut- hafa á árinu 2021. Okkur hefur tekist vel til að vinna fyrir hluthafa við erf- iðar aðstæður,“ segir hann. Gunnar segir að stærri sjóðurinn hafi verið rúmlega 380 milljónir punda að stærð, jafnvirði rúmlega 66 milljarða króna, þegar KKV tók við eignaumsýslunni. Í nóvember síðastliðnum hafi verið tilkynnt um umtalsverða virðisrýrnun og sjóður- inn hafi verið rúmlega 220 milljónir punda við lok árs. Það sem af er ári hafi rúmlega 100 milljónum punda verið skilað til hluthafa. Sjóðurinn sé því nú um 100 milljónir punda að verðmæti. Minni sjóðurinn hafi verið um 45 milljónir punda að stærð en sé nú um 20 milljónir. „Eignaumsýslan fór því úr um 420 milljónum [jafnvirði rúmlega 73 milljarða, innsk. blm.] í um 120 milljónir punda [jafnvirði tæplega 21 milljarðs, innsk. blm.] en þóknanir KKV byggja á stærð sjóð- anna. Tekjurnar hafa því farið lækk- andi eftir því sem sjóðirnir minnka. Tekjur af stýringu standa því ekki undir kostnaði. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður á milli KKV og stjórna sjóðanna um endur- skoðun á fyrirkomulagi þóknana og þessar viðræður hafa leitt það af sér að aðilar eru sammála um að best sé að afhenda stjórnum sjóðanna stýringu eignanna við lok árs. Það er góð niðurstaða en það veldur okkur vonbrigðum hvernig málin varðandi þessa sjóði hafa þróast,“ segir hann. Stofnun KKV og yfirtaka sjóða- stýringarinnar á veðlánasjóðunum leiðir til taps fyrir Kviku. Gunnar segir að tapið sé ekki stórt og að búið sé að taka tillit til þess að fullu í upp- gjöri bankans. „Þetta var í upphafi tiltölulega lítil fjárfesting því við tókum við tekjuberandi sjóðum,“ segir Gunnar. Hann segir að upphaf lega hafi staðið til að KKV myndi stofna fleiri lánasjóði. Það hafi ekki gengið eftir sem megi að stóru leyti rekja til erfiðra markaðsaðstæðna vegna Covid-19. Almennt sé erfitt fyrir nýja rekstraraðila að sækja fé til fjárfesta í nýja sjóði og að það hafi reynst ómögulegt þegar ekki sé hægt að hitta þá augliti til auglitis vegna samkomutakmarkana. Hins vegar horfi fjárfestar nú einkum til fjárfestingatækifæra í hlutabréfum en ekki skuldabréfum þegar vaxta- stigið sé jafn lágt og raun ber vitni. Þess vegna verði beðið með framrás KKV um sinn. n Kvika hættir brátt stýringu breskra veðlánasjóða Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Kvika UK. helgivifill@frettabladid.is Tekjur Höldurs, stærstu bílaleigu landsins, drógust saman um 25 pró- sent á milli ára og námu 5,3 millj- örðum króna árið 2020. Bílaleigan, sem starfar undir merkjum Bíla- leigu Akureyrar og Europcar, tapaði 300 milljónum í fyrra samanborið við 238 milljón króna hagnað árið 2019. Eigið fé fyrirtækisins lækkaði í rúman einn milljarð króna en eigin- fjárhlutfallið var sex prósent við árslok. Fjöldi ferðmanna til landsins dróst verulega saman vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Þekkt er að Bíla- leiga Akureyrar er með sterka stöðu á innanlandsmarkaði og því var tekju- samdráttur bílaleigunnar minni en ætla mætti af markaðsaðstæðum. Höldur rekur einnig bílasölu, bíla- verkstæði, dekkjaverkstæði og er í fasteignarekstri. Mestu umsvifin eru hjá bílaleigunni. Fram kemur í skýrslu stjórnar fyrir rekstrar- árið að Höldur hafi orðið að fækka starfsfólki, dregið úr starfshlutfalli annarra starfsmanna, nýtt úrræði stjórnvalda vegna heimsfarald- ursins eins og hlutabótaleiðina og frestað skattgreiðslum. Auk þess hafi verið dregið úr kostnaði með öðrum hætti. Jafn- framt var samið við lánveitendur um að fresta af borgun lána fyrir 2,8 milljarða króna. Þrátt fyrir það greiddi félagið upp öll lán vegna seldra bifreiða á árinu 2020. Á árinu 2020 fjölgaði bifreiðum sem knúnar eru áfram af endur- nýjanlegum orkugjöfum úr 263 í rúmlega 500 í bílaf lota Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, á 40 prósenta hlut í fyrir- tækinu og Bergþór Karlsson fram- kvæmdastjóri á 24 prósenta hlut. n Tekjur Bílaleigu Akureyrar drógust saman um fjórðung á milli ára Höldur er með sterka stöðu á innanlandsmarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla www.schueco.is Schüco álgluggar og álhurðir - fyrir þig og umhverfið - þegar gæðin skipta máli • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Schüco er einn stærsti framleiðandi prófíla fyrir álglugga og álhurðir á heimsvísu og er jafnframt leiðandi merki á þessum markaði. • Byggðu til framtíðar með Schüco álgluggum frá Idex. 5MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.