Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
1 3 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 7 . J Ú L Í 2 0 2 1
Tilraunir ríkisfyrirtækisins
til að koma í veg fyrir að net-
verslun afhendi áfengi beint
af lager hafa enn ekki skilað
árangri. Samkeppnisum-
hverfið gjörbreytist ef slík
starfsemi heldur velli.
thorsteinn@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hefur enn ekki náð að kveða
niður netverslun sem býður upp á
af hendingu á áfengi samdægurs
og lægra verð. Eftir því sem tíminn
líður verður æ líklegra að fleiri fyrir-
tæki fylgi í kjölfarið.
„Ég hef fulla trú á því að þetta
framtak opni augu manna fyrir
því að það er komið að endalokum
núverandi fyrirkomulags á smá-
sölu áfengis þar sem ríkið hefur allt
í hendi sér. Að sú stund sé runnin
upp og ekki verði stigið til baka,“
segir Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu.
Franska fyrirtækið Santewines
SAS, sem er í eigu Arnars Sigurðs-
sonar, opnaði í byrjun maí netversl-
unina sante.is þar sem viðskipta-
vinir geta keypt áfengi og fengið það
afhent af lager hér á landi um leið
og kaupin hafa átt sér stað. Þannig
gat almenningur í fyrsta sinn keypt
áfengi af innlendum vörulager án
milligöngu Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins.
ÁTVR sagðist ætla að leggja fram
kröfu um lögbann á starfsemina og
kærði hana auk þess til lögreglu. Frá
því var greint um miðjan maí og
í ljósi þess að lögbannskröfur eru
aðgerðir til bráðabirgða virðist því
sem ríkisfyrirtækið hafi ekki haft
erindi sem erfiði. Sömuleiðis virðist
ákærusvið lögreglu ekki hafa talið
lagagrundvöll til inngripa. Þá fór
ÁTVR einnig fram á að hafið yrði
áminningarferli hjá Sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu.
„Frekari viðbrögð eru vel hugsan-
leg, enda hefur ÁTVR lýst þeirri ein-
dregnu afstöðu sinni að starfsemi
vefverslananna standist ekki lög
og æskilegt væri að fá staðfestingu
dómstóla á því,“ segir í svari ÁTVR.
Aðspurður segist Andrés eiga von
á því að stór smásölufyrirtæki fylgi í
fótspor Sante.
„Ég held að flestir hafi á tilfinning-
unni að ÁTVR sé óvisst um hvernig
það eigi að bregðast við. Fyrstu við-
brögðin voru að fara í hart og krefj-
ast lögbanns á starfsemi Sante. Það
hefur ekki gengið eftir. Það hafa ekki
verið neinar aðgerðir af hálfu sýslu-
manns eða lögreglunnar sem vitað er
um. Eftir því sem tíminn líður þeim
mun meira styrkjast menn í trú um
að ekki verði til baka snúið,“ segir
Andrés. SJÁ MARKAÐINN
Hriktir í stoðum ríkiseinokunar
Ég held að flestir hafi á
tilfinningunni að
ÁTVR sé óvisst um
hvernig það eigi að
bregðast við.
Andrés
Magnússon,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og
þjónustu.
Sjáðu verðið strax á tm.is
Hugsum í framtíð
Þú færð okkar besta verð og getur tryggt
þig og þína á örfáum mínútum á tm.is
hordur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Stjórnendur Alvotech
skoða nú þann valkost að félagið verði
einnig skráð á hlutabréfamarkað á
Íslandi, samtímis skráningu í kaup-
höll í Bandaríkjunum í haust.
Félagið stefnir að því að afla sér um
150 til 175 milljónum Bandaríkjadala
með hlutafjárútboði í aðdraganda
skráningarinnar, sem yrði bæði frá
erlendum og innlendum fjárfestum.
Áætlað er að tilkynna um skráning-
aráform Alvotech vestanhafs í næsta
mánuði, þar sem horft er til annað-
hvort Nasdaq eða NYSE kauphallar-
innar, og að áskriftasöfnun vegna
útboðsins hefjist á komandi vikum.
Ef áform Alvotech um tvískráningu
í Bandaríkjunum og á Íslandi ganga
eftir, verða Landsbankinn og Arion
banki ráðgjafar við skráningarferlið
hér innanlands. SJÁ MARKAÐINN
Alvotech skoðar
skráningu á Íslandi
Ungmenni á vegum Vinnuskólans vinna hér hörðum höndum við að fegra borgina – reyta arfa, stinga upp illgresi auk tilfallandi verkefna. Þessi hressi garðyrkjuflokkur, var við störf á hringtorgi á
mótum Sóleyjargötu og Njarðargötu skammt frá Ráðhúsi Reykjavíkur þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við og smellti mynd af brosandi ungmennum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR