Fréttablaðið - 24.07.2021, Síða 58

Fréttablaðið - 24.07.2021, Síða 58
Þú getur bókstaflega gengið í gegnum einar dyr og þá bara ertu allt í einu komin einhver 80-90 ár aftur í tímann. Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? Íslenska leikkonan og sagn- fræðingurinn Siddý Holloway leiðir breska sjónvarpsáhorf- endur um huliðsheima og gleymd skúmaskot elsta neðan jarðarlestarkerfis heims í heimildarþátt- unum Secrets of the London Underground sem brunuðu af stað í byrjun vikunnar. toti@frettabladid.is Sjónvarpsstöðin Yesterday, sem er hluti af BBC, frumsýndi á mánu- dagskvöld fyrsta heimildaþátt- inn af sex í röðinni Secrets of the London Underground. Í þáttunum fara sagnfræðingarnir Tim Dunn og Siddý Holloway eiginlega með áhorfendur í lestarferð aftur í tím- ann um yfirgefnar brautir og löngu gleymda afkima neðanjarðarlestar- kerfis Lundúna. Rúmlega 400 þúsund manns horfðu á fyrsta þáttinn þegar hann var sendur út. „Við erum alveg í skýjunum og alveg hrikalega stolt af seríunni,“ segir Siddý en áhorfið á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum hennar og samstarfsfólks hennar. Áhugi fólks á þessu elsta neðan- jarðarlestarkerfi heims þarf þó ef til vill ekki að koma á óvart enda teygir það sig um mannlíf og sögu heimsborgarinnar rúma öld aftur í tímann. Siddý bendir þó á að á lestar- ferðum sínum í daglegu amstri geri fólk sér ekki alltaf grein fyrir því að það brunar í gegnum og fram hjá stöðum sem hafa þjónað tilgangi sínum í allt að 130 ár og þannig snert ótal mannslíf í gegnum tíðina. „Þegar ég tengdi þetta svona við fólkið í London þá varð ég ofboðs- lega spennt fyrir viðfangsefninu og þegar ég fór að kafa ofan í þetta gat ég ekki hætt og hingað erum við komin.“ Siddý starfar fyrir samgöngu- safnið London Transport Museum og í krafti þess fá þau Tim, og áhorf- endur um leið, einstakan aðgang að lokuðum og gleymdum viðkomu- stöðum undir London. Úr leiklist í lestarferðir „Þetta er ótrúlega spennandi og ég vona bara að þetta haldi svona áfram. Ég myndi eiginlega segja að þáttur næstu viku sé betri en sá fyrsti þannig að þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Siddý sem útilokar ekki að ráð- ist verði í gerð annarrar þáttaraðar auk þess sem hún gæli við tilhugs- unina um að þeir eigi eftir að rata til íslenskra sjónvarpsáhorfenda. Siddý Ingólfsdóttir f lutti til Bret- lands 2010 til þess að fara í leik- listarnám og þar býr hún enn og er þekkt sem Siddý Holloway. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í harkinu, svona eins og gengur með leikara,“ segir Siddý sem komst í nokkuð örugga aukavinnu sem leiðsögu- maður. „Ég var með alls konar mismun- andi túra og fannst það alltaf æðis- lega skemmtilegt,“ segir hún og bendir á að störf leikarans og leið- sögumannsins eigi ýmislegt sam- eiginlegt þótt það blasi ekki endi- lega við. „Enda er maður náttúrlega alltaf að segja sögu.“ Siddý var búin að vinna við leið- sögn í nokkur ár og var farin að huga að flutningum heim til Íslands þegar henni bauðst starf hjá London Transport Museum í nokkra mán- uði 2015 og þar er hún enn. Hulduborgin London „Það er svo skrýtið hvernig þetta gerist. Mér hefur alltaf fundist sagnfræði og saga yfirhöfuð mjög spennandi,“ segir Siddý sem kom til safnsins á hárréttum tíma. „Þegar ég er að byrja þarna er hugmyndin að verkefninu Hidden London að koma upp. Þar sem við förum með fólk á bak við tjöldin og sýnum lokaðar stöðvar og lokaða hluta í þessu kerfi. Eitthvað sem fólk fer kannski fram hjá á hverjum degi og veit ekkert að þar á bak við leynist bara heill heimur. Þú getur bókstaf lega gengið í gegnum einar dyr og þá bara ertu allt í einu kominn einhver 80-90 ár aftur í tímann. Flestir vita ekkert af þessu og hafa ekki hugmynd um hvað leynist þarna.“ Leiðsögumannsreynsla Siddýjar varð til þess að hún var beðin um að aðstoða við verkefnið og hún stýrir nú deildinni sem kennd er við Hidden London. „Við byrjuðum á einum túr og þetta er bara búið að stækka, vinda upp á sig og núna sex árum seinna komið í sjónvarp.“ Brunað gegnum samfélagssöguna Siddý vinnur alla rannsóknarvinn- una og skrifar allt efnið í kringum þessar neðanjarðar-kynnisferðir sem hafa fundið sér nýjan farveg í gegnum sjónvarp. „Fólk heldur oft að þetta sé eitthvað pínu bara fyrir lestanörda en þetta er einmitt í rauninni alls ekki lestatengt. Við tölum mikið um seinni heimsstyrj- öldina og ég tengi þetta miklu frekar við samfélagssöguna heldur en sögu lestanna. Við erum svo heppin að þetta er London og elsta neðanjarðar- lestarkerfi heims. Opnað 1863 og búið að vera í gangi síðan þá. Það er orðið svo sjaldgæft, sérstaklega kannski í London, að hlutunum sé ekki breytt og það er svo heillandi og geggjað spennandi við þetta að hérna stígurðu bara allt í einu 70 ár aftur í tímann. Síðan eru líka allir spenntir fyrir leyndarmálum, ein- hverju sem er hulið og stöðum sem má ekki fara á.“ Stríðsminningar Siddý segir því engan skort á spennandi sögum í skúmaskotum The London Underground og þær tengist margar heimsstyrjöldinni síðari sem hafði vitaskuld og hefur enn áhrif á breskt samfélag. „Það var bara þannig að frá september 1940 til maí 1941 dóu yfir 40.000 manns í loftárásum á London og yfir milljón byggingar eyðilögðust.“ Neðanjarðarkerfið hafi þá í raun verið eini öruggi staðurinn og þang- að niður hafi fólk hrúgast saman. „Sögurnar af því þegar fólk er að sofa svona á brautarpöllunum eru náttúrlega alveg svakalegar. Engin almennileg klósettaðstaða, almenni- lega rennandi vatn eða neitt. Það er alveg sérstaklega magnað að hugsa til þess að þetta fólk hafi verið á þessum sömu brautarpöllum og þú notar enn þann dag í dag.“ n Kastljós á niðurgrafna leyndardóma Lundúna Kynni Siddýjar og Tims Dunn hófust þegar hún var gestur í sjónvarpsþætti hjá honum og í framhaldinu datt þeim í hug að það gæti verið spennandi að fara með áhorfendur um slóðir Siddýjar í Hidden London. MYND/UKTV/THE OTHER RICHARD Siddý var komin hálfa leið til Íslands í huganum þegar henni bauðst starf hjá London Transport Museum sem hefur nú skilað henni í sjónvarp þar sem hún skoðar huliðsheimana undir London. MYND/UKTV/THE OTHER RICHARD 38 Lífið 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.