Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 54
Hins vegar ákvað ég að tala við starfsmenn landa- mæraeftir- litsins á Keflavíkur- flugvelli sem eru sérstaklega þjálfaðir til að greina andlit. Inga Þórey Jóhannsdóttir. Efnisgerð augnablik er sam- sýning fjögurra listamanna í Nýlistasafninu. Í hópnum eru Baldur Geir Bragason og Inga Þórey Jóhannsdóttir. Baldur gerði verk sitt sérstaklega fyrir sýninguna. Það heitir Mátun/ Fitting og er búið til úr striga og herðatrjám. „Þetta eru röndótt málverk sem mynda vafninga og standa á herðatrjám og eru f lest með krók í endann. Herðatrén eru mismunandi og vegna hæðar- mismunar skapast ákveðið f lökt í verkinu.“ Leið að hugmyndum Spurður af hverju hann hafi valið að nota herðatré við listsköpun segir Baldur: „Herðatré er fígúra- tíft, næstum eins og fugl og eins herðar og haus. Þetta nýti ég mér og hef teinrétt málverk sem má upplifa sem hörkaðal eða allavega vafninga sem teygja sig upp með krók í endann. Eitt verkið endar svo sem trosnaður strigaendi eins og hann kemur af rúllunni og annar lokaður með hefti eins og pylsa. Þetta er öreigalist og má botna á mismunandi vegu. Þetta minnir á hóp af fígúrum.“ Krókar eru á sumum vafning- anna. „Herðatrjákrókar hafa alltaf minnt mig á spurningarmerki eða haus sem leitast eftir að hanga ein- hvers staðar,“ segir Baldur. „Það eru alls konar pælingar í þessu verki og kannski má segja að ég sé þar að sýna ákveðna leið að hug- myndum.“ Tvenns konar ferli Verk Ingu Þóreyjar hverfist um fjögur málverk sem hún vann í lok síðasta árs. „Þegar ég er að vinna við myndlist byrja ég daginn á því að mála málverk á hefðbundinn hátt. Ég málaði fjögur málverk með andlit og snertingu í huga og alla jafna hefðu þau farið í skúffuna og ekki verið neitt nema upphitun. En svo ákvað ég að nýta þau og senda í tvenns konar ferli. Annars vegar sendi ég fjórum nánum vinum og ættingjum myndir af málverkunum og bað þau um að móta þau í þrívídd. Skúlptúrarnir á sýningunni eru í rauninni afrakstur þess,“ segir Inga Þórey. „Hins vegar ákvað ég að tala við starfsmenn landamæraeftirlitsins á Kef lavíkurf lugvelli sem eru sér- staklega þjálfaðir til að greina and- lit. Ég endurgerði málverkin á and- lit þeirra og sendi síðan í gegnum landamæraeftirlitshlið á f lugvell- Alls konar pælingar Baldur Geir Bragason og Inga Þórey Jóhannsdóttir sýna í Nýlistasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Verk Baldurs er búið til úr striga og herðatrjám og verk Ingu hverfist um fjögur málverk. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is inum. Þessi hlið eru búin myndavél og sérstöku andlitsgreiningar-for- riti. Útkoman er því tvenns konar, verk í lit og svart-hvítar myndir af fjórum konum sem starfa við landamæraeftirlitið. Undir svart- hvítu myndunum sem tölvan tók eru stikur með rauðum og grænum lit. „Ef rauði liturinn er áberandi þá merkir það að myndin sé ekki lík fyrirmyndinni. Það er ekki gott að vita hvað tölvan var að lesa, hvort hún var að lesa málverkið eða and- litið,“ segir Inga Þórey. Konurnar á myndunum eru allar með höfuðfat. „Það var gert af fagur- fræðilegum ástæðum. Andstæðurn- ar urðu svo sterkar þegar háralitur og húð var sýnileg.“ Konurnar, sem allar eru íslenskar, verða fyrir vikið næstum því eins og úr öðrum heimshluta. „Ég hef verið spurð hvort það sé trúarlegur undir- tónn í verkinu en svo er ekki,“ segir Inga Þórey. n kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 25. júlí klukkan 16.00 mun píanóleikarinn Andrew J. Yang f lytja verk eftir Johannes Brahms og Frans Liszt í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði. Andrew J. Yang hefur leikið bæði á einleikstónleikum og með hljóm- sveitum víða í Evrópu, Asíu og Ameríku og hlotið einróma lof. Yang kennir á píanó og fiðlu við Tónlistarskóla Vesturbyggðar á Pat- reksfirði en samhliða því er hann á fullum skólastyrk að klára doktors- gráðu í píanóleik við USC Thornton School of Music í Los Angeles. Hann tekur þátt í Brahms-keppni í Þýska- landi í haust. n Andrew J. Yang spilar í Saurbæ Píanóleikarinn Andrew J. Yang. kolbrunb@frettabladid.is Guðlaugur Bjarnason sýnir verk á sýningunni Bleikur Keilir í Gall- eríi Göngum við Háteigskirkju. Guðlaugur sýnir málverk sem eru unnin að mestu frá sumrinu 2020 fram á daginn í dag. Rétt fyrir páska 2020 fékk Guðlaugur heilablóðfall, lamaðist á vinstri hlið og við það skertist sjónsvið hans töluvert. Myndirnar sem hann sýnir eru allar unnar í bataferli Guðlaugs. n Bleikur Keilir í Háteigskirkju Eitt af verkum Guðlaugs á sýning- unni. MYND/AÐSEND stod2.is 34 Menning 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.