Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 19
Á síðastliðnum árum hefur
verð uppsjávarafurða hækkað
langt umfram bolfisktegund-
ir. Stöðug veiði, aukin eftir-
spurn og breytt vinnsla hefur
stuðlað að þróuninni.
thg@frettabladid.is
Hratt hækkandi verð á uppsjávar-
tegundum undanfarin ár hefur
gert það að verkum að arðsemi
uppsjávarveiða á Íslandi er orðin
umtalsvert meiri en vegna botnfisk-
veiða. Á síðastliðnum 15 árum hefur
verðvísitala botnfisks hækkað um
134 prósent, en á sama tíma hefur
verðvísitala uppsjávartegunda
hækkað umtalsvert meira eða um
263 prósent.
Þrátt fyrir að þorskur sé mikil-
vægasta, einstaka sjávarafurð
íslenska þjóðarbúsins með tilliti
til útf lutningsverðmætis, þá eru
það uppsjávarveiðarnar sem skila
mestum ábata um þessar mundir,
af ýmsum ástæðum.
Rekstrarkennitölur íslenskra
útgerðarfyrirtækja sem halda á afla-
heimildum í uppsjávartegundum
eru betri, eftir því sem hlutfall upp-
sjávarhluta starfseminnar er hærra,
að því er sjá má í samantekt Mark-
aðarins. Rekstrarhagnaður fyrir
skatta og fjármagnsliði (EBIT) sem
hlutfall af rekstrartekjum er tæp-
lega 40 prósent hjá Eskju, en Eskja
stundar eingöngu uppsjávarveiðar.
Sama er uppi á teningnum sé litið
til afkomu uppsjávarsviðs Brims,
en félagið birtir upplýsingar um
afkomu starfsþátta sinna í ársupp-
gjörum sínum.
Huginn í Vestmannaey jum,
sem hefur nú að fullu komist í
eigu Vinnslustöðvarinnar, gerir
eingöngu út á uppsjávartegundir.
Hlutfall EBIT-hagnaðar af rekstrar-
tekjum Hugins 2020 er öllu lægra
en Eskju og uppsjávarsviðs Brims,
en það skýrist af því að félagið
rekur ekki landvinnslu og greiðir
öðrum fyrirtækjum fyrir frystingu
og vinnslu afurða í landi. Hingað til
hafa áðurnefnd fyrirtæki Eskja og
Vinnslustöðin tekið það verkefni
að sér fyrir Hugin.
EBIT-hagnaður sem hlutfall af
rekstrartekjum Ísfélagins í Vest-
mannaeyjum heggur nærri Eskju
og uppsjávarsviði Brims, en fyrir-
tækið er umsvifamikið í uppsjávar-
veiðum.
Bæði Loðnuvinnslan á Fáskrúðs-
firði og Síldarvinnslan hafa verið
að auka hlutfall bolfisks í veiðum á
undanförnum árum. Það felur í sér
ákveðna áhættudreifingu, en bol-
fiskveiðar eru kostnaðarsamari,
sem hefur haft þær afleiðingar að
EBIT-hagnaður beggja félaga sem
hlutfall af rekstrartekjum hefur
lækkað lítillega á síðustu árum.
Almennt séð versnaði af koma
flestra uppsjávarfyrirtækja örlítið á
árinu 2020 miðað við árið 2019. Má
einkum rekja það til lægra verðs á
makríl, en tímasetning vertíðar og
sölutímabils makrílsins hittist illa á
við heimsfaraldurinn sem hóf aftur
að geisa á meginlandinu síðasta
haust eftir svikalogn sumarsins.
Uppsjávarsvið Brims er þó undan-
skilið , en félagið gerir upp í evru,
sem hefur styrkst nokkuð miðað við
Bandaríkjadal sem skilar sér í hærri
EBIT-framlegð mælt í krónum.
Veiðar, vinnsla og eldi
Skýringar á ört hækkandi verði upp-
sjávarafurða eru ýmsar. Fyrst ber
að nefna stöðuga eða minnkandi
veiði síðastliðin 15 til 20 ár, allt
eftir því hvaða fiskistofn er um að
ræða. Eftirspurn eykst ár frá ári og
á meðan framboðið fylgir ekki, þá
stefnir verðið aðeins í eina átt. Eins
má nefna að vinnsla uppsjávar-
tegunda til manneldis fremur en
bræðslu hefur aukist töluvert, en
slík vara selst á hærra verði en ella.
En þrátt fyrir að vinnsla til mann-
eldis hafi aukist, er alltaf hluti land-
aðs afla sem endar í bræðslu. Verð á
fiskimjöli og lýsi hefur þrefaldast á
undanförnum 15 árum.
Er það meðal annars vegna mik-
illar aukningar í laxeldi, en hækk-
andi verð á eldislaxi hefur dregið
fiskimjölið upp með sér á undan-
förnum árum. Ekki eru mörg ár
síðan íslenskar útgerðir voru að
berjast við að heilfrysta kolmunna
á sjó og selja fyrir 500 til 600 Banda-
ríkjadali á tonnið. Verð á fiskimjöli
hefur hins vegar hækkað úr 1300
Bandaríkjadölum á tonnið fyrir um
sex til sjö árum og langt yfir 2000
Bandaríkjadali, svo að það er ekki
að sökum að spyrja hvar kolmunni
endar um þessar mundir – beint í
bræðslunni.
Dýraeldi hefur einnig aukist
hratt á undanförnum árum, en
þar spilar fiskimjöl og -lýsi mikil-
vægt hlutverk. Í Kína voru yfir 400
milljónir svína alin til manneldis á
síðasta ári og talið er að sú tala muni
hækka um tæp 20 prósent á þessu
ári. Svínafóður þarf að innihalda
ákveðið hlutfall lýsis, en ekki er von
á því að framboð lýsis muni aukast
mjög á þessu ári.
Áhættusamari rekstur
Jafnan er venjan sú að gerð er hærri
ávöxtunarkrafa þegar rekstrar-
áhætta eykst. Óhætt er að segja að
uppsjávarveiðar séu áhættusam-
ari en botnfiskveiðar. Þekktasta
dæmið um hvarf f iskistofns er
þegar síldin hvarf árið 1968, með
miklum afleiðingum fyrir fólk og
fyrirtæki sem treystu á veiðarnar.
Líkast til má rekja hvarf síldarinnar
til ofveiði, en óhætt er að halda því
fram að magnstýring fiskveiða við
Íslandsstrendur sé ábyrgari nú en
þá. Nýlegra dæmi er hvarf loðn-
unnar, sem veiddist í janúar á þessu
ári í fyrsta sinn í þrjú ár.
Íslensku uppsjávarfyrirtækin eiga
það hins vegar flest sameiginlegt að
eiga aflahlutdeild í f leiri en tveimur
uppsjávarstofnum, sem felur í sér
ákveðna áhættudreifingu. Því litlar
líkur eru á því að fleiri en einn stofn
láti sig hverfa af miðunum án hald-
bærra skýringa, eins og í nýlegu til-
felli loðnunnar.
Ef marka má nýlegar mælingar
Hafrannsóknastofnunar á loðnu-
stofninum við Ísland, má vænta
stórrar loðnuvertíðar eftir kom-
andi áramót. Útlitið er því líklegast
áfram bjart fyrir íslensk uppsjávar-
fyrirtæki. ■
17%
Samanlagður eignar-
hlutur íslensku líf-
eyrissjóðanna í Síldar-
vinnslunni nemur um
17 prósentum.
hordur@frettabladid.is
Lífeyrissjóðirnir Stapi og Festa
hafa keypt í Síldarvinnslunni fyrir
samanlagt nærri þrjá milljarða
króna eftir að útgerðarfélagið var
skráð á markað í lok maímánaðar.
Eftir kaupin eru sjóðirnir báðir á
meðal tíu stærstu hluthafa Síldar-
vinnslunnar.
Stapi, sem fékk úthlutað sem
jafngilti 0,5 prósenta hlut í hluta-
f jár útboði Síldar vinnslunnar,
hefur þannig meira en þrefaldað
eignarhlut sinn í félaginu og átti í
lok júnímánaðar 1,62 prósenta hlut,
samkvæmt nýjum lista yfir tutt-
ugu stærstu hluthafa fyrirtækisins.
Markaðsvirði þess hlutar er í dag
um 1.765 milljónir króna.
Lífeyrissjóðurinn Festa, sem fékk
ekkert úthlutað í hlutafjárútboði
Síldarvinnslunnar, hefur á sama
tíma keypt í félaginu fyrir jafnvirði
meira en 1.500 milljóna króna frá
því að það fór á markað. Sjóðurinn
fer núna með 1,44 prósenta eignar-
hlut og er níundi stærsti hluthafi
Síldarvinnslunnar.
Eignarhaldsfélagið Kjálkanes,
sem seldi um 15 prósenta hlut í
Síldarvinnslunni fyrir meira en 15
milljarða króna í útboðinu, minnk-
aði sem kunnugt er enn frekar við
hlut sinn í félaginu eftir skráningu
með því að selja fyrir um tvo millj-
arða. Kjálkanes er eftir sem áður
annar stærsti hluthafi félagsins með
17,4 prósenta hlut.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
og Gildi, sem keypti 10 prósenta
hlut í útboðinu, hafa sömuleiðis
bætt nokkuð við hlut sinn í Síldar-
vinnslunni í liðnum mánuði. Sam-
anlagður eignarhlutur íslenskra
lífeyrissjóða í útgerðarfyrirtækinu
nemur í dag um 17 prósentum.
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunn-
ar stendur í 63,5 krónum á hlut og
er um 6 prósentum hærra en gengið
í hlutafjárútboðinu. Markaðsvirði
félagsins er um 108 milljarðar. ■
Stapi og Festa keypt fyrir 3 milljarða
í Síldarvinnslunni eftir skráningu
helgivifill@frettabladid.is
Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem
meðal annars er stærsti hluthafi
fasteignafélagsins Eikar, hagnaðist
um 5,3 milljarða 2020 samanborið
við 2,6 milljarða hagnað árið áður.
Hagnaðinn má að miklu leyti rekja
til matsbreytingar á fjárfestingar-
eignum en hún nam 4,9 milljörðum.
Brimgarðar eru í eigu systkin-
anna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu,
Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gísla-
barna. Þau eiga jafnframt matvæla-
fyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og
fisk. Fjölskyldan keypti leigufélagið
Ölmu á ellefu milljarða í ár fyrir til-
stilli Langasjós sem á Brimgarða og
fyrrnefnd félög. Í kjölfarið keypti
Alma allt hlutafé Brimgarða.
Eigið fé Brimgarða jókst um 6,1
milljarð króna á milli ára og nam tíu
milljörðum króna við árslok 2020.
Hlutaféð var aukið um 800 milljónir
króna á árinu 2020. Arðsemi eigin
fjár var 137 prósent en eiginfjárhlut-
fallið var 57 prósent við árslok 2020.
Eignir félagsins jukust úr 13
milljörðum króna árið 2019 í 17,6
milljarða árið 2020. Fasteignir og
fjárfestingareignir voru bókfærðar
á 10,7 milljarða króna en þær voru
metnar á 5,5 milljarða samkvæmt
fasteignamati í árslok 2020. Á meðal
fasteigna má nefna Grandagarð 8,
þar sem tölvuleikjafyrirtækið CCP
var áður til húsa, og Sundagarða.
Brimgarðar áttu skráð hlutabréf
fyrir 5,9 milljarða við árslok 2020.
Félagið átti fyrir um fjóra milljarða
í Eik og 1,2 milljarða í Reitum.
Félagið er janframt með stórar
stöður í framvirkum samningum;
eignir í hlutabréfaafleiðum námu
sjö milljörðum króna árið 2020
og þegar skuldir eru dregnar frá
nam eignastaða þeirra 530 millj-
ónum króna við árslok. Stór hluti af
skráðum hlutabréfum í eigu Brim-
garða er veðsettur, fjármálastofn-
unum til tryggingar á framvirkum
samningum. ■
Hagnaður Brimgarða
5,3 milljarðar í fyrra
Verðvísitölur sjávarafurða 2006-2020 (2005=100)
2006100
200
300
400
500
600
2007
BotnfiskurUppsjávarfiskur
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Rekstrartekjur Rekstrarhagnaður EBIT Launakostnaður Launahlutfall
(EBIT) Rekstrartekjur
Síldarvinnslan 19,50 5,51 28,3% 4,03 20,7%
Vinnslustöðin 9,47 2,19 23,1% 3,02 31,9%
Loðnuvinnslan 10,00 2,42 23,1% 2,38 22,8%
Ísfélag 9,52 2,43 25,5% 2,99 31,4%
Vestmannaeyja
Skinney- 10,00 3,00 30,2% 3,68 36,5%
Þinganes
Eskja 7,42 3,10 41,3% 1,98 26,6%
Huginn 2,92 0,95 32,4% 0,51 17,4%
Brim 10,42 3,28 31,5%
(uppsjávarsvið)
Notað er meðalgengi evru og Bandaríkjadals á árinu 2019 og 2020 við umreikning í íslenskar krónur.
Ekki liggja fyrir aðgreindar upplýsingar um launakostnað uppsjávarsviðs Brims.
Allar tölur í íslenskum krónum.
Afkoma fyrirtækja í uppsjávarveiðum 2019 (tölur í milljörðum króna)
Rekstrartekjur EBIT EBIT / Tekjur Launakostnaður Launahlutfall
Síldarvinnslan 21,11 5,65 27% 4,44 21%
Vinnslustöðin 10,00 1,94 19% 3,24 32%
Loðnuvinnslan 9,14 2,46 27% 2,48 27%
Ísfélag 10,98 3,82 35% 3,33 30%
Vestmannaeyja
Skinney- 11,00 2,94 27% 4,00 37%
Þinganes
Eskja 8,21 3,27 40% 1,74 21%
Huginn 2,88 0,86 30% 0,55 19%
Brim 9,52 3,72 39%
(uppsjávarsvið)
Afkoma fyrirtækja í uppsjávarveiðum 2020 (tölur í milljörðum króna)
Hækkandi arðsemi uppsjávarfyrirtækjanna
Fyrsta loðnuvertíðin í þrjú ár náðist í janúar og þótti afar vel heppnuð.
7MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2021 MARKAÐURINN