Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 18
n Skotsilfur Fyrsta lystisnekkjan í ár mætt til Lundúna Lystisnekkjan Triple Seven, sem er í eigu rússneska auðkýfingsins Alexander Abramov, sigldi niður ána Thames í Lundúnum í byrjun vikunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem lúxussnekkja heimsækir borgina í ár, en miklar samkomutakmarkanir hafa verið í Bretlandi vegna Covid-19. Báturinn var boðinn til sölu í fyrra á 38 milljónir evra, jafnvirði 5,6 milljarða króna. Roman Abramovich, eigandi breska knattspyrnuliðsins Chelsea, er viðskiptafélagi Abramovs. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Skörp hækkun hefur mælst á fast- eignaverði að undanförnu. Ein augljós skýring þess er vaxtalækk- anir Seðlabankans sem var ætlað að auðvelda heimilum og fyrirtækjum fjármögnun til neyslu og fjárfest- ingar í einum dýpsta samdrætti sögunnar. Þá hafa umtalsverðar launahækkanir raungerst á sama tíma sem hefur aukið á eftirspurn- arþrýstinginn. Íbúðum í byggingu hefur hins vegar farið fækkandi. Allt hefur þetta leitt til þess að árstaktur verðhækkana á höfuðborgarsvæð- inu mælist nú um 10% að raunvirði. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei reynst hærra Þó að fasteignaverð hafi hækkað að undanförnu er ekki þar með sagt að heimilum reynist almennt erfiðara að kaupa húsnæði en áður, enda hefur hlutfall fyrstu kaupenda á markaði aldrei verið hærra. Vísitala húsnæðiskostnaðar, sem tekur tillit til markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, launa og vaxtastigs, gefur raunar til kynna að nokkuð auðveldara sé að festa kaup á fasteign nú en í hækk- unarfasanum sem átti sér stað fyrir 3-5 árum. Þá mældist árstaktur raunverðshækkana á bilinu 10-25% þó vaxtastig hafi verið töluvert hærra. Fasteignaverð hækkaði veru- lega umfram laun og ljóst mátti vera að mikill skortur hafði myndast á markaðinum eftir margra ára tíma- bil frosts í íbúðafjárfestingu. Síðan þá hefur framboð íbúða aukist umtalsvert en nú hafa myndast vís- bendingar um framboðsskort á ný. Eignir staldra stutt við á söluskrá. Samdráttur mælist í fjölda íbúða í byggingu samkvæmt nýjustu taln- ingu Samtaka iðnaðarins og ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í fjögur ár. Aðgerðir yfirvalda beinast að eftirspurnarhlið Þó að aðstæður til fasteignakaupa hafi um margt verið góðar að undanförnu, eins og mikil velta ber vitni um, er tilefni til að staldra við. Vaxtastig er sögulega lágt og sú hætta er fyrir hendi að nýtt vaxta- hækkunarferli, sem þegar gæti verið hafið, þyngi greiðslubyrði skuld- settra fasteignaeigenda og skapi þeim vandræði þegar fram í sækir. Einnig er hætta á því að einhverjir fari að veðja á áframhaldandi íbúða- verðshækkanir og freistist til að skuldsetja sig um of, sem ýtir undir bólumyndun. Það er ekki síst þess vegna sem Seðlabankinn ákvað nú á dögunum að lækka hámark veð- setningarhlutfalls fasteignalána til neytenda úr 85% í 80%, að undan- skildum fyrstu kaupendum sem munu áfram geta fengið lán fyrir allt að 90% af markaðsverði fasteignar. Aðgerðir yfirvalda til að hafa áhrif á fasteignamarkað beinast yfirleitt að eftirspurnarhliðinni enda er það f ljótvirkari leið til að hafa áhrif á markaðinn heldur en aðgerðir sem beinast að framboðs- hlið. Ekki má hins vegar vanmeta þau áhrif sem stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, geta haft á framboðs- hliðina. Byggingarkostnaður óþarflega hár Byggingarkostnaður íbúðarhús- næðis er einn sá mesti í Evrópu og nær helmingi meiri en að meðal- tali í Evrópusambandslöndum. Margvíslegar skýringar liggja þar að baki. Samkvæmt nýlegri úttekt OECD voru gerðar 316 tillögur til úrbóta á lagaumgjörð fyrir íslenska byggingariðnaðinn. Má þar nefna tillögur til: einföldunar á leyfis- veitingum, skilvirkara ferlis við breytingar á skipulagsákvörð- unum sveitarfélaga, breytinga á byggingarreglugerð sem eykur svigrúm hönnuða til að leita skap- andi lausna og breytinga á lögum um löggiltar starfsgreinar. Ísland er í 72. sæti af 185 þegar kemur að skilvirkni við öflun byggingaleyfa samkvæmt Alþjóðabankanum. Af þessum niðurstöðum má vera ljóst að fjölmargar hindranir eru í vegi framkvæmdaaðila í byggingariðn- aði sem tefja framkvæmdaferlið og auka byggingarkostnað. Hér geta yfirvöld gert betur. Fleiri þætti má nefna. Stefna sveitarfélaga varðandi framboð og úthlutanir lóða þarf að liggja ljós fyrir. Aukin rafræn þjónusta þegar kemur að hvers kyns gagnaskilum til skipulagsyfirvalda er augljós og tímabær umbót sem gæti hraðað framkvæmdaferlinu verulega og minnkað kostnað. Að auki má nefna að skortur hefur verið á rauntíma- gögnum um byggingu íbúðarhús- næðis svo hægt sé að meta betur húsnæðisþörf hverju sinni og bregðast tímanlega við markaðsað- stæðum. Því ber að fagna fyrirætl- unum stjórnvalda um nýja mann- virkjaskrá sem ætlað er að veita áreiðanlegar rauntímaupplýsingar um mannvirkjagerð og stöðu á hús- næðismarkaði. Skilvirkt framkvæmdaferli varðar almannahagsmuni Það er áhyggjuefni að íbúðafjár- festing sé að dragast saman á ný á meðan íbúðaverð hækkar ört. Vaxtalækkanir Seðlabankans voru rökrétt og eðlilegt skref í efna- hagssamdrætti þótt þær hafi haft fyrirsjáanleg áhrif til hækkunar eignaverðs. Til að gera umbætur sem lækka byggingarkostnað þurfa yfirvöld hins vegar að bregðast við þeim ábendingum sem ítrekað hafa komið fram á undanförnum árum, nú síðast frá OECD. Sú umgjörð sem yfirvöld hafa mótað fyrir byggingariðnaðinn er óskilvirk, tímafrek og kostnaðar- söm. Allar hindranir sem hamla því að framkvæmdaaðilar geti brugðist tímanlega og haganlega við mark- aðsaðstæðum magna sveiflur, ýta undir óstöðugleika og auka þannig íbúðakostnað sem getur svo valdið ólgu á vinnumarkaði. Fasteignaverð hér á landi er hærra en það þyrfti að vera. Úr því má bæta ef viljinn er fyrir hendi. n Má bjóða þér lægri húsnæðiskostnað?  Anna Hrefna Ingimundar- dóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins. Byggingarkostnaður 2019; Verðvísitala (ESB-28=100) N or ðu r- M ak ed ón ía 30 32 3 6 40 40 42 42 45 49 5 2 53 54 60 6 1 61 61 6 3 65 65 67 6 8 77 8 0 88 9 1 10 0 10 1 10 2 11 9 12 4 12 5 13 1 13 9 14 1 14 4 14 8 15 0 18 2 Ty rk la nd Se rb ía Al ba ní a +44% Sv ar tf ja lla la nd Rú m en ía Kr óa tí a Sl óv en ía Bú lg ar ía U ng ve rja la nd Pó lla nd Le tt la nd G rik kl an d Li th áe n Té kk la nd Sl óv ak ía Ký pu r Ei st la nd Po rt úg al M al ta Sp án n Ít al ía Br et la nd Fr ak kl an d ES B- 28 Be lg ía Írl an d Au st ur rík i Lú xe m bo rg Fi nn la nd H ol la nd D an m ör k Sv íþ jó ð Ís la nd Þý sk al an d N or eg ur Sv is s Bo sn ía o g H er se gó ví na Byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, benti á það á Twitter-síðu sinni í vikunni að Sjálfstæðismenn ættu frekar að hafa áhyggjur af afkomu ríkissjóðs en borgarsjóðs, enda væri fyrrnefndi sjóðurinn verr staddur og verið rekinn með 42 milljarða halla 2019. Svona fyrir utan að ríkis- og borgarsjóðir eru í grundvallaratriðum ólíkir hlutir – meðal annars með tilliti til tekjuöflunarmöguleika – þá stökk fjármálaráðherra til og benti á að afgangur hefði verið á rekstri ríkissjóðs 2019 eða alls 42 milljarðar. Dagur þakkaði leiðréttinguna og vísaði í ranga umfjöllun hagdeildar Landsbankans sem skýringu á misskilningnum. Næsta mál. n Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitors. Íslensk kortaþjónusta er á tímamótum. Á innan við tveimur árum hafa öll þrjú kortafyrirtækin – Valitor, Borgun og Korta – verið seld fyrir hátt í tuttugu milljarða og í öllum tilvikum var eignarhaldið fært frá innlendum eigendum til erlendra. Forsvarsmenn Rapyd, sem tók yfir Korta, segjast ætla að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunar hjá alþjóðlegu samstæðunni og gera fyrirtækið að einum „stærsta alþjóðlega vinnuveitanda landsins“. Vonandi ganga áformin eftir en tilefni er til að stilla væntingum í hóf í ljósi þessi hvernig Salt, áður Borgun, hefur hagað starfsemi sinni hér á landi. Forsvarsmenn Salts voru fullyrðingaglaðir eftir kaupin í fyrra, en nú virðist sem umsvifin fari minnkandi og starfsmönnum fækkandi. n Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins. Samkeppnis- eftirlitið á það til að glíma við rörsýni. Í nýútkominni markaðsgreiningu þess kom fram að það horfi einungis á samkeppnina um sölu íslenskra hljóðbóka, en að starfsmennirnir kæri sig kollótta um erlenda samkeppni. Þess vegna hafði Storytel 95-100 prósenta markaðshlutdeild 2019. Þessi þröngsýni hefur afleiðingar, en Storytel hætti við kaupin á Forlaginu í kjölfar frummats eftirlitsins á samkeppnisáhrifum. Íslenskar hljóðbækur eiga í harðri samkeppni við hljóðbækur á erlendri tungu og raunar annað skemmtiefni eins og hlaðvörp. Ef til vill hefðu höfundar Forlagsins og unnendur íslensks máls notið góðs af fjárhagslegum styrk Storytel-samsteypunnar í samkeppninni. n Tímamót Rörsýni eftirlitsins 84 milljarða sveifla MARKAÐURINN6 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.