Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 6
Mikið úrval til af
gólfteppum á lager
Kíktu við og saman finnum
við draumateppið á stigann þinn.
Helstu eiginleikar gólfteppanna
okkar eru mýkt, hlýleiki og
mikil gæði.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook!facebook.com/Parki.interiors
Margir Miðflokksmenn eru
reiðir Þorsteini Sæmundssyni
fyrir að beita sér gegn ungri
konu sem til stóð að tæki
við af honum sem oddviti í
Reykjavík. Sjálfur segir hann
lýðræðið hafa sigrað á félags
fundi sem felldi tillögu upp
stillingarnefndar.
adalheidur@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Mikil ólga er nú innan
Miðflokksins eftir að félagsfundur
felldi tillögu uppstillingarnefndar
um framboðslista í Reykjavíkurkjör
dæmi suður fyrir komandi alþingis
kosningar.
Tillagan fól í sér að Fjóla Hrund
Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
þingflokks Miðflokksins, yrði odd
viti í kjördæminu. Sitjandi þing
maður kjördæmisins, Þorsteinn
Sæmundsson, hafði gefið kost á sér
til að leiða listann, en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins var hann
ekki á lista uppstillingarnefndar.
Heimildir blaðsins herma að
stuðningsmenn og fjölskylda Þor
steins hafi fjölmennt á félagsfund
inn til að fella listann. Féllu atkvæði
á fundinum þannig að fjórtán vildu
styðja staðfesta listann, en þrjátíu
greiddu atkvæði gegn honum.
Formaður kjördæmafélagsins í
Reykjavíkurkjördæmi suður, segir
ekki liggja fyrir hvað gerist næst
í framboðslistamálum, og hvort
uppstillingarnefndin haldi áfram
störfum og skili nýjum lista. „Það
sem gerist núna er að stjórnin hitt
ist og ræðir málið. Svo sendum við
eitthvað frá okkur þegar við höfum
tekið ákvörðun.“
Niðurstaða félagsfundarins kom
flestum í opna skjöldu, þrátt fyrir
að ljóst hafi verið að tveir vildu leiða
listann. Herma heimildir blaðsins að
allt leiki á reiðiskjálfi innan flokks
ins og f lokksmenn séu ósáttir við
framgöngu Þorsteins. Fjóla er hins
vegar mjög vinsæl í flokknum og af
mörgum sem Fréttablaðið ræddi við,
talin einn allra öflugasti liðsmaður
flokksins. Þá herma heimildir einn
ig að mjög hafi verið þrýst á hana
að þiggja oddvitasæti og því mikið
áfall að hún fái þessa útreið á félags
fundi. Eins og Fréttablaðið hefur
áður fjallað um hafa framámenn í
flokknum unnið sérstaklega að því
að auka hlut kvenna í framvarða
sveit flokksins.
Sjálf segist Fjóla Hrund ekkert vita
um framhaldið. „Það sem gerist er að
uppstillingarnefnd kemur fram með
ákveðinn lista. Það var skýr áhugi
meðal f lokksmanna að það yrðu
breytingar,“ segir hún og bætir við:
„Þarna var kynntur nýr, öflugur listi,
en sitjandi oddviti fór þá leið að fella
listann, sem er afar sjaldgæft.“
Þorsteinn segir aftur á móti að
þetta sýni að lýðræðið sé virkt í Mið
flokknum. „Stuðningsmenn mínir
voru ekki ánægðir með minn hlut
og nýttu sér sinn lýðræðislega rétt
til að gera athugasemdir,“ segir Þor
steinn og telur að málið muni leysast
og flokkurinn koma sterkari fram en
áður.
„Þetta mál beinist ekki gegn
einum né neinum og allra síst Fjólu
Hrund Björnsdóttur, sem er stór
kostleg kona,“ segir Þorsteinn, sem
hefur ekki í hyggju að hætta í stjórn
málum á næstunni. „Ég hef margoft
lýst því yfir að ég vilji leiða þennan
lista áfram. Landssamband eldri
borgara hefur kallað eftir því að
fólk á þeim aldri sé í áhrifastöðum
í flokkunum, ég er 67 ára gamall og
flokkurinn getur svarað þessu kalli.
Ég á líka eftir að klára ýmis mál, ég
tel að þegar allt kemur til alls verði
Miðflokkurinn með stefnu í málum
eldra fólks líkt og enginn annar.“n
Uppnám í flokknum vegna Þorsteins
Þorsteinn Sæmundsson er ekki tilbúinn að hætta í stjórnmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta mál beinist ekki
gegn neinum og allra
síst Fjólu Hrund, sem
er stórkostleg kona.
Þorsteinn Sæmundsson
alþingismaður.
mhj@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Ferðamenn frá Ísrael
voru þeir einu sem heimsóttu Ísland
í meira mæli í vor en vorið 2020. Um
fjórfalt f leiri Ísraelar heimsóttu
Ísland á tímabilinu janúar til júní í
ár en á sama tímabili í fyrra, sam
kvæmt tölum frá Ferðamálastofu.
Alls fóru 1.129 Ísraelar í gegnum
Keflavíkurflugvöll á tímabilinu en
einungis 277 í fyrra. Á sama tímabili
fækkaði ferðamönnum frá öllum
öðrum löndum.
Árangur Ísraels og Íslands í bólu
setningum spilar þar líklegast
stærstan hlut, en í janúar 2021 var
tilkynnt að Ísraelar hefðu bólusett
rúmlega milljón manns.
Tvö ísraelsk f lugfélög ætla að
fljúga til Íslands það sem eftir er af
sumri og má því búast við að ferðum
Ísraelsmanna til Íslands fjölgi enn.
Fyrsta f lug vél ísra elska flug fé lags
ins El Al lenti á Kefla vík ur flug velli
síðdeg is á fimmtudaginn, en hún
kom frá frá Tel Aviv.
Ferðin var sú fyrsta af fimm hjá
félaginu til Íslands í sumar, með hóp
ferðafólks frá Ísrael.
El Al bættist þannig í hóp tuttugu
flugfélaga sem þegar hafa hafið flug
til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar.
Þann 27. júlí næstkomandi bæt
ist annað ísraelskt flugfélag, Arkia,
í hópinn. Arkia f lýgur fimm ferðir
með ísraelska ferðahópa til landsins
fram til 31. ágúst.
Hvorugt f lugfélagið hefur f logið
áður til Keflavíkurflugvallar. Búast
má því við að ísraelskum ferða
mönnum á Íslandi haldi áfram að
fjölga. Af þeim 1.129 Ísraelum sem
heimsóttu landið í vor voru um 900
í síðasta mánuði. n
Tvö ísraelsk flugfélög hefja flug til Íslands
thorgrimur@frettabladid.is
FRAKKLAND Eiffelturninn í París var
opnaður fyrir almenningi í gær eftir
að hafa staðið lokaður í níu mánuði.
Frá því að sala hófst á aðgangs
miðum í turninn í byrjun júní hafa
70 þúsund miðar selst fram til loka
ágúst.
Þrátt fyrir opnunina verður
aðeins helmingsfjöldi mögulegra
gesta leyfður í turninum á dag vegna
sóttvarnareglna um hámarksfjölda
fólks í lyftum í Frakklandi. Munu
því um 13 þúsund manns á dag geta
heimsótt turninn.
Grímuskylda verður þó í gildi
fyrir gesti yfir ellefu ára aldri og frá
21. júlí verður gestum gert að fram
vísa bólusetningarvottorði. n
Eiffelturninn
opnaður á ný
Gestir snúa aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
gar@frettabladid.is
BANDARÍKIN Bifvélavirki í South
Kingsýslu í Washington var dreg
inn út í bólusetningarhappdrætti
Washingtonríkis og er orðinn millj
ón dollurum ríkari.
Vélvirkinn, sem aðeins er nefndur
Kameron M., kom fram á blaða
mannafundi með Jay Inslee ríkis
stjóra. „Hann fær milljón dollara
ávísun en hann hefur sjálfur gert
sitt fyrir Washingtonríki, sem er að
láta bólusetja sig og bjarga þannig
lífi annarra,“ sagði ríkisstjórinn að
því er fram kom á vef The Seattle
Times. Milljón dalir eru jafnvirði
124 milljóna króna.
Áður höfðu verið dregnir út fjórir
250 þúsund dollara vinningar í
bólusetningarhappdrættinu, sem
var komið á fót til að hvetja almenn
ing til að láta bólusetja sig gegn
Covid19. Af öðrum vinningum
í happdrættinu má nefna náms
styrki, f lugmiða, aðgöngumiða að
íþróttaviðburðum og tölvuleiki. n
Bólusettur vann
milljón dollara
Vaxandi straumur ferðamanna er
nú á Keflavíkurflugvelli.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
6 Fréttir 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ