Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 38
Enginn kaupir sér lottó-
miða, vapevökva eða
skart í Hamraborg þessa
dagana án þess að rekast
á list.
Ragnheiður.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Innilegar þakkir fyrir samúð
og vinarhug vegna andláts
og útfarar föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Kristmundar Elí Jónssonar
Dætur hins látna og fjölskyldur þeirra.
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
Ásmundur Jakobsson
Barmahlíð 22,
sem lést 17. ágúst, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju föstudaginn 27. ágúst
kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á styrktarfélög.
Athöfninni verður streymt á:
https://youtu.be/fY_s4VcmMcM
Jakob Jakobsson Moira Jakobsson
Aðalbjörg Jakobsdóttir Hallgrímur B. Geirsson
Steinunn S. Jakobsdóttir Sverrir Hilmarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Guðmundur Þorsteinn
Bjarnason
húsa- og skipasmiður,
áður til heimilis að Stafholti 5, Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar, miðvikudaginn 11. ágúst,
á dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
30. ágúst klukkan 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar, Árgerði, fyrir
einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Bjarney Guðmundsdóttir Óli Reynir Ingimarsson
Kjartan G. Guðmundsson Guðfinna Ásgrímsdóttir
Gunnar H. Guðmundsson Kristbjörg Gunnarsdóttir
Haukur Guðmundsson
afa- og langafabörn.
Okkar ástkæra frænka,
Sólveig Guðmundsdóttir
frá Grýtu,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Hlíð Akureyri þann 19. ágúst. Útför
hennar fer fram frá Munkaþverárkirkju
föstudaginn 27. ágúst kl. 13.00.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Einihlíð fyrir hlýja
og góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sólveig Jóna Geirsdóttir
Okkar ástkæra
Erla Björk Daníelsdóttir
Borgarnesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Brákarhlíð föstudaginn 20. ágúst.
Útförin fer fram föstudaginn 27. ágúst
kl. 14.00 í Borgarneskirkju.
Fjölskyldan færir öllu starfsfólki Brákarhlíðar þakkir
fyrir einstaka umönnun og velvild þau ár
sem Erla dvaldi í Brákarhlíð.
Streymt verður frá athöfninni. Virkan hlekk má nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
Íris Inga Grönfeldt Gunnar Þór Þorsteinsson
Svafa Grönfeldt Matthías Friðriksson
Þóra Guðrún Grönfeldt Gylfi Konráðsson
og fjölskyldur.
Ástkær lífsförunautur minn,
móðir mín, tengdamóðir og amma,
Anna Lilja Pálsdóttir
Heiðmörk 21, Hveragerði,
lést 20. ágúst á líknardeildinni í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Hveragerðis-
kirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 15.
Arnþór Ævarsson
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir Grettir Ólafsson
Óríon Reginn Grettisson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ingibjörg Erlingsdóttir
(Imba)
Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ,
lést sunnudaginn 1. ágúst eftir stutt
veikindi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í
faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13. Innilegar þakkir til
starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Bjarni Þór Einarsson
Mekkín Bjarnadóttir Magnús B. Matthíasson
Einar Bjarnason Linda Sveinbjörnsdóttir
Erlingur Bjarnason Ásta Ben Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín,
amma okkar og langamma,
Vigdís Sigurðardóttir
Dunhaga 13,
lést á Droplaugarstöðum
25. júlí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.
Aðstandendur vilja senda starfsfólki Droplaugarstaða,
dvalarheimilisins Höfða og heimahjúkrunar
Reykjavíkurborgar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Ágúst Gunnar Gylfason
Elínborg Ágústsdóttir Unnsteinn Barkarson
Höskuldur Ágústsson Halldóra Elínborg Björgúlfsdóttir
Sigurður Unnsteinsson
Ástkær móðursystir okkar og frænka,
María Guðrún
Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur,
Hörðalandi 24, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
þann 13. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina og verður því boðið til athafnar.
Útförinni verður streymt á vefsíðunni mbl.is/andlat.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á að styrkja
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Sigurður Rúnar Ívarsson Þóra Eyjólfsdóttir
Bjarnheiður Jóna Ívarsdóttir Guðjón Guðmundsson
María Björk Ívarsdóttir Hákon Hákonarson
Svandís Guðrún Ívarsdóttir Jakob Þórarinsson
Bjarni Hrafn Ívarsson Elsa Björk Knútsdóttir
og fjölskyldur.
Fyrsta hátíð sem haldin er
Hamraborginni í Kópavogi
til heiðurs hefst á morgun og
stendur fram á sunnudag. Hún
snýst um myndlist, tónleika, leik-
lestur, bíó og dans svo eitthvað sé
nefnt.
gun@frettabladid.is
„Við ákváðum að kalla hátíðina Hamra-
borg – festival. Hún teygir sig um götuna,
búðirnar, galleríin, garða og bílaplön
og líka menningarhúsin hinum megin
Hafnarfjarðarvegar,“ segir listakonan
Ragnheiður Bjarnarson. Hún er einn
listrænna stjórnenda hátíðarinnar og
stofnenda Midpunkts, listrýmis innar-
lega í Hamraborg þar sem umrædd
hátíð verður sett klukkan 16 á morgun
og sýningin Óskilamunir opnuð. „Svo er
líka sýning í Y, gömlu bensínstöðinni, og
enginn kaupir sér lottómiða, vapevökva
eða skart í Hamraborg þessa dagana án
þess að rekast á list,“ lýsir hún. Ragn-
heiður er á heimavelli, sérmenntuð í list
í almenningsrými. „Enda hafa margir
auga fyrir list þó þeir gefi sér ekki tíma
til að heimsækja menningarstofnanir og
söfn, eins og það er þó æðislegt,“ segir
hún.
Við sitjum yfir góðu kaffi á neðri
hæð Gerðarsafns með Þorgerði Þór-
hallsdóttur, verkefnastjóra þar – sem
grípur þráðinn. „Einn liður í hátíðinni er
sýning á vídeóverki eftir ungmennaráð
Gerðarsafns sem kallar sig Grakkana.
Þeir krakkar voru hér í listabúðum í allt
sumar, pældu mikið í sýningunni Hlut-
bundin þrá og bjuggu meðal annars til
lygaleiðsögn um hana!“
Þorgerður bendir á að dagskráin á
morgun sé þétt. „Hálftíma eftir opnun,
eða 16.30, verður afhjúpað listaverk í
formi gjörnings á Hálsatorgi sem hét
áður Gjáin og klukkan 17 byrja djass-
tónleikar í Salnum með Önnu Grétu,
Sigga Flosa og Johan Tengholm. Klukkan
18 verður svo Styrmir Örn Guðmunds-
son, gjörninga- og sögumaður, dansari,
söngvari og myndskreytir, með leiðsögn
um verk sín á samsýningunni Hlut-
bundin þrá hér í Gerðarsafni. Sýning-
unni lýkur um helgina en klukkan 17 á
föstudag er boðið þar upp á teiknismiðju
fyrir fullorðna. Listakonan Guðlaug Mía
Eyþórsdóttir sýnir eigið verk og fær fólk
til að uppgötva ný sjónarhorn og setja
þau á blað. Þar skapast örugglega góð
„eftir vinnu-stemning“!
Öldurhúsið Catalina hýsir upplestur
úr verkum Tyrfings Tyrfingssonar leik-
skálds á föstudagskvöld og tónleika á
laugardagskvöld, auk lokahófs og gleði,
að sögn Ragnheiðar. „Þar ætlum við að
dansa smá og jafnvel færa okkur út á
götu!“ „En fyrir tónleikana ætlar Kamilla
Einarsdóttir rithöfundur í göngutúr frá
bókasafninu,“ minnir Þorgerður á, „og
sýna okkur alla litlu staðina sem hún
dýrkar í Hamraborginni – hún vonar að
það verði ekki sól!“ „Það eru merkilega
margir tilbúnir að skapa óð til götu sem
alltaf er í súld,“ segir Ragnheiður. „Já, til
að glæða listalífið!“ bendir Þorgerður á.
Listalífið glætt í Hamraborginni
Þorgerður og Ragnheiður í Hamraborginni sem verður vettvangur hátíðar í vikulokin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR