Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson n Skoðun Það heyrðist ekkert frá Húsi atvinnulífsins nema eitt- hvert tuð um að Seðla- bankinn hefði allt í einu fengið heimild til að setja á fjármagnshöft. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.   Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið hordur@frettabladid.is Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) jók verulega við eignarhlut sinn í Símanum í júní með kaupum á 128,2 milljónum hluta að nafnvirði, eða sem jafngildir um 1,7 prósenta hlut. Áætla má að LSR hafi því keypt fyrir samtals liðlega 1.300 millj- ónir króna, sé litið til þróunar á gengi bréfa félagsins í liðnum mánuði, en sjóðurinn er nú orðinn næst stærsti hluthafinn með 11,9 prósenta eignarhlut, samkvæmt nýjum lista yfir 20 stærstu eigendur. Á sama tíma minnkuðu Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) við sig í félaginu með því að selja samanlagt um 2,8 prósenta eignarhlut fyrir á þriðja milljarð. Auk LSR bættu Brú lífeyrissjóður og Akta stokkur við sig í Símanum í liðnum mánuði. Stærsti hluthafi Símans eru Stoðir með rúmlega 15 prósenta hlut. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 39 prósent frá áramótum. Í lok apríl greindi Síminn frá því að ráðnir hefðu verið inn- lendir og erlendir ráðgjafar til að kanna meðal ann- ars mögulega sölu á Mílu, dótturfélagi Símans. n LSR bætir við sig í Símanum fyrir 1.300 milljónir  * Með því að auglýsa í Fréttablaðinu og á frettabladid.is nærðu til rétta fólksins. * Skv. Neyslukönnun Gallup. ** Íbúar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 35–65 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali, skv. prentmælingum Gallup. Það eru skýr skil á milli íhalds- semi annars vegar og aftur- haldssemi hins vegar. Íhalds- maður leitast við að varðveita það sem reynst hefur samfélagi hans vel og geldur varhug við því að fara geyst í breytingar að illa ígrunduðu máli. Oft er það þannig að það sem glatast er ekki afturkræft. Hinn aftur- haldssami er tortrygginn gagn- vart hvers konar breytingum vegna þess að hann óttast hið óþekkta. Hann hefði brugðist ókvæða við þegar einokun ríkisins á mjólkursölu var lögð af. Þessum greinarmun þarf að halda til haga í umræðu um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Það er einfaldlega fátt við ÁTVR sem vert er varðveita og engan þarf að undra þegar um ræðir ríkisfyrirtæki sem hefur verið í einokunarstöðu í hartnær hundrað ár. ÁTVR er ríki í ríkinu sem hefur þann helsta tilgang að standa vörð um tilvist sína. Eða hvað annað getur skýrt tregðu ÁTVR til að aðgreina kostnað vegna áfengis- sölu annars vegar og tóbakssölu hins vegar? Ítrekað hefur verið bent á að svo virðist sem hagn- aður af tóbakssölu niðurgreiði tapið af áfengissölu. Öllum er ljóst, jafnvel stjórn- endum ÁTVR, sem fullyrtu að forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins myndu að „öllum líkindum bresta“ ef brugghús- frumvarpið svokallaða yrði samþykkt, að fjöldi neytenda myndi leita annað ef þeir hefðu val. Lítið er að marka hátt skor í ánægjukönnunum þegar valfrelsi neytenda er talið for- sendubrestur.  Sala Santewines frá því að fyr- irtækið hóf að afhenda áfengi beint af lager fyrir tveimur mánuðum síðan hefur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Eins og eigandi Sante benti á í samtali við Markaðinn datt einokunarfyrirtækinu ekki í hug að bregðast við samkeppni með hefðbundnum hætti, til dæmis að lækka verð, bæta þjónustu eða auka úrval. Vald- boði skal beitt til þess að ryðja keppinautum úr vegi. En neytendur hafa fengið smjörþefinn af frjálsri verslun með áfengi og þá verður ekki aftur snúið. n Hundrað ára einokun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.