Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 18
Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg árið 1963.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/SVEINN ÞORMÓÐSSON
að stundum verður hreinlega
að svipta óhæfa foreldra börnum
sínum. Svo er annað sem þarf að
koma fram, að ungar ógiftar mæður
fóru stundum sjálfviljugar með
börn sín á vöggustofur, í góðri trú
eftir meðmæli, á meðan þær voru að
koma undir sig fótunum. Þær vissu
ekki betur. Svo kannski fengu þær
aldrei börnin aftur vegna þess að
Barnavernd mat stöðuna þannig.“
Silungapollur eins og fangelsi
Eins og áður sagði voru Árni og öll
systkini hans vistuð á stofnunum
meira og minna í æsku.
„Ef til vill sluppum við systkinin
betur en margur annar. Við höfum
getað farið í gegnum lífið svona að
mestu uppistandandi, auðvitað
höfum við glímt við erfiðleika og
allt það. En við náðum öll að mennta
okkur og eignast fjölskyldur, ólíkt
mörgum öðrum. Því það er ótrú-
legur fjöldi sem missti gjörsamlega
fótanna, ekki bara út af vöggustof-
unum, heldur einnig vegna vistunar
á öðrum stofnunum. Ég var mjög
lánsamur að eignast góða konu
sem beindi mér rétta leið eftir eyði-
merkurráf í myrkri,“ segir Árni og
bætir við að ekki hafi allir verið svo
lánsamir. Mörg vöggustofubarnanna
hafi upplifað mikla höfnun og glímt
við lítið sjálfstraust alla sína ævi.
Systkinin héldu sambandi við for-
eldra sína framan af og dvöldu tíma-
bundið hjá þeim, á milli þess sem
þau voru á stofnunum. Hópurinn
tvístraðist endanlega 1969 en Árni
og einn bróðir hans fylgdust að. Árni
segir þau systkinin hafa haldið sam-
bandi á fullorðinsárum þó það hafi
stundum verið stopult. Árna er ekki
kunnugt um nákvæmlega hversu
lengi hann dvaldi á vöggustofu en
hann hefur sótt um að fá aðgang
að gögnum varðandi æsku sína hjá
Borgarskjalasafni og Þjóðskjalasafni.
„Þetta rennur í einn graut hjá mér
því ég var svo mikið á Silungapolli
og öðrum stofnunum. Minnið mitt
nær aldrei á vöggustofu, þannig að
ég get ekki sagt til um það. En systk-
ini mín voru þarna nokkuð lengi, ég
veit það, og tvö þeirra fóru þaðan í
fóstur og til ættleiðingar. Við eigum
það líklega sammerkt systkinin að
hafa glímt við félagsfælni og sum
hafa talað um erfiðleika með að
tengjast og treysta fólki. En við
sluppum nokkuð vel, miðað við það
sem ég hef heyrt og til eru heimildir
um. Alltént vorkennum við okkur
ekkert þrátt fyrir erfiða æsku.“
Silungapollur var vistheimili sem
rekið var af Reykja vík ur borg frá
1950–1969 fyrir börn á aldrinum
þriggja til sjö ára. Árið 2010 fór fram
rannsókn á starfsemi Silungapolls
á vegum vistheim ila nefnd ar, þar
sem kom í ljós að sum börnin voru
beitt kynferðisofbeldi þar. Árni líkir
vistinni á Silungapolli við fangelsi.
„Ég man til dæmis að hurðar-
húnar voru mjög hátt uppi þann-
ig að börnin gátu ekki opnað. Svo
voru þau geymd á daginn í stórum
sal sem líkja má við dýragarð. Þarna
voru börn sem glímdu við ýmsa
erfiðleika, öllu att saman og mikið
um of beldi á meðal barnanna. Ef
þú fyllir heilan sal af börnum sem
eiga öll við erfiðleika að glíma þá
geturðu rétt ímyndað þér ástandið,“
segir hann.
Stofnun getur aldrei alið upp barn
Árni segir stofnanavistina hafa haft
mikil áhrif á hann og systkini hans.
Þau hafi þó öll náð að lifa sínu lífi
þrátt fyrir ýmiss konar bakslög.
„Börn sem glíma við mikinn til-
finningalegan sársauka og kunna
ekkert að takast á við það lenda oft
í óreglu. Eigum við ekki að segja að
víman sé svona einhvers konar líkn.
Þegar það er mikill tilfinningalegur
sársauki þá getur þú engan veginn
unnið úr því, þú hefur ekkert bak-
land og enga fjölskyldu til að hjálpa
þér. Stofnun getur í rauninni aldrei
alið upp barn, vegna þess að grund-
vallarþörf barns er ást, umhyggja og
öryggi og slíkt er ekki í boði á stofn-
un. Fólkið sem sinnir þér og gefur
þér að borða er bara í vinnunni.“
Varstu í sambandi við foreldra
þína eftir að þú varðst fullorðinn?
„Já, ég var það. Pabbi flutti reynd-
ar til Ástralíu og var þar lengi. Ég var
svo í samskiptum við hann þegar
hann kom til baka og alltaf í sam-
skiptum við móður mína, en eftir að
hún missti yngsta bróður minn frá
sér þá missti hún endanlega fótanna
í lífinu. Þetta var of sárt og þetta var
of mikið og eftir það átti hún sér
aldrei viðreisnar von í lífinu.“
Móðir Árna glímdi við óreglu og
veikindi í gegnum líf sitt og þykir
honum það einna sárast hversu
mikið var litið niður á hana og aðrar
konur í sambærilegri stöðu.
„Ég get náttúrlega ekki sett mig í
spor þessara mæðra en það sem mér
finnst mjög sárt er fordómafullt við-
horfið gagnvart þeim. Það var ekki
þeim að kenna hvernig komið var
fram við börn þeirra á vöggustofum
en allar mæðurnar skynjuðu auð-
vitað hve hryllilegt þetta var fyrir
þau. Þær voru síðan fordæmdar af
starfsfólki vöggustofa, félagsmála-
yfirvöldum og jafnvel samfélaginu.“
Funduð þið systkinin fyrir gremju
gagnvart foreldrum ykkar?
„Já, eðlilega, öll á einhverjum
tímapunkti, en síðan erum við held
ég öll löngu búin að fyrirgefa þeim.
Þetta var bara fátækt og veikt fólk.
Móðurfjölskyldan mín var blá-
snauð, þau bjuggu í Múlakampinum
í bröggum. Þannig að ég held að ég
geti talað fyrir hönd okkar allra að
það er enginn að erfa þetta við þau
í dag. Þetta voru bara aðstæður sem
foreldrar mínir réðu engan veginn
við. Ég veit það að þau vildu okkur
allt hið besta en þau réðu bara ekki
við líf sitt.“
Vilja réttlæti fyrir mæðurnar
Reykjavíkurborg hefur heitið því að
rannsaka starfsemi vöggustofanna
að Hlíðarenda og Dyngjuvegi, en
ljóst er að mikið verk er fyrir hönd-
um. Viðbrögðin hafa verið mikil og
segist Árni hafa þurft að slökkva á
símanum sínum fyrstu dagana því
hann hafi hreinlega ekki stoppað.
Athugasemdir fólks hafi langflestar
verið jákvæðar, en einstaka hafa
ýjað að því að fimmmenningarnir
séu á höttunum eftir fé eða bótum.
Árni hafnar því alfarið og segir það
aldrei hafa komið til tals.
„Við erum ekki á höttunum eftir
því, bara alls ekki. Við viljum bara
að starfsemin verði rannsökuð og
gerð skil. Því þetta er svartur blettur
á sögu Reykjavíkurborgar og sögu
barna á Íslandi. Ég er ekki að segja
hvað verði í framtíðinni, enda ræð
ég engu þar um. En það var aldr-
ei hugmyndin okkar Hrafns, við
vildum réttlæti, ekki síst fyrir mæð-
urnar,“ segir Árni.
Hver heldurðu að verði næstu
skref í þessu máli?
„Næstu skref eru að fylgja þessu
eftir. Það sem við gerum núna í
framhaldinu er að spyrja reglulega
um framvindu málsins og auðvitað
vonast ég til þess að það verði eitt-
hvað gert og þetta verði rannsakað.
Þessi meðferð á börnum var alveg
með ólíkindum, því í rauninni er
þetta ekkert svo langt síðan.“
Fimmmenningarnir stofnuðu
hópinn „Réttlæti“ á Facebook sem
er eyrnamerktur börnum sem voru
vistuð á vöggustofum, aðstand-
endum þeirra og áhugafólki um
málefnið. Sögurnar hafa hrannast
inn, bæði frá fólki sem var sjálft
vistað á vöggustofum og aðstand-
endum þess.
„Það vilja allir meina að þetta
hafi haft mjög slæm áhrif og það er
ótrúlega há tíðni óreglu og sjálfs-
víga hjá þessum hópi fólks. En það
má ekki alhæfa að það sé eingöngu
hægt að skrifa á vöggustofurnar,
því f lest börnin voru líka vistuð á
öðrum miður góðum stofnunum,“
segir Árni.
Lagt hefur verið til að Árni verði
fulltrúi barna í nefnd sem skipuð
verður um rannsókn málsins, en
hann segist ekki vera tilbúinn að
gera það enda standi það honum
of nærri til þess að geta gætt hlut-
lægni.
„Ég geri þetta náttúrlega bara
meðfram öðru og ætlaði aldrei að
þetta yrði svona stórt, ég sá það
í raun ekki fyrir mér. Eldhuginn
Hrafn þrýsti á mig til þess að leggj-
ast í þessa rannsóknarvinnu, hann
sagði að ég væri dæmdur til að gera
þetta af því ég er sagnfræðingur.“
Nú mun sennilega taka einhvern
tíma að leiða málið til lykta, ætlarðu
þér að fylgja því eftir?
„Þetta mál má ekki heltaka okkur
en auðvitað munum við ýta við
borgarstjórn ef okkur fer að lengja
eftir svörum og fylgja því þannig
eftir. Ég er ekki einn og auk öflugra
félaga minna þá er fjöldinn allur af
fólki sem lætur sig málið varða og
styður væntanlega rannsókn. Að
lokum vil ég hvetja þá sem voru
vistaðir á vöggustofum og aðstand-
endur þeirra til að segja sögu sína
– það er mikilvægt!“ segir Árni. n
Árni níu ára gamall árið 1970.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Árni segist vera mjög lánsamur að hafa eignast góða konu sem beindi honum rétta leið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
Vöggustofur í Reykjavík
1949 Vöggustofan að Hlíðar-
enda við Sunnutorg sett á
laggirnar.
1959 Thorvaldsensfélagið
ræðst í að byggja nýja vöggu-
stofu.
1963 Thorvaldsensfélagið
færir Reykjavíkurborg vöggu-
stofuna að Dyngjuvegi að
gjöf. Starfsemin á Hlíðarenda
flyst óbreytt þangað yfir.
1967 Dr. Sigurjón Björns-
son vekur athygli á málefni
vöggustofa með greininni
„Vistheimili fyrir ung börn“ og
í borgarstjórn, ásamt Öddu
Báru Sigfúsdóttur.
1973 Vöggustofu Thorvald-
sensfélagsins breytt í upp-
tökuheimili fyrir börn.
1979 Starfsemi upptöku-
heimilisins á Dyngjuvegi
hætt og það sameinað rekstri
upptökuheimilisins við Dal-
braut.
1993 Útvarpsþátturinn
„Eins og dýr í búri“ eftir Viðar
Eggertsson frumfluttur í
Ríkisútvarpinu.
2021 Árni H. Kristjánsson,
Fjölnir Geir Bragason, Hrafn
Jökulsson, Tómas V. Alberts-
son og Viðar Eggertsson
ganga á fund Dags B. Eggerts-
sonar borgarstjóra.
18 Helgin 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ