Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 4

Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 4
Stjórnvöld ætlast til þess að við vinnum hratt og vel á einum sólarhring og þau ættu að geta gert það sama. Arnar Þór Gíslason. BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 „Þetta er mjög slæmt, maður vonaðist til þess að þeir myndu halda opnunartímunum og krefjast þess að fólk væri sitjandi við borðið á þeim stað sem opnunar- tími hefur leyfi fyrir. Þetta hentar veitingastöðum vel en kemur hrika- lega niður á börum og skemmtistöð- um þar sem háannatíminn er eftir klukkan ellefu. Vonandi temur fólk sér að koma fyrr inn á bari aftur,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn af eigendum fyrirtækisins Þingvangs sem rekur fimm knæpur í miðbæ Reykjavíkur, aðspurður út í nýju reglurnar sem taka gildi á miðnætti. „Þetta er mikið áfall fyrir rekstur- inn. Við erum búin að ráða marga inn á stuttum tíma en nú fáum við sólarhring frá stjórnvöldum til að skella í lás. Ég vonast bara til þess að stjórnvöld verði jafn lengi að undir- búa styrkúthlutanir en ekki hálft ár. Stjórnvöld ætlast til að við vinnum hratt og vel á einum sólarhring og þau ættu að geta gert það sama,“ segir Arnar. „Ég á von á því að menn geri allt í sínu valdi til að halda sér á f loti á meðan á þessu stendur enda reynsl- unni ríkari. Um leið ættu stjórnvöld að geta kallað fólk úr sumarfríi til að sinna styrkúthlutun til fyrir- tækja sem er verið að loka. Það eru margir búnir að panta birgðir fram í tímann og staðan er ekki öfunds- verð víðs vegar þar sem áttu að vera útihátíðir. Um leið vonast maður til þess að þau verði jafn fljót að aflétta takmörkunum ef þetta gengur vel á þessum þremur vikum.“ n Hrikaleg staða fyrir bareigendur Það hefur verið nóg að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur. kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 „Þessar nýju reglur eru verri en maður vonaðist eftir en um leið betri en maður óttaðist. Við höfum núna meiri tíma til endur- skipulagningar en í fyrra þegar það komu hertar samkomutakmarkan- ir á föstudeginum fyrir verslunar- mannahelgina. Við getum fyrir vikið sagt að við munum halda Hinsegin daga en við þurfum að aðlaga hátíðina þessum nýju tak- mörkunum,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon, formaður stjórnar Hinsegin daga, aðspurður hvaða áhrif nýjustu aðgerðir stjórnvalda hafi á hátíðina sem er á dagskrá í næsta mánuði. „Við lærðum helling af síðasta ári og í vetur, meðal annars að það er ýmislegt hægt að gera þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Það er hægt að hólfaskipta leikhúsum í menn- ingarviðburðum og halda fræðslu- fundi á streymi. Fyrir vikið munum við reyna að halda eins glæsilega hátíð og hægt er innan þess ramma sem okkur er úthlutað með þessum nýju reglum.“ Með tvö hundruð manna sam- komutakmörkunum er ljóst að ekki verður hægt að halda gleði- gönguna, hápunkt Hinsegin dag- anna, með sama hætti og tíðkaðist fyrir heimsfaraldurinn. „Við könnumst alveg við þessa sviðsmynd sem sett var upp af stjórnvöldum en það sem mun særa mest er að gleðigangan fái ekki að fara niður götur miðbæjarins. Við munum leita leiða til að hún geti farið farið fram með öðrum hætti, meðal annars með notkun streymis útsendingar.“ n Aðlaga Hinsegin daga nýjum takmörkunum Ekkert verður af því að Gleðigangan fari niður Laugaveginn þetta árið. Ferðamálaráðherra segir ríkis- stjórnina verða að gefa þjóð- inni skýr svör um framtíðina. Nýboðaðar aðgerðir séu tímabundnar en stefnumót- unarvinna um framtíðina sé hafin. Hún segir ríkisstjórnina enn standa saman í þessu. adalheidur@frettabladid.is COVID-19 Farin er af stað vinna innan ríkisstjórnarinnar um stefnu og framtíðarsýn um viðbrögð við faraldrinum. „Það er umræðan núna, hvað það þýðir fyrir þjóð- félag að vera með níutíu prósenta bólusetningarhlutfall hjá sextán ára og eldri og hvernig við ætlum í alvöru að lifa með Covid í náinni framtíð og mögulega um alla fram- tíð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar aðgerðir innanlands sem taka gildi á miðnætti. Þær fela í sér að að hámarki 200 mega koma saman, auk þess sem veitingahúsum verður gert að loka klukkan 24. Þá verða fjölda- takmarkanir í sund og líkamsrækt. „Það er mat sóttvarnayfirvalda að tempra þurfi smitin til að kaupa okkur tíma til að sjá hvort þessir smituðu einstaklingar verði veikir eða ekki,“ segir hún. Sóttvarnayfir- völd hafi lagt þessar aðgerðir til í tvær til þrjár vikur til að fá skýrari mynd af bæði hvort og hve margir verði veikir. „Sóttvarnalæknir telur óvissu um það kalla á þessar aðgerðir. Við þurfum svo að vera með mjög skýr svör að þessum tíma loknum,“ segir Þórdís. „Við erum í rauninni að gefa okkur þennan tíma, í raun bara þessar tvær til þrjár vikur, til að vinna þessa vinnu og hún er farin af stað.“ Hún játar að það hafi vissulega verið áætlun stjórnvalda að aflétta takmörkunum þegar markmiðum um bólusetningar yrði náð. „Vissu- lega er þetta bakslag í því, en það er tímabundið og það eru skýrar línur um hvernig þessum tíma verði varið,“ segir Þórdís. „Svo stendur upp á okkur að svara því hvernig við ætlum að hafa hlutina til framtíðar.“ Þórdís segir að ef áfram þurfi að fara fram og til baka í og úr aðgerð- um, verði það vonandi meira í formi tilmæla. „Það eru margar ógnir við það að vera á lífi og það vita allir út á hvað þetta gengur og það vita allir hvað virkar. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi líka að setja ábyrgðina í hendur hvers og eins.“ Aðspurð telur hún að nýboðaðar aðgerðir ættu ekki að vera mikið högg fyrir ferðaþjónustuna en nefnir þó að auðvitað geti margt haft áhrif á væntingar, bókanir og ferðahegðun. „Auðvitað hafa allar aðgerðir áhrif en ég myndi ekki telja að þetta væri högg,“ segir Þórdís og bendir á að enn séu söfn og veitingastaðir opnir og takmarkanir hafi oft verið meira íþyngjandi en nú. „En ferðaþjónustan núna undan- farnar vikur hefur farið hraðar og betur af stað en við þorðum að vona og ég held að þessar aðgerðir séu ekki högg þar sérstaklega, heldur hefur þetta auðvitað áhrif á okkur í samfélaginu almennt,“ segir Þórdís. Aðspurð um samstöðu um aðgerð- irnar í ríkisstjórninni bendir Þórdís á lengd fundarins, en hann stóð í rúma þrjá tíma. „Mér finnst gott að sitja við borð þar sem fólk getur rætt hluti og getur verið ósammála, reynt að ná niðurstöðu og mætist í samtalinu,“ segir hún og nefnir að sú vinna sem þegar sé farin af stað um framtíðar- sýnina hafa haft áhrif á að samstaða náðist eftir langan fund. „Það er enginn að halda því fram að við séum ekki ólíkt fólk sem hefur ólíkar skoðanir en við erum áfram saman í þessu sem ríkisstjórn.“ n Standi upp á stjórnina að gefa svör Nokkrir ráðherrar hittust á Reykjavíkurflugvelli í gær og flugu saman austur á ríkisstjórnarfund. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 Fréttir 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.