Fréttablaðið - 17.07.2021, Side 54

Fréttablaðið - 17.07.2021, Side 54
Í verkunum er eins og það hafi orðið samruni náttúru og neysluvarn- ings. Leikinn verður rjóminn af pró- grammi Skuggamynda undanfarin 11 ár svo og nokkur íslensk þjóðlög í austrænum búningi. Jörðin dafnar/Earth Abides er yfirskrift sýningar Guðrúnar Töru Sveinsdóttur í Harbinger á Freyjugötu. kolbrunb@frettabladid.is Heiti sýningarinnar er fengið frá vís- indaskáldsögunni Earth Abides eftir George R. Stewart. Bókin kom út árið 1949 og hefur ratað á lista yfir bestu vísindaskáldsögur allra tíma. „Pabbi minn átti þessa bók sem var á lestrarlista hjá honum í skóla í Ameríku. Ég las bókina fyrir nokkr- um árum. Hún fjallar um eyðingu nánast alls mannkyns vegna drep- sóttar. Örfáar manneskjur eru á lífi og í bókinni er því lýst hvernig borgir og náttúra taka við sér og inn á milli eru vísindalegar útskýringar, til dæmis á því hvað verði um hundana, rotturnar, kakkalakkana og vatns- virkjanirnar. Þessi bók hefur haft sterk áhrif á mig og listsköpun mína,“ segir Guðrún Tara. Á sýningunni í Harbinger sýnir hún fjölda skúlptúra. Þeir eru flestir gerðir úr gifsafsteypum af umbúða- pakkningum, lituðum með textíl- litum, en einnig er að finna í þeim tau, steina og önnur náttúruefni. „Ég er mamma og listin verður meðal annars til úr efnum sem finnast á heimilinu. Ég er með algjöra söfn- unaráráttu og sonur minn finnur oft líka flotta hluti og kemur heim með þá,“ segir Guðrún Tara. Iðnaður og neysla Margir hlutanna koma einnig úr gönguferðum hennar á bersvæðum og fjöruferðum með hundinn sinn, hlutir sem hún segir stundum vera erfitt að meta hvort séu af náttúr- unnar hendi eður ei. „Mér finnst ég vera í sporum eins konar fram- tíðarmanneskju sem hefur auga fyrir skrýtnum og skemmtilegum hlutum. Í verkunum er eins og það hafi orðið samruni náttúru og neysluvarnings.“ Uppruni efna, vinnsla þeirra og afdrif í umhverfinu eru Guðrúnu Töru hugleikin. „Ég lærði bæði fata- hönnun og myndlist og nota oft gifs og textíl við gerð verkanna. Allt sem ég geri hefur vísanir í iðnað og neyslu.“ Í stað hefðbundinna stöpla hefur Guðrún Tara kosið að koma verk- unum fyrir á stöplum úr viðar- drumbum og grjóti. Þannig verður skírskotunin til náttúrunnar enn skýrari en ella. Sterk samfélagsvitund Verkin á sýningunni, þar sem iðnað- arvarningur er áberandi, hljóta að minna áhorfandann á að maðurinn er að menga jörðina „Þetta á líka að minna á það að ef við hverfum þá mun jörðin halda áfram að finna sína leið til að vera til.“ Spurð hvort hún sé pólitískur listamaður segir Guðrún Tara: „Já, og ég hef barist fyrir því að það sé kúl. Það er ekki auðvelt því þetta er viðkvæmt fyrir fólki, líka innan myndlistarinnar. Ég tel mig vera á óræðu svæði þar sem pólitíkin er ekki æpandi, en drif krafturinn í öllu sem ég geri er sterk samfélags- vitund.“ Sýning hennar í Harbinger stend- ur til 21. ágúst og opið er í Harbin- ger föstudaga og laugardaga á milli klukkan 14 og 17. n Í sporum framtíðarmanneskju Allt sem ég geri hefur vísanir í iðnað og neyslu, segir Guðrún Tara. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Verkin eru á stöplum úr viðardrumbum og grjóti. kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 18. júlí kl. 16 mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans halda tónleika í Hallgríms- kirkju í Saurbæ, Hvalfirði, en þetta er í þriðja sinn sem hljómsveitin leikur í kirkjunni. Hljómsveitin leikur tónlist frá Suðaustur-Evrópu sem oft nefnist balkantónlist, en sú tónlist er annáluð fyrir dulúð og til- finningahita. Hljómsveitin hefur verið starf- rækt í 11 ár og leikið á yfir 400 við- burðum á Íslandi en einnig á tón- listarhátíð í Norður-Makedóníu sem og komið fram í Færeyjum. Skuggamyndir hafa gefið út tvo geisladiska í fullri lengd og eina rafræna stuttskífu. Leikinn verður rjóminn af prógrammi Skugga- mynda undanfarin 11 ár svo og nokkur íslensk þjóðlög í austrænum búningi. Hljómsveitina skipa þeir Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson. n Skuggamyndir í Saurbæ Skuggamyndir frá Býsans halda tón- leika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. stod2.is MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.