Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar „Ef þú ætlar ekki að missa af dýrmætri kennslu skaltu læðast aftur upp á skurðstofu eftir að þú stimplar þig út” sagði skurðlæknir þegar ég var að klára sólarhrings- vakt á spítalanum. Á vinnutíma var sjaldan stoppað á salerninu því sjúklingarnir þörfnuðust mín sífellt. Matartímar enduðu gjarnan á hlaupum milli hæða. Þegar börn- in urðu veik var barnapía kölluð út því sjúklingarnir þörfnuðust mín meira. Líka sauðölvaði sjúklingur- inn sem þurfti margra tíma tiltal svo ég gæti saumað saman sár hans sem var opið inn að höfuðkúpu. Mér er líka minnisstætt að þurfa að tilkynna bráðveiku fólki að spítalinn ætti ekki pláss fyrir það, þrátt fyrir að heilu legudeildirnar stæðu auðar. Það vantaði fólk. Þetta var fyrir fimmtán árum og þá var líka verið að spara. Samt mætti maður til vinnu fullur bjart- sýni fyrir næsta dag. Þangað til ég batt endi á mitt spítalalíf. Ástæðan fyrir því að stjórnvöld eiga að hlusta á lækna er sú að þeir hafa yfirsýn yfir þá starfsemi sem fer fram innan spítalans. Læknar eru ekki að lýsa neyðarástandi af því að þeir vilja strjúka feitri velsæmisbumbu. Vel þekkt er að sjálfsvígstíðni meðal lækna, sem er tvöfalt hærri en í samfélaginu, tengist líkamlegu og andlegu álagi sem er landlægt í starfsgreininni. Þá er kulnun algeng og talin stafa meðal annars af þvingunum í starfi og stjórnunarágreiningi. Læknirinn Avedis Donabedian (1919-2000), sem er álitinn faðir gæðaeftirlits í heilbrigðisþjónustu, lét hafa eftir sér að kærleikur væri grundvöllur góðrar heilbrigðis- þjónustu. Þurfa stjórnvöld ekki einmitt að sýna starfsmönnum sínum í heilbrigðiskerfinu meiri kærleik og veita áheyrn? Það mun skila sér til allra sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. n Spítalalíf Straumurinn er í Öskju! Askja • Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík • 590 2100 • askja.is Einföld og örugg hleðsla frá Innogy Með heimahleðslustöð frá Innogy getur þú hlaðið bílinn með einföldum og öruggum hætti. Við erum sérfræðingar í rafbílum og svörum öllum þínum spurningum um allt sem þeim tengist. Kynntu þér málið á askja.is/hledslulausnir Innogy eBox Smart 22kW - Verð 189.000 kr. Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöð og uppsetningu. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.