Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 12
Það verður að öllum líkindum mikið fjör á KEX Port úti- tónleikunum sem fara fram í dag. KEX hostel fagnar tíu ára afmæli þessa dagana og leggur áfram mikið upp úr lifandi stemningu. Það eru yfir þúsund manns búnir að melda sig á Facebook svo við búumst við heljarinnar partíi,“ segir Óli Dóri, rekstrar- og viðburðastjóri hjá KEX Hostel, um KEX Port útitónleikana sem fara fram þar í dag. „Mætingin hefur allt- af verið mjög góð, en viðburðurinn hefur reyndar ekki verið haldinn í nokkur ár vegna framkvæmda.“ Umrætt port hefur farið í gegnum andlitslyftingu undanfarin ár og segir  Óli Dóri  að nú standi til að halda þar fjölbreytta dagskrá eins og þekktist þar áður. „Það myndaðist frábær stemning hjá okkur þegar við sýndum EM á risaskjá og almennt hefur stemningin í sumar verið mjög góð. Það er kannski ekki skrítið þar sem mér finnst þetta vera eitt glæsi- legasta útisvæðið í Reykjavík.“ Tónleikarnir í dag standa yfir frá klukkan 14 til 24 og koma þar fram einar tíu hljómsveitir og listamenn, auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. „Við verðum að gefa þeim sem mæta fyrst eitthvað að borða og drekka, og svo er það bara stemning frá tvö til miðnættis,“ segir Óli Dóri. Það er ákveðinn hátíðarbragur yfir viðburðinum í ár, þar sem um tíu ár eru liðin síðan KEX hostel var opnað. „Staðurinn var opnaður í apríl 2011 og frá upphafi var lagt upp með að vera með aðeins öðru- vísi gistiheimili,“ segir Óli Dóri. „Þetta átti ekki bara að vera gisti- heimili, heldur líka staður fyrir tón- leika og alls kyns viðburði og KEX hefur þróast í takt við það og er í dag orðið að eins konar menningar- miðstöð. Við bjóðum upp á marga viðburði í viku og hlúum eins og við getum að grasrótinni. Margir af stærstu tónlistarmönnum Íslands tóku sín fyrstu skref hér á KEX.“ Óli Dóri segir að menningarstefna KEX liti einnig út frá sér í kúnna- hóp gistiheimilisins. „Ferðalang- arnir sem koma hingað vilja gista á lifandi stað,“ segir hann. „Þegar ég ferðast sjálfur leita ég alltaf að stöðum þar sem er fólk, lifandi stemningu og viðburðum. Það er svipaður hópur sem við erum að fá hingað til okkar.“ Rétt eins og á öðrum gististöðum landsins hefur líf verið að færast Tíu ára gömlu KEXi fagnað Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir í portinu, sem er nú orðið hið glæsilegasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Óli Dóri segir viðskiptavini KEX sækja í lif- andi stemningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Í sloppinn um síðsumar „Ég er mjög vel stemmdur fyrir KEX Port,“ segir tón- listarmaðurinn Teitur Magnússon, sem kemur fram á KEX Port í dag. „Þetta er skemmtileg hátíð og alltaf vel að henni staðið.“ Teitur er KEXinu vel kunn- ugur og segir hann staðinn hafa tekið stakkaskiptum eftir faraldurinn. „Þetta er orðinn eins konar hverfis- pöbb fyrir mig,“ segir hann. „Það er búið að vera gaman að rölta úr Skipholtinu til að kíkja á tónleika og boltann og svona.“ Sumarið leggst annars vel í Teit, bæði sem listamann og fjölskylduföður. „Eftir KEX Port legg ég land undir fót og kíki á mánudeginum norður á Siglufjörð og þaðan á Græna hattinn á Akureyri á fimmtu- dagskvöldinu,“ segir hann. „Ég spila svo á Innipúkanum um verslunarmannahelgina og fer þaðan að spila í Sól- heimum í Grímsnesi og ætla að taka fjölskylduna með. Ég er svo að gefa út fleiri lög, þar á meðal síðsumarsmellinn Sloppinn, sem er væntan- legur á næstunni.“ KEX Port 2021 14:00 Ingibjörg Turchi 15:00 Gimmi 16:00 Teitur Magnússon 17:00 Kvikindi 18:00 gugusar 19:00 dj. flugvél og geimskip 20:00 Skoffín 21:00 Hipsumhaps 22:00 Birnir 23:00 Andi Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas @frettabladid.is Teitur Magnússon. yfir KEX með auknu streymi ferða- manna, en Óli Dóri segir að þó hafi tekist að halda dampi í faraldrinum. „Við náðum að vera með viðburði hjá okkur í samræmi við sóttvarna- takmarkanir þar sem þetta er svo stór staður,“ segir hann. „Síðasta mánuðinn er þetta þó búið að stór- aukast og í dag er nóg að gerast hjá okkur. Við höfum verið með sumar- tónleikaröð og stefnum á að halda því áfram. Í nóvember verðum við svo með Airwaves-dagskrá, svo þetta heldur allt saman áfram. Við erum rétt að byrja.“ n Þegar ég ferðast sjálfur leita ég alltaf að stöð- um þar sem er fólk, lifandi stemningu og viðburðum. Það er svipaður hópur sem við erum að fá hingað til okkar. HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.