Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 54
Í verkunum er eins og það hafi orðið samruni náttúru og neysluvarn- ings. Leikinn verður rjóminn af pró- grammi Skuggamynda undanfarin 11 ár svo og nokkur íslensk þjóðlög í austrænum búningi. Jörðin dafnar/Earth Abides er yfirskrift sýningar Guðrúnar Töru Sveinsdóttur í Harbinger á Freyjugötu. kolbrunb@frettabladid.is Heiti sýningarinnar er fengið frá vís- indaskáldsögunni Earth Abides eftir George R. Stewart. Bókin kom út árið 1949 og hefur ratað á lista yfir bestu vísindaskáldsögur allra tíma. „Pabbi minn átti þessa bók sem var á lestrarlista hjá honum í skóla í Ameríku. Ég las bókina fyrir nokkr- um árum. Hún fjallar um eyðingu nánast alls mannkyns vegna drep- sóttar. Örfáar manneskjur eru á lífi og í bókinni er því lýst hvernig borgir og náttúra taka við sér og inn á milli eru vísindalegar útskýringar, til dæmis á því hvað verði um hundana, rotturnar, kakkalakkana og vatns- virkjanirnar. Þessi bók hefur haft sterk áhrif á mig og listsköpun mína,“ segir Guðrún Tara. Á sýningunni í Harbinger sýnir hún fjölda skúlptúra. Þeir eru flestir gerðir úr gifsafsteypum af umbúða- pakkningum, lituðum með textíl- litum, en einnig er að finna í þeim tau, steina og önnur náttúruefni. „Ég er mamma og listin verður meðal annars til úr efnum sem finnast á heimilinu. Ég er með algjöra söfn- unaráráttu og sonur minn finnur oft líka flotta hluti og kemur heim með þá,“ segir Guðrún Tara. Iðnaður og neysla Margir hlutanna koma einnig úr gönguferðum hennar á bersvæðum og fjöruferðum með hundinn sinn, hlutir sem hún segir stundum vera erfitt að meta hvort séu af náttúr- unnar hendi eður ei. „Mér finnst ég vera í sporum eins konar fram- tíðarmanneskju sem hefur auga fyrir skrýtnum og skemmtilegum hlutum. Í verkunum er eins og það hafi orðið samruni náttúru og neysluvarnings.“ Uppruni efna, vinnsla þeirra og afdrif í umhverfinu eru Guðrúnu Töru hugleikin. „Ég lærði bæði fata- hönnun og myndlist og nota oft gifs og textíl við gerð verkanna. Allt sem ég geri hefur vísanir í iðnað og neyslu.“ Í stað hefðbundinna stöpla hefur Guðrún Tara kosið að koma verk- unum fyrir á stöplum úr viðar- drumbum og grjóti. Þannig verður skírskotunin til náttúrunnar enn skýrari en ella. Sterk samfélagsvitund Verkin á sýningunni, þar sem iðnað- arvarningur er áberandi, hljóta að minna áhorfandann á að maðurinn er að menga jörðina „Þetta á líka að minna á það að ef við hverfum þá mun jörðin halda áfram að finna sína leið til að vera til.“ Spurð hvort hún sé pólitískur listamaður segir Guðrún Tara: „Já, og ég hef barist fyrir því að það sé kúl. Það er ekki auðvelt því þetta er viðkvæmt fyrir fólki, líka innan myndlistarinnar. Ég tel mig vera á óræðu svæði þar sem pólitíkin er ekki æpandi, en drif krafturinn í öllu sem ég geri er sterk samfélags- vitund.“ Sýning hennar í Harbinger stend- ur til 21. ágúst og opið er í Harbin- ger föstudaga og laugardaga á milli klukkan 14 og 17. n Í sporum framtíðarmanneskju Allt sem ég geri hefur vísanir í iðnað og neyslu, segir Guðrún Tara. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Verkin eru á stöplum úr viðardrumbum og grjóti. kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 18. júlí kl. 16 mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans halda tónleika í Hallgríms- kirkju í Saurbæ, Hvalfirði, en þetta er í þriðja sinn sem hljómsveitin leikur í kirkjunni. Hljómsveitin leikur tónlist frá Suðaustur-Evrópu sem oft nefnist balkantónlist, en sú tónlist er annáluð fyrir dulúð og til- finningahita. Hljómsveitin hefur verið starf- rækt í 11 ár og leikið á yfir 400 við- burðum á Íslandi en einnig á tón- listarhátíð í Norður-Makedóníu sem og komið fram í Færeyjum. Skuggamyndir hafa gefið út tvo geisladiska í fullri lengd og eina rafræna stuttskífu. Leikinn verður rjóminn af prógrammi Skugga- mynda undanfarin 11 ár svo og nokkur íslensk þjóðlög í austrænum búningi. Hljómsveitina skipa þeir Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson. n Skuggamyndir í Saurbæ Skuggamyndir frá Býsans halda tón- leika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. stod2.is MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.