Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 22
Þau stunda
hvorugt
fjallgöngur
að neinu
ráði en
Árni var
strax til í
þetta,
Helena var
minna
spennt.
Ferðafélag barnanna stóð
fyrir sinni fyrstu Laugavegs-
ferð þetta sumarið og fór
Kolbrún Björnsdóttir fyrir
hópnum ásamt eiginmanni
sínum, Árna Árnasyni, og
dóttur þeirra, Helenu, 11 ára.
Kolla segir öll átta börnin
hafa farið út fyrir sinn ramma
og þannig stækkað sjálfið í
ferðinni.
Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 sem deild innan Ferðafélags Íslands. Höfuðmarkmið þess er að hvetja börn og
foreldra til útiveru og samveru í
náttúru landsins. „Það er ótrúlega
fjölbreytt starf innan félagsins,
allt frá stuttum ævintýragöngum
og pödduskoðunum upp í nokk-
urra daga sumarleyfisferðir. Það
skemmtilega er að þessar ferðir
seljast iðulega fyrst upp allra ferða
hjá FÍ,“ segir Kolla, eins og hún er
oftast kölluð.
Átta börn tóku þátt í þessari
fyrstu af fimm Laugavegsferðum
deildarinnar þetta sumarið og
með þeim voru sex mömmur, fjórir
pabbar og tvær ömmur. Kolla segir
undirbúninginn hafa verið frekar
einfaldan. „Hver fór í göngur á eigin
vegum, við fórum svo í eina göngu
saman stuttu fyrir brottför. Annars
er flóknasti undirbúningurinn yfir-
leitt að pakka niður fyrir svona ferð,
bæði fatnaði og mat. Okkur finnst
við oft þurfa svo mikið en notum
svo bara hluta þegar á reynir.“
Flestir koma sjálfum sér á óvart
Ferðin var farin á fjórum dögum.
Fyrsta daginn var ekið frá Reykja-
vík í Landmannalaugar og þaðan
gengið í Hrafntinnusker. Á öðrum
degi gengið í Hvanngil og þeim
þriðja þaðan í Emstrur. Á síðasta
deginum gekk hópurinn svo frá
Emstrum í Langadal, þar sem gist
var eina nótt í Skagfjörðsskála.
Börnin voru á aldrinum níu til
f immtán ára og gengu á bilinu
fimm til sjö og hálfa klukkustund
úr skála í skála með nestis- og rús-
ínupásum og segir Kolla stemning-
una hafa verið góða. „Mér heyrðist
að minnsta kosti hluti þeirra ræða
það á síðasta göngudegi að þau
vildu ekki að ferðin væri að klár-
ast.“
Aðspurð um áskoranirnar segir
Kolla sumum hafa þótt óþægilegt
að vaða ár, öðrum hafi þótt óþægi-
legt að sofa í sama rými og nítján
manns. „En öll, bæði börn og full-
orðnir, fóru út fyrir sinn ramma á
einn eða annan hátt og stækkuðu
þannig sjálfið. Ég held að flest komi
sér pínu á óvart í svona ferðum því
við getum yfirleitt mun meira en við
höldum og allra mest komu krakk-
arnir fullorðna fólkinu á óvart.
Þau eru svo ótrúleg, full af orku og
gleði. Það gerist líka eitthvað þegar
þau hitta aðra krakka og kynnast,
þá hætta þau að pæla í því sem þau
myndu kannski annars kvarta yfir
ef þau væru bara með mömmu og
pabba."
Leitin að rauðu derhúfunni
Árni, eiginmaður Kollu, týndi rauðri
derhúfu sinni í upphafi göngunnar
en morguninn eftir gekk hópurinn
fram hjá erlendum ferðamanni,
alsælum með húfuna á hausnum.
„Húfan fylgdi okkur svo á ferða-
laginu því maðurinn var á sama
hraða og gisti á sömu stöðum og við.
Þetta vakti mikla kátínu í hópnum
og varð það að hálfgerðu sporti að
finna hvar húfan væri niðurkomin
þá stundina. Nokkrir krakkanna
úr hópnum tóku svo fjörið aðeins
lengra þegar þau höfðu uppi á
manninum í Emstrum, eftir tals-
verð spæjarastörf, og fengu mynd
af sér og honum með fínu rauðu
húfuna á höfðinu. Við enduðum
svo á því að gista í sama skála og
þessi ágæti maður í lok ferðarinnar
og fengum þannig vissu fyrir því að
húfan hefði komist Laugaveginn á
enda, þó vissulega hafi hún setið á
Vildu ekki að ferðin kláraðist
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Kollu, sem hér er með Helenu og Árna, fannst liggja beinast við að fjölskyldan fararstýrði saman þó hún sé eini fjallagarpurinn innan hennar. MYNDIR/AÐSENDAR
Kolla segir töluvert meira fjör í skálunum þegar göngumenn eru ungt fólk.
Þessar göngukonur eru augljóslega vel búnar og tilbúnar í hvað sem er.
öðru höfði en upphaflega var áætl-
að,“ rifjar Kolla upp og hlær.
Krakkarnir strunsuðu á undan
Kolla fór í fyrsta sinn í skipulagða
ferð með börnum og aðspurð um
hvað hafi verið ólíkt, segist hún
fyrirfram hafa talið að þau væru
hægari en fullorðnir göngumenn
en svo hafi aldeilis ekki verið.
„Krakkarnir strunsa á undan og
við fullorðna fólkið þurftum stund-
um að gefa í til að halda í við þau.
Það eru kannski helst spurning-
arnar sem ég fæ á göngu. Fullorðnir
spyrja sjaldnar hvað séu margir
kílómetrar í stóru ána eða Helvítis
brekkuna, bröttu brekkuna sem
þarf að fara niður áður en komið
er að Álftavatni, en okkur fannst
nafnið við hæfi líkt og Helvítis gjáin
í Ronju Ræningjadóttur. Það er líka
yfirleitt aðeins rólegra í skálanum
þegar þar er bara fullorðið fólk,“
segir hún í léttum tón.
Dóttirin ekki upprifin í byrjun
Eins og fyrr segir voru eiginmaður
og dóttir Kollu með í för en henni
fannst það liggja beinast við að far-
arstjórnin væri í höndum fjölskyldu
enda um fjölskylduferð að ræða.
„Þau stunda hvorugt fjallgöngur
að neinu ráði en Árni var strax til
í þetta, Helena var minna spennt.
Henni fannst það ekki góð hug-
mynd að þurfa að labba í fjóra daga
og það með einhverju fólki sem hún
þekkti ekki neitt. Það var þó örlítil
sárabót að ein af ömmum hennar
og frænka á svipuðu reki skráðu sig
í ferðina,“ segir Kolla.
„Þegar styttist í brottför jókst
spennan aðeins, enda er oft mjög
gaman að undirbúa svona ævintýri.
Þegar upp var staðið var þetta svo
mjög skemmtilegt, mun skemmti-
legra en hún átti von á. Göngurnar
voru léttari, það var mjög gaman að
vaða ár en skemmtilegast var líklega
að eignast nýja vini. Það var alla-
vega það skemmtilegt að hún er til
í að fara í aðra fjölskylduferð,“ segir
Kolla að lokum. n
22 Helgin 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ