Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 20

Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 20
Hjónin Ketill Már Björnsson og Ingibjörg Finnbogadóttir hlupu framhjá yfirgefnu húsi í Hnífsdal og heilluðust svo að þau sátu um fasteignaaug- lýsingar á svæðinu í eitt ár þar til húsið loks kom á sölu. Ótal vinnustundum síðar hafa þau eignast yndislegt afdrep við sjóinn. Tenging okkar við Hnífs-dal er upphaflega engin en við eigum þó bæði ættir að rekja vestur. Systir mín býr ásamt fjölskyldu í Bolungarvík auk þess sem mamma mín, afi og amma eru þaðan og svo er amma konunnar frá Ísafirði,“ útskýrir Ketill. Það var svo sumarið 2013 að þau hjónin tóku þátt í Hlaupahátíð á Vestfjörðum og gistu í hjólhýsi á tjaldsvæðinu á Ísafirði í hálfan mánuð. „Við hlupum stundum út í Hnífs- dal þar sem bróðir konunnar á hlut í húsi og þegar við fórum framhjá þessu húsi sáum við tækifæri í því. Við fórum upp að því og kíktum inn um gluggana. Það leyndi sér ekki að húsið var handónýtt en við heilluð- umst af staðsetningunni og útsýn- inu. Húsið stendur uppi á bakka svo það er gott útsýni yfir hafið og það var það sem kveikti í okkur.“ Biðu eftir söluauglýsingu Eitt skiptið þegar þau hlupu til baka inn á Ísafjörð ákvað Ketill að koma við á bæjarskrifstofunni til að spyrj- ast fyrir um eigendur hússins. „Þar var mér tjáð að líklega færi húsið á sölu einhvern tíma á næst- unni en það mál væri allt í ferli. Við biðum bara og fylgdumst daglega með fasteignaauglýsingum og í september árið eftir, 2014, kom það á sölu og við vorum búin að gera til- boð innan klukkustundar sem var samþykkt strax.“ Húsið varð þeirra fyrir litlar 400 þúsund krónur á þeim tíma en Fannst þau verða að bjarga húsinu Hnífsdæl- ingar kalla húsið Möggu Hall hús, húsið var byggt árið 1910 og svo byggt við það árið 1925. MYNDIR/AÐSENDAR Eins og sjá má var húsið í bágu standi þegar hjónin tóku við því og þurfti í raun að endurbyggja það allt. Hjónin báru fjögur tonn af rusli út úr því. Húsið er 109 fermetrar og kjallari undir því hálfu. Áður fyrr var það tvíbýli. Það var útsýnið yfir hafið sem heillaði þau hjónin. Haldið var í gamla gólfefnið þar sem hægt var en restin klædd með mótatimbri sem kemur virkilega vel út. Í raun stóð ekkert eftir af húsinu nema grindin sjálf sem Ketill segist þó hafa þurft að endurnýja að hluta.  Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 20 Helgin 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.