Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 23

Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 24. júlí 2021 Druslugangan árið 2019 var fjöl- menn og létu þátttakendur heyra í sér. MYND/HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR johannamaria@torg.is Druslugangan verður haldin í dag í tíunda sinn en fyrstu stoltu drusl- urnar gengu hana árið 2011. 2015 var ár samfélagsmiðlabyltinga þar sem myllumerki við freethenipple og sexdagsleikann voru í algleym- ingi. Það var tveimur árum áður en #meetoo kreisti vel útþandar graft- arbólur samfélagsins og í ljós kom kerfisbundin misbeiting valds til kynferðisofbeldis hjá óhugnanlega stórum hluta fólks. Tilgangur Druslugöngunnar er sá að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Klæðnaður, hegðun eða fas þol- enda er einfaldlega ekki lengur afsökun fyrir kynferðisglæpum. Druslur eru druslum bestar Það er flestum enn í fersku minni þegar Diljá Sigurðardóttur var á dögunum gert að fara upp úr Sky Lagoon fyrir að neita að hylja brjóst sín. Kommentakerfin loguðu og kepptust virkir í athugasemdum við að drusluskamma Diljá sem klæddist sams konar baðfatnaði og kærasti hennar, sem enginn setti út á. Við erum ekki lengra komin en þetta, að fólk er enn að býsnast yfir berum brjóstum kvenna í sundi. Druslugöngunnar er því greinilega enn sárlega þörf. Gangan hefst klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju. Þaðan verður farið niður Skólavörðustíg og Bankastræti og svo endar gangan á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Mætum, göngum, hlustum og færum skömmina þangað sem hún á heima! n Stígum skref til frelsis Einstök gönguhátíð í Súðavík í ótrúlegri náttúrufegurð Í Súðavík fer fram gönguhátíð um verslunarmannahelgina sem hefst næsta fimmtudags- kvöld. Þar verður boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna og alls kyns göngur fyrir lengra og skemmra komna, ásamt ýmsu góðgæti sem er framleitt á staðnum. 2 Það verður gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina. Þar geta bæði vanir göngugarpar og þeir sem fara aldrei í göngu fundið sér göngur við sitt hæfi í fallegri náttúru. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að hátíðin sé fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. MYNDIR/AÐSENDAR Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is KOMIN AFTUR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.