Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 48

Fréttablaðið - 25.08.2021, Side 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north Beðið eftir vetri SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU ÓTAL FRÁBÆR TILBOÐ ÚR BÆKLINGNUM OKKAR! Ingunnar Láru Kristjánsdóttur n Bakþankar Ég er á fullu við að ná fram minni bestu Farrah Fawcett-greiðslu með hárblásaranum þegar reykskynjar- inn fer í gang. Til allrar lukku er hárið ekki að brenna heldur stendur reykur upp úr espresso- könnunni sem ég gleymdi á elda- vélinni. Engar áhyggjur, þetta er ekki svo slæmt. Kaffið smá brennt og lítið mál að þrífa kaffisletturnar á hellunni. Ég trúi ekki að ég hafi bara gleymt kaffikönnunni á heitri hellunni. Það er greinilega eitt- hvert stress í mér. Fæ mér fyrsta kaffisopann með hálfa Fawcett-greiðslu, opna far- tölvuna og stimpla sjálkrafa inn: ugla.hi.is inn í vafrann þrátt fyrir að hafa tekið á móti prófskírteini mínu úr fimm ára meistaranám- inu í júní síðastliðnum. Ég er ekki skráð í nám, þetta er bara eitthvað ég geri sjálfkrafa, eitthvað sem ég er vön að stimpla inn að loknu sumri. Hálfa leiðina niður stigaganginn fálma ég eftir lyklunum ... sem ég gleymdi á eldhúsborðinu. Ekkert mál, ég er nýbúin að láta mömmu fá varalykil. Ég er greinilega eitthvað úr takti í dag. Kannski er gosmóðan og gráa veðrið á höfuðborgarsvæðinu að rugla eitthvað í mér, einhvers konar snemmbúið skammdegis- stress ofan á farsóttarþreytuna gömlu góðu. Ég reyndi alveg að njóta sumarsins en þessi fjórða bylgja er algjör orkusuga. Og ég er sko barnlaus og við góða heilsu. Ég hef bara haft það gott miðað við marga. Þessar endalausu sveiflur í lífinu hafa óneitanlega áhrif á skapið. Við opnum og lokum og slökum og herðum en svo er engin almenni- leg losun. Svona kaþarsis eins og eftir geggjaða leikhússýningu. Andvarpið. Guð, hvað það er langt síðan ég andvarpaði almennilega og losaði um þessa eilífðarspennu. Hér er enginn lokapunktur. Ég bara kvíði fyrir haustinu, það er allt og sumt. n Snemmbúið skammdegisstress

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.