Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 16
ÁTVR hefur lýst þeirri afstöðu sinni að starfsemi vefverslan- anna standist ekki lög og æskilegt væri að fá staðfest- ingu dóm- stóla á því. Úr svari ÁTVR. ÁTVR horfir fram á gjör- breytt samkeppnisumhverfi ef netverslanir geta afhent áfengi beint til neytenda af innlendum lager. Tilraunir ríkisfyrirtækisins til að koma í veg fyrir slíka starfsemi hafa enn ekki skilað árangri. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins gæti séð fram á harða samkeppni á næstu árum jafnvel þó að lagafrum- vörp sem miða að auknu frjálsræði í sölu áfengis nái ekki fram að ganga. Enn sem komið er hefur ríkisfyrir- tækið ekki náð að kveða niður net- verslun sem býður upp á afhend- ingu samdægurs og lægra verð, og eftir því sem tíminn líður verður æ líklegra að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Franska fyrirtækið Santewines SAS, sem er í eigu Arnars Sigurðs- sonar, opnaði í byrjun maí netversl- unina sante.is þar sem viðskipta- vinir geta keypt áfengi og fengið það afhent af lager hér á landi um leið og kaupin hafa átt sér stað. Þannig gat almenningur í fyrsta sinn keypt áfengi af innlendum vörulager án milligöngu Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. ÁTVR brást hart við framtakinu og lagði fram kröfu um lögbann á starf- semina auk þess að kæra til lögreglu. Frá því var greint um miðjan maí og í ljósi þess að lögbannskröfur eru aðgerðir til bráðabirgða virðist því sem ríkisfyrirtækið hafi ekki haft erindi sem erfiði. Sömuleiðis virðist ákærusvið lögreglu ekki hafa talið lagagrundvöll til inngripa. Í byrjun júní tilkynnti ÁTVR starf- semi Sante til Sýslumannsins á höf- uðborgarsvæðinu og krafðist þess að hafið yrði áminningarferli vegna meintra brota Sante sem gæti endað með leyfissviptingu ef fyrirtækið yrði „uppvíst að frekari vanrækslu“. „Einokunarverslun er rekstur sem byggir á valdboði,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines. „Því kemur ekki á óvart að stofnunin leitaði eftir liðsinni frá lögreglu og síðan sýslumanni til að ná nýfengnu valfrelsi af almenningi sem vill haga sinni verslun eftir eigin hentugleika en ekki einokunarinnar.“ Fram kom í rökstuðningi ÁTVR að brýnt væri að sporna strax við þessari starfsemi í ljósi þess að aðrir áfengisbirgjar fylgdust grannt með viðbrögðum hins opinbera og þeir væru reiðubúnir að fylgja í kjölfarið. Haft var eftir forsvarsmanni stórs áfengisinnflytjanda að hann myndi fara sömu leið ef yfirvöld myndu ekki bregðast við. Íslenska félagið Sante ehf. flytur inn áfengi í eigin nafni, selur það til franska félagsins Santewines SAS sem síðan selur það áfram til neyt- enda í gegnum vefverslunina sante. is. Áfengið er svo afgreitt beint af lager í húsnæði Sante ehf., á svoköll- uðum dropp stöðum eða sent heim. Viðskiptin við hið erlenda félag eru að mati ÁTVR „augljós mála- ÁTVR í vandræðum með nýja samkeppni Áfengissala ÁTVR í júní nam um 2.365 þúsundum lítra í samanburði við 2.400 þúsundir lítra árið 2020, sem er um 1,5 prósents minnkun í sölu á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Þorsteinn Friðrik Halldórsson thorsteinn @frettabladid.is myndagerningur“, að því er kemur fram í tilkynningunni sem var send sýslumanni. Augljóst sé að varan yfirgefi ekki lager leyfishafans, Sante ehf., áður en hún er afhent neytendum. „Það er fálmkennt að hengja sig á aukaatriði,“ segir Arnar Sigurðsson. „Þeir sem hafa leyfi til að framleiða eða f lytja inn vín í atvinnuskyni undirgangast skilyrði sem sett eru í áfengislögum og þar stendur skýrt og skorinort að við megum selja áfengi úr landi. Í ákvæðinu er ekki minnst á afhendingu og hvergi er fjallað um lagerhald.“ „Þess má geta,“ bætir Arnar við, „að allar vörur sem einokunar- félagið sjálft selur, millilenda líka í íslenskum vöruhúsum og því alls- endis óskiljanlegt hvernig slíkt geti varðað við lög.“ Arnar bendir á að ÁTVR hafi um nokkurt skeið og „óafvitandi“ búið við samkeppni frá erlendum net- verslunum. MARKAÐURINN4 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.