Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 41
Alma er ein fimm mynda sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverð- launa Norðurlanda- ráðs 2021. Ólafur Kjartan Sigurðarson er að stimpla sig rækilega inn sem söngvari á hinni árlegu Wagnerhátíð Bayreuther Festspiele í Þýskalandi. Þetta sumarið í hlutverki Biterolfs í óperunni Tannhäuser. gun@frettabladid.is Ólafur Kjartan býr í skógarkofa utan við borgina Bayreuth í Þýskalandi, ásamt konu sinni. Í byrjun heyrist ómur af rödd hans í símanum – en hringir til baka. „Ég er í hálfgerðri eyðimörk þegar kemur að netsam- bandi en veit um nokkra punkta og er kominn í einn,“ segir hann glað- lega. Hin velþekkta Wagnerhátíð í Bay- reuth hefur verið söngvettvangur Ólafs Kjartans síðustu vikur þar fer hann með hlutverk Biterolfs í Tann- häuser. „Við sem erum á sviðinu mættum hér 1. júní. – Ég er líka við æfingar á nýrri uppfærslu á Nif l- ungahringnum, var til dæmis að æfa Ragnarök í morgun fyrir Hringinn næsta sumar sem ég mun líka syngja 2023, ef allt fer samkvæmt áætlun. Þetta er þriggja mánaða úthald, ég get pakkað saman og farið heim síðasta dag ágúst, það sama verður uppi á teningnum tvö næstu sumur og kannski lengur – hver veit.“ Allir í prufur daglega Ólafur Kjartan segir allt takmörk- unum háð á hátíðinni þetta árið vegna Covid. „Það er gríðarlegur fjöldi sem kemur að hátíðinni, tvær hljómsveitir, tveir kórar og aragrúi af sólóistum, fyrir utan fólkið sem sér um uppsetningu, tækni- og fræðslumál. Allir þurfa að fara í prufur daglega. Áhorfendafjöldinn er skorinn niður um rúmlega helm- ing, miðað við fullt hús, nú mega vera 900 gestir á hverri sýningu, allir með grímur, bólusetningarvottorð og ný test. Við þátttakendur erum þakklátir fyrir þessa fyrirhöfn því við fáum að hafa vinnu.“ Vel ættaður stjórnandi Bayreuth-hátíðin er ein af elstu óperuhátíðum heims. Hún hefur verið við lýði í vel á annað hundrað ár og er eingöngu tileinkuð óperum Richards Wagner, enda reisti hann sjálfur óperuhúsið utan um sín verkefni, að sögn Ólafs Kjartans. „Þetta er gríðarlega fallegt hús og það er einstakt hvernig Wagner lét hanna það til að stýra hljómburð- inum. Núna er því stjórnað af Kath- arinu Wagner, afkomanda hans, og Franz Liszt. Þegar maður vinnur með henni skreppur tónlistarsagan saman, manni finnst allt hafa gerst í gær!“ Miklir biðlistar eru jafnan eftir miðum á hátíðina, sumir bíða í mörg ár, að sögn Ólafs Kjartans. „Hingað kemur fólk úr öllum hornum heims, bæði hlustendur og f lytjendur. Þetta er stórt í sniðum og mikið apparat sem er magnað að taka þátt í. Margir leigja út húsin sín hér yfir sumarið, því fjölskyldur reyna að gera úr þessu sumarfrí í leiðinni. Við hjónin leigðum skógar- kofa og höfum það fínt!“ Svolítið flökkulíf Kona Ólafs Kjartans er Sigurbjörg Bragadóttir, sjálfstætt starfandi kjólaklæðskeri. Þau eiga heimili í Berlín en bjuggu lengi í Saarbrücken í Þýskalandi, þar sem Ólafur Kjartan var fastráðinn í mörg ár. „Fjölskyld- an tíndist til mín þangað í bútum. Tvö eldri börnin og öll barna- börnin eru komin til Reykjavíkur aftur en yngri dóttirin er hjá okkur í Berlín. Þetta hefur verið svolítið f lökkulíf, það tilheyrir þessu fagi. Það er annað hvort fastráðning eða lausamennska, eða „frílans“ sem er fína orðið yfir atvinnuleysi. Núna gengur vel og ég hef svo sem haft nóg að gera en var lengi að koma mér upp í þann flokk sem ég stefndi að, sem er sá sem ég starfa í í dag. Þegar óperubransinn lifnar aftur er útlitið bjart hjá mér. Ég mun syngja hlutverkið Wotan (Óðin) í Valkyrju eftir Wagner á Listahátíð í Hörpu í febrúar 2022, það er verkefnið sem ég hlakka hvað mest til á komandi starfsári,“ segir söngvarinn. Miðakaup krefjast fyrirhyggju Að sjálfsögðu fóru nokkrir Íslend- ingar á hátíðina í ár að fylgjast með okkar manni. „Það var mjög ánægjulegt að á minni frumsýningu var Selma Guðmundsdóttir, for- maður Wagnerfélagsins, mætt og Gunnar Snorri Gunnarsson sendi- herra og svo slangur af minni fjöl- skyldu,“ segir stórsöngvarinn. „Ég er líka búinn að hlera að það ætli ein- hver hópur að mæta á frumsýningu Hringsins næsta sumar. Slíkt þarf að skipuleggja með árs fyrirvara en í Wagnerfélaginu er þekking og reynsla og þangað ætti fólk að snúa sér til að fá ráðleggingar, ef áhugi er á miðum.“ ■ Ólafur Kjartan túlkar Wagner næstu tvö sumur Ólafur Kjartan við Bayreuther Festspielhaus, óperuhúsið sem Wagner lét reisa sjálfur utan um sín verkefni. MYND/ JORGE RODRÍGUEZ- NORTON Fjölskyldan á frumsýngu: Sigurður Rúnar Jónsson, Ásgerður Ólafsdóttir, Sigurbjörg Bragadóttir og Brynja Ólafsdóttir. MYND/ISOLDE STEIN-LEIBOLD Ég hef svo sem haft nóg að gera en var lengi að koma mér upp í þann flokk sem ég stefndi að. gun@frettabladid.is Tónleikaröðin Á ljúfum nótum rennur af stað eftir hlé, á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst. Þeir verða í Fríkirkjunni við Tjörnina. Efnisskráin samanstendur af hressum og skemmtilegum gítar- verkum sem Óskar Magnússon gít- arleikari og flytjandi á tónleikunum hefur haldið mikið upp á í gegnum árin. Verkin eru frá Suður-Ameríku og Frakklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukku- stund. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn. ■ Klassískur gítarleikur Óskar Magnússon ætlar að spila uppáhalds lög sín. MYND/AÐSEND gun@frettabladid.is Kvikmyndin Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur er ein fimm mynda sem tilnefndar eru til Kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs 2021. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Egil Øde- gård eru framleiðendur hennar. Verðlaunin verða veitt í 18. skipti við hátíðlega athöfn 2. nóvember. ■ Myndin Alma tilnefnd Kristín Jóhannesdóttir er höfundur handrits Ölmu og leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Fáðu blað dagsins sent rafrænt MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.