Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 14
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferð
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
helgivifill@frettabladid.is
Rapyd (áður Korta) hefur breytt
greiðsluskilmálum á þá vegu að fyr-
irtæki fá seinna greitt en áður. Fyrir
breytinguna, sem tilkynnt var við-
skiptavinum hinn 22. júní, fékk við-
skiptavinur, sem vill ekki láta nafn
síns getið, sölu dagsins greidda um
morguninn næsta dag en nú berst
hún við lok vinnudagsins.
Heimildarmenn Markaðarins,
sem koma úr nokkrum áttum, segja
að þessar tafir komi sér illa fyrir
lítil fyrirtæki sem treysti á að nýta
umrædda fjármuni til að standa
straum af kostnaði. Svör frá Rapyd
vegna málsins höfðu ekki borist við
vinnslu fréttarinnar. Í bréfi til við-
skiptavina sagði Rapyd að breyt-
ingin hefði ekki í för með sér mikla
röskun á starfsemi viðskiptavina,
að því er heimildir herma. Rapyd
keypti Valitor af Arion banka á
dögunum.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
k væmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segist ekki þekkja
til atviksins sem um ræðir. Aftur á
móti hafi verið „urgur“ í hans fólki
með einhliða skilmálabreytingar
hjá færsluhirðum í fyrra þegar
Covid-19 heimsfaraldurinn hófst.
Færsluhirðar hafi skyldum að gegna
gagnvart þeim sem selji vöru eða
þjónustu og kortafyrirtækjunum.
Slík fyrirtæki þurfi að vera undir
það búin að viðskiptavinir fari fram
á endurgreiðslu við kortafyrirtæki
til dæmis ef þjónusta sé ekki innt af
hendi af einhverjum ástæðum.
„Við teljum óásættanlegt að
kortafyrirtækin taki upp á því ein-
hliða að halda eftir hluta af greiðsl-
um sem gerðar eru þegar þjónusta
hefur verið veitt. Það mætti líkja
þessu við að kaupa pott af mjólk
í matvöruverslun og greiða með
korti en færsluhirðirinn lætur ekki
alla greiðsluna af hendi fyrr en eftir
fjórar vikur,“ segir Jóhannes Þór.
Hann segir eðlilegt að færslu-
hirðar taki til hliðar hluta af fjár-
hæðinni þegar greitt er fyrirfram,
sá möguleiki sé fyrir hendi að af
viðskiptunum verði ekki og við-
skiptavinir krefjist endurgreiðslu.
„En þegar fólk mætir á hótel, gistir
í tvær nætur og greiðir fyrir í posa
með pin-númeri þá er augljóslega
búið að af henda vöruna. Færslu-
hirðar sjá þegar pin-númer hefur
verið slegið inn og því ætti ekki
að vera neitt vandamál til staðar,“
bætir hann við. ■
Fá seinna greitt frá Rapyd en áður
Við teljum óásættan-
legt að kortafyrirtækin
taki upp á því einhliða
að halda eftir hluta af
greiðslum sem gerðar
eru þegar þjónusta
hefur verið veitt.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar.
hordur@frettabladid.is
Eignir í stýringu íslenskra hluta-
bréfasjóða námu ríflega 123 millj-
örðum króna í lok maímánaðar
og hafa sjóðirnir nær tvöfaldast
að stærð á aðeins einu ári. Miklar
verðhækkanir á hlutabréfamark-
aði – úrvalsvísitalan hefur hækkað
um liðlega 50 prósent á tímabilinu
– skýra meðal annars þá þróun, en
einnig kemur til kraftmikið nettó
innflæði fjárfesta og almennings í
hlutabréfasjóði að undanförnu.
Samfellt innf læði hefur þann-
ig verið í slíka sjóði frá því í júní á
liðnu ári og uppsafnað frá þeim
tíma nemur það meira en 25 millj-
örðum króna, samkvæmt tölum frá
Seðlabanka Íslands.
Eign heimila í hlutabréfasjóðum
hefur á sama tíma aukist og meira en
tvöfaldast en í lok maí nam hún um
41 milljarði króna, eða sem jafngilti
um þriðjungi af heildareignum sjóð-
anna. Fyrir ári nam eign heimilanna
í hlutabréfasjóðum hins vegar upp
undir 29 prósentum af stærð þeirra.
Sama þróun hefur verið uppi
með blandaða sjóði en heildar-
eignir í stýringu þeirra hafa aukist
um liðlega 29 milljarða á tímabil-
inu og voru rúmlega 60 milljarðar
undir lok maímánaðar. Sú aukning
skýrist einkum af miklu nettó inn-
flæði fjárfesta en uppsafnað nemur
það meira en 20 milljörðum króna.
Stærstu eigendur útgefinna hlut-
deildarskírteina í blönduðum sjóð-
um eru heimilin, en hlutdeild þeirra
nemur um 69 prósentum og hefur
aukist lítillega á undanförnu ári.
Velta á hlutabréfamarkaði í
Kauphöllinni hefur aukist veru-
lega að undanförnu en á fyrstu sex
mánuðum þessa árs var hún um
510 milljarðar. Það jafngildir um 57
prósenta aukningu frá sama tíma-
bili fyrir ári. ■
Hlutabréfasjóðir hafa nær
tvöfaldast að stærð á einu ári
41
Eign heimila í íslensk-
um hlutabréfasjóðum
nam um 41 milljarði
króna í lok maí á þessu
ári.
Líftæknifyrirtækið gæti verið
skráð á markað í Kauphöllina
hér heima í haust en áformað
er að sækja um 150 til 175
milljónir dala í gegnum hluta-
fjárútboð. Eiga í viðræðum
við Landsbankann og Arion
banka sem yrðu þá innlendir
ráðgjafar félagsins við skrán-
ingarferli Alvotech.
hordur@frettabladid.is
Stjórnendur líftæknifyrirtækisins
Alvotech skoða nú alvarlega þann
valkost að félagið verði einnig skráð
á hlutabréfamarkað á Íslandi sam-
tímis skráningu í kauphöll í Banda-
ríkjunum næstkomandi haust.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins horfir félagið til þess að
sækja sér um 150 til 175 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði um 18
til 22 milljarða íslenskra króna,
með hlutafjárútboði í aðdraganda
skráningarinnar, sem yrði þá bæði
frá erlendum og innlendum fjár-
festum. Sú fjármögnun kæmi til
viðbótar við um 250 milljónir dala
sem Alvotech hyggst vera búið að
tryggja sér frá erlendum fjárfestum
í gegnum svonefnt sérhæft yfirtöku-
félag (e. SPAC) á bandaríska markað-
inum.
Áætlað er að tilkynnt verði um
skráningaráform Alvotech vestan-
hafs í næsta mánuði og að áskrifta-
söfnun vegna hlutafjárútboðsins
hefjist á komandi vikum, að sögn
þeirra sem þekkja vel til. Stefnt er
að skráningu félagsins í annaðhvort
bandarísku kauphöllina Nasdaq
eða Kauphöllina í New York (NYSE)
sem gæti þá orðið að veruleika í
október á þessu ári.
Ef áform Alvotech um tvískrán-
ingu í Bandaríkjunum og á Íslandi
ganga eftir, verða Landsbankinn og
Arion banki fengnir sem ráðgjafar
við skráningu og hlutafjárútboð hér
innanlands, samkvæmt heimildum
Markaðarins. Bankarnir vinna nú
að því að meta mögulega eftirspurn
frá íslenskum stofnana- og fagfjár-
festum en ljóst þykir að það fjár-
magn sem Alvotech hyggst afla sér í
gegnum slíkt hlutafjárútboð verður
að stærstum hluta frá erlendum
fjárfestum.
Forsvarsmenn Alvotech, sem er
stýrt af Róberti Wessman, stofn-
anda félagsins, sögðust ekki geta
tjáð sig um skráningarferlið á þessu
stigi málsins.
Upphaf lega stóð til af hálfu
stjórnenda Alvotech að skrá félagið
á markað í Asíu, en horfið var frá því
fyrr á árinu og þess í stað einblínt á
Bandaríkjamarkað. Þá ákvörðun
má einkum rekja til uppgangs sér-
hæfðra yfirtökufélaga vestanhafs
en mörg þeirra einblína á yfirtöku
á líftæknifyrirtækjum.
Sú fjármögnun sem Alvotech
stefnir að því að safna sér í gegnum
slíkt yfirtökufélag, verður á sam-
bærilegu gengi og þegar hluti eig-
enda breytanlegra skuldabréfa að
fjárhæð 106 milljóna dala nýttu
rétt sinn til að breyta þeim bréfum
í hlutafé í líftæknifyrirtækinu, sem
verðmat það á jafnvirði um 300
milljarða íslenskra króna. Fram-
kvæmd þess útboðs var í höndum
Morgan Stanley og Arion banka.
Innlendir fjárfestar, sem eru ekki
hluti af stjórnendateymi lyfjafyrir-
tækisins, komu í fyrsta sinn inn í
hluthafahóp Alvotech fyrr í vetur,
þegar félagið sótti sér um 100 millj-
ónir dala í lokuðu hlutafjárútboði.
Íslensku fjárfestarnir, sem voru
Stefnir tryggingafélag, Hvalur og Líf-
eyrissjóður Vestmannaeyja, lögðu
Alvotech þá til um 2 milljarða króna
sem tryggði þeim liðlega hálfs pró-
sents eignarhlut í félaginu.
Alvotech vinnur að þróun sjö líf-
tæknilyfja, þar á meðal hliðstæðu-
lyfsins Humira, sem er söluhæsta
lyf heims. Á næstu árum renna
mörg einkaleyfi líftæknilyfja út,
sem skapar tækifæri fyrir fyrir-
tæki á borð við Alvotech til að setja
sambærileg lyf á markað. Í viðtali
við Markaðinn í síðasta mánuði
sagði Róbert að áfangagreiðslur,
sem kveðið er á um í þeim fjölda
samninga sem Alvotech hefur gert
um sölu og dreifingu, geti skilað
félaginu allt að 130 milljarða króna
tekjum á næstu árum.
Alvotech er í meirihlutaeigu Aztiq
Pharma, fjárfestingafélags Róberts.
Þá er systurfélagið Alvogen stór
hluthafi, en þar eru fyrir fjárfest-
ingasjóðirnir CVC Capital Manage-
ment og Temasek. ■
Alvotech skoðar tvískráningu
á Íslandi og í Bandaríkjunum
Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. MYND/AÐSEND
300
Alvotech var verðmet-
ið á um 300 milljarða
íslenskra króna þegar
hluti erlendra fjárfesta
skuldbreytti skulda-
bréfum sínum í hlutafé
í síðasta mánuði.
MARKAÐURINN2 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR