Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 44
Einna mest hefur
íslenskan gefið eftir í
ferðaþjónustunni hér á
landi. Þar má heita að
hún sé á hröðu undan-
haldi.
ÚT FYRIR KASSANN FRÉTTABLAÐIÐ
Höfundur er
sjónvarpsstjóri
Hringbrautar,
sem rekin er af
Torgi, sem jafn-
framt gefur út
Fréttablaðið.
17. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Það er vegið að íslenskunni, jafnt af
víðavangi sem og úr launsátri. Og
þótt styrjöld eigi ekki endilega við
í þessum efnum er orrustan augljós.
Það er barist um tungumálið. Og
bæði orð og merking liggja í valnum.
Einna mest hefur íslenskan gefið
eftir í ferðaþjónustunni hér á landi.
Þar má heita að hún sé á hröðu und-
anhaldi. Þetta kemur skýrt fram í
nýrri rannsókn á vegum ferðamála-
deildar Háskólans á Hólum í Hjalta-
dal og Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum, þar sem mat
var lagt á stöðu íslenskrar tungu
í atvinnugreininni, eftir að f lóð-
bylgja erlendra ferðamanna gekk
yfir landið á árunum 2018 og 2019.
Rannsóknin bendir til að fólk í
ferðaþjónustu telji að enska verði að
vera ráðandi tungumál í greininni
og að „færri en f leiri sjái ástæðu
til þess að nota íslensku meðfram
ensku“, eins og segir þar orðrétt.
Ástæðuna megi rekja til mikils
fjölda innflutts vinnuafls í þessari
vaxandi atvinnugrein. „Vegna erfið-
leika við að manna allar stöður með
íslenskum starfsmönnum myndað-
ist mikil þörf fyrir erlent starfsfólk.
Við það breyttust samskipti við
þjónustufólk í framlínunni þannig
að í langflestum tilvikum heyrðist
töluð enska en íslenska heyrðist
sjaldnar,“ segja skýrsluhöfundarnir.
Landsmenn kynntust þessu síð-
asta sumar þegar þeir ferðuðust á
heimaslóðum sem aldrei fyrr. Og
þótt erlendir ferðamenn hafi þá
vart sést á landinu blasti breytingin
við, hvar sem landinn drap niður
fæti. Enskan virtist víða vera fyrsti
kostur í samtölum yfir búðarborðið.
Og nefnd hafa verið af káraleg
dæmi þess að íslenskir ferðamenn
hafi ósjálfrátt farið að tala ensku við
afgreiðslufólkið á kaffihúsum, burt-
séð frá því hvort það var íslenskt
eða útlenskt. Það þótti bara ekki
áhættunnar virði að spyrja fyrst á
íslensku.
Og svona er þetta enn, annað árið
í röð sem Íslendingar halda hring-
inn í kringum landið.
Enn skal vitnað til téðrar skýrslu um
tungumálaþróunina í einni helstu
atvinnugreininni á Íslandi. „Enginn
ætti að geta ferðast um Ísland án
þess að komast að því að hér á landi
er talað sérstakt tungumál sem er
ekki enska. Yfirvöld verða að átta sig
á stöðunni og marka ferðaþjónust-
unni málstefnu til framtíðar.“
Þetta eru orð að sönnu. Og þau
eru þörf og tímabær brýning.
Það ætti enda að vera kappsmál
atvinnurekenda í ferðaþjónustunni
að segja erlendu starfsfólki sínu til
í þessum efnum, alltént að hvetja
það til að temja sér algengustu setn-
ingarnar sem fara á milli manna á
heimamálinu. Annað er ekki boð-
legt.
Og það er léleg landkynning að
hampa ekki einni helstu sérstöðu
lands og þjóðar, tungumálinu.
En reynslusögurnar eru til vitnis
um algert metnaðarleysi í þessum
efnum. Og nægir svo sem að nefna
eina þeirra, svo dæmigerð sem hún
er, en góður vinur minn og gamall
vinnufélagi kvaðst hafa óttast um
hökuna sína á dögunum, eftir heim-
sókn á kaffihús, svo harkalega féll
hún í átt að gólfinu eftir samtal við
kaffibarþjón:
- Einn espresso, takk?
- In english, please!
- One espresso, please?
- Esspresso?
- Yes please, one espresso!
- Okay, thanks, Im following you
now …
Og er nema von að maður verði
hvumsa þegar starfsfólk – og skiptir
hér þjóðernið engu máli – kunni
ekki einu sinni að telja upp að
einum, vinnandi við það allan lið-
langan daginn að afgreiða einn eða
tvo bolla af kaffi.
Sjálfur hef ég átt því láni að fagna
að ferðast með fjölda erlendra gesta
um Ísland – og niðurstaðan í öllum
tilvikum er sú sama. Þeir hrífast
allt í senn af náttúrunni, sögunni,
menningunni og tungunni. Og
hvað það síðastnefnda varðar vilja
þeir yfirleitt reyna sjálfir fyrir sér í
framsögninni, svo hrifnir sem þeir
eru af þessu kostulega og kynjótta
tungumáli sem lifði af einangrun
aldanna úti í miðju Atlantshafi,
jafnt í munnmælasögum, kynslóð
fram af kynslóð, sem og á blöðum
heimsbókmenntanna.
Margir þessara útlendinga sem
koma af meginlandi Evrópu þekkja
vart annað en að veitingamenn og
annað það fólk sem helst og mest
þjónustar erlenda ferðamenn í
þeirra föðurlandi noti sitt heima-
brúksmál í þeim samskiptum.
Ítalskir þjónar vita að túristinn
vill heyra ítölskuna með hæfilega
góðum skammti af líkamstjáningu
og heillandi svipbrigðum. Og þetta
á ekki síður við um franska þjóninn
og þann spænska.
Sjarmi ferðalagsins felst nefni-
lega í sérstöðu hvers lands, því sér-
kennilega og sérviskulega, eða í sem
fæstum orðum, því upprunalega.
Annað er og verður afsláttarupp-
lifun, menningarleti.
Íslendingar geta ekki kennt
útlendingum um hvernig komið er
fyrir tungu þeirra. Þeir hafa verið
einfærir um að þynna hana út, svo
sem í títtnefndri ferðaþjónustu þar
sem enska tungan er ekki einasta að
verða allsráðandi í samtölum heldur
og á upplýsingaskiltum og auglýs-
ingum af öllu tagi. „Enskuvæðing
skiltanna ber þögult vitni um að
íslenskan virðist ekki lengur gjald-
geng sem markaðstungumál ferða-
þjónustunnar,“ segir í rannsókninni
sem vitnað var til hér á undan.
Og Íslendingar eru heldur ekki
nógu vel að sér í eigin tungumáli.
Upp til hópa eru þeir hættir að skilja
fyrri tíma orðatiltæki og eiga orðið
erfitt með að skilja mörg þeirra orða
sem á öldum áður þóttu sjálfsögð í
samtölum manna um daginn og
veginn, veðrin og færðina.
Vitaskuld er málfarið að mörgu
leyti byggt á gömlum atvinnuhátt-
um og úr sér gengnum amboðum
sem sjást ekki lengur nema á minja-
söfnum hringinn í kringum landið.
Og vissulega eru mörg þessara orða
nokkuð fjarlæg.
En það má samt sem áður ekki
vera ásetningur einnar þjóðar að
f letja málið út og veigra sér við að
laða fáheyrð orð fram á tunguna af
ótta við að vera talinn afbrigðilega
háf leygur. Það er nefnilega unun
að heyra fallega, forna íslensku, ell-
egar lesa hana af blaði. Orðgnóttin
er klárlega auðlind.
Og þar er líka komin ein dásamleg-
asta sérstaða okkar eyjarskeggja. n
Áskoranir íslenskunnar
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser@hringbraut.is