Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 58
Það voru svo margir huggulegir við mig og vildu hjálpa mér að velja fatnað. Þetta var mjög hvetjandi og lýsandi fyrir þann hlýhug sem Íslend- ingar hafa sýnt mér. Ryotaro Suzuki, nýr sendi- herra Japans, er þegar byrjað- ur að læra íslensku og gengur vel að sanka að sér íslenskum fylgjendum á Twitter, þar sem óhætt er að segja að hann hafi bæði slegið í gegn og á hressi- lega strengi. Ryotaro Suzuki hóf störf á Íslandi fyrir rétt rúmum mánuði og segist kunna virkilega vel við sig, eftir stutta dvöl á Íslandi. Hann byrjaði að læra íslensku áður en hann steig fæti á íslenska grund og ekki annað á honum að heyra en vel gangi að aðlagast landi og þjóð. „Ég er búinn að vera í utanríkis- þjónustunni nokkuð lengi. Næstum 40 ár,“ segir Suzuki og bætir við að staða hans á Íslandi sé sú áttunda sem hann tekur erlendis. „Ég hef meðal annars verið í löndum eins og Svíþjóð og Kanada þannig að veðrið hérna og loftslagið truflar mig ekki neitt. Þótt það sé mjög ólíkt Japan þar sem eru regntímabil og frekar heitt og rakt,“ segir sendiherrann og hlær. „Þetta er búið að vera ósköp huggulegt. Ég þurfti vitaskuld að eyða fimm dögum í sóttkví þar sem ég hafði ekki verið bólusettur,“ segir hann og hlær. „En þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og forsetinn og það fólk hjá því opinbera sem ég hef hitt hingað til hefur verið mjög almennilegt við mig. Eins og í raun íslenskur almenningur líka,“ segir sendiherrann og víkur að íslensku- námi sínu. Íslenskar áherslur í Tókýó „Ég er búinn að læra nokkur orð og nokkrar kveðjur. Ég var með góðan kennara í Japan áður en ég kom hingað,“ segir sendiherrann, sem leitaði til sendiráðs Íslands í Tókýó þar sem hann fékk góða aðstoð við að átta sig á helstu undirstöðum í íslenskum framburði. Hann bendir jafnframt á að vita- skuld skipti ekki sköpum fyrir hann sem sendiherra að læra tungumálið, þar sem á Íslandi sé eðlilegt og algengt að eiga samskipti á ensku. „Japanskir diplómatar eru ekki undirbúnir með tungumálanámi og það er í raun eitt af áhugamálum mínum að læra íslensku og ég reyni að sinna því eins og ég mögulega get.“ Tístir af einlægni Fljótlega eftir að Suzuki kom til landsins byrjuðu einlægar, opnar og skemmtilegar Twitter-færslur hans að vekja athygli og hafa borið hróður hans um landið og miðin á skömmum tíma. „Ég er fyrsti japanski sendiherr- ann á Íslandi sem er með opinberan Twitter-reikning og ég held mér gangi ágætlega. Sérstaklega í ljósi þess að ég er rétt búinn að vera hérna í mánuð,“ segir Suzuki og hlær eins og honum virðist mjög eðlislægt. Enda hefur þú vakið nokkra aðdáun fyrir hversu virkur og ein- lægur þú ert á Twitter. „Takk fyrir það, kærlega,“ segir Suzuki og bendir á að hann hafi byrjað á samskiptaforritinu fyrir aðeins örfáum mánuðum. „Ég reyni að vera eins slakur og ég get og fólki virðist líka það vel,“ segir sendi- herrann og hlær. „Til að byrja með var ég ekki með marga fylgjendur, en eftir að ég kom hingað virðast margir hafa fengið áhuga á þessu ferðalagi mínu hérna á Íslandi. Það hefur í raun komið mér skemmtilega á óvart hversu talan hækkar hratt,“ segir Suzuki, sem er kominn með vel yfir 2.400 fylgjend- ur og bætir við að það hafi komið sér á óvart að sjá ráðherra í ríkisstjórn Íslands þar á meðal. Sandalar og hlýhugur Og talandi um íslenska ráðherra þá vakti nýlegt tíst Suzuki um fund hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra athygli, rataði í fjölmiðla og vakti víða kátínu. Ekki síst þar sem sendiherrann hafði sérstaklega orð á því hversu hávaxinn og myndarlegur f jár- málaráðherra Íslands væri. „Hann er mjög huggulegur og geðþekkur náungi, eins og ég tísti reyndar um,“ segir Suzuki. S end i her r a n n va k t i f y r st almenna athygli með tísti sem fór víða, þegar hann óskaði eftir ábend- ingum um hvernig best væri fyrir hann að klæða sig upp fyrir götu- grill sem honum hafði verið boðið í. „Það voru svo margir huggulegir við mig og vildu hjálpa mér að velja fatnað. Þetta var mjög hvetjandi og lýsandi fyrir þann hlýhug sem Íslendingar hafa sýnt mér,“ segir sendiherrann og hlær. Suzuki var meðal annars bent á að mæta í götugrillið á sandölum, en hann hafnaði því tískuráði mjög eindregið. „Það var nú bara grín,“ hlær Suzuki. „Í fyrsta lagi á ég ekki sandala, þannig að þetta var aldrei valkostur. En þetta var skemmtilegt og ég fékk mörg góð ráð.“ Fróðlegur nágrannafundur Sendiherrann segir að Ísland og Íslendingar hafi enn og aftur komið honum ánægjulega á óvart í sjálfu götugrillinu, þar sem hann áttaði sig á að talsverður fjöldi gesta og nágranna hans hafa mikil og marg- vísleg tengsl við Japan. „Þarna fékk ég tækifæri til að ræða við nágranna mína og enn og aftur kom það mér skemmtilega á Sultuslakur sendiherra slær í gegn á Twitter Ryotaro Suzuki er nýr sendi- herra Japans á Íslandi en hann hefur á undra- skömmum tíma stimplað sig hressilega inn í huga og hjörtu fjölmargra Íslendinga með opinskáum og einlægum Twitter-færslum um kynni sín af landi og þjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Suzuki er að sjálfsögðu búinn að kíkja á gosstöðvarnar og færði þá heimsókn auðvitað til bókar á Twitter. MYND/RYOTARO SUZUKI Sendiherrann tísti um fund sinn með fjármálaráðherra sem hann lýsir sem „huggulegum náunga“. MYND/RYOTARO SUZUKI Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is óvart hversu margir voru vingjarn- legir í garð japansks diplómata. Síðan virtust svo margir hafa teng- ingar eða tengsl við Japan,“ segir Suzuki sem komst, sér til nokk- urrar furðu, að því að fjöldi fólks í Reykjavík hefur ýmist persónuleg eða viðskiptaleg tengsl við landið hans. „Japan er fjarlægt land, en við erum samt mjög nálæg.“ Suzuki segir sendiherrastarfið á Íslandi óneitanlega þægilegt, enda samskipti ríkjanna vinsamleg og góð. Þá segist hann aðspurður von- ast til þess að fá að vera eins lengi og mögulegt er á Íslandi. „Allir diplómatar verða auð- vitað að koma og fara. Sendiherra Bretlands, sem er að vísu á förum í ágúst, var hérna í fimm ár. Ef ég gæti verið hérna í fimm ár yrði ég mjög ánægður. Ef ég næ því get ég líka farið að tala íslensku í viðtölum,“ segir Ryotaro Suzuki. Og hlær. n stod2.is LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.