Fréttablaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 4
arib@frettabladid.is
REYKJAVÍK Kolbrún Baldursdóttir,
oddviti Flokks fólksins í Reykjavík,
hefur óskað eftir að innri endur-
skoðun Reykjavíkurborgar skoði
fjármálahreyfingar þjónustu- og
nýsköpunarsviðs.
Líkt og greint hefur verið frá
hyggst borgarstjórn verja tíu millj-
örðum króna á næstu þremur árum
í að nútímavæða þjónustu borgar-
innar.
Kolbrún segir það ekki umdeilt
að rafrænir ferlar muni einfalda
afgreiðslu erinda. „Ég hef verið að
rýna í hvernig fjármagninu er varið
og orðið bara hálf miður mín,“ segir
Kolbrún. Óttast hún að fjármagninu
sé ekki varið með skynsamlegum
hætti og vill því að innri endur-
skoðun farið yfir málið. „Ég sagði
við innri endurskoðanda að ef hann
segir mér að allt sé eðlilegt og skyn-
samlega farið með fjármagn borgar-
búa þá muni ég ekki segja meira.“ n
Fer fram á
skoðun innri
endurskoðunar
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti
Flokks fólksins í Reykjavík.
5.000 kr.
Þínar gjafir
Gildir út september
Sæktu þína gjöf á Ísland.is og komdu
með í ferðalag um landið okkar í sumar!
Ný Ferðag jöf!
Notaðu hana
í sumar.
Formaður landeigendafélags
jarðarinnar Ísólfsskála er af
einum meðeiganda sinna
sagður hafa farið út fyrir
heimildir sínar með því að
veita samþykki fyrir lagningu
rafstrengs og ljósleiðara eftir
að eldgosið hófst
gar@frettabladid.is
ELDGOS Úrskurðarnefnd umhverf-
is- og auðlindamála vísaði frá kæru
eins eiganda jarðarinnar Ísólfs-
skála, sem er sunnan gosstöðvanna
í Geldingadölum, vegna lagningar
ljósleiðara og rafstrengs á jörðinni.
Kemur fram í úrskurði nefndar-
innar að ríkislögreglustjóri hafi eftir
að eldgosið hófst óskað eftir því við
Neyðarlínuna ohf. að hún kæmi upp
fjarskiptum á svæðinu. Þann 20.
apríl hafi Neyðarlínan óskað eftir
leyfi landeigenda Ísólfsskála til að
koma rafstreng og ljósleiðara frá
plani við upphaf gönguleiðar að
gosstöðvunum við Langahrygg.
„Sama dag sendi kærandi tölvu-
póst til sviðsstjóra skipulags- og
umhverfissviðs hjá Grindavíkurbæ
þar sem fram kom að kærandi hefði
komið að verktökum með vinnu-
vélar sem sögðust vera að hefja lagn-
ingu jarðstrengja á Langahrygg og
að til þess hefðu þeir leyfi formanns
Landeigendafélags Hrauns,“ segir í
úrskurðinum.
S v ið s s t jór i sk ipu l a g s - og
umhverfissviðs Grindavíkurbæjar
hefði svarað fyrirspurn landeigand-
ans 6. maí og sagt að sveitarfélagið
hefði fyrir sitt leyti gefið munnlegt
leyfi með fyrirvara um samþykki
landeiganda. Einnig að formaður
Landeigendafélags Ísólfsskála hefði
samþykkt framkvæmdina. Land-
eigandinn sem kærði er einn af um
þrjátíu eigendum Ísólfsskála. Sagði
hann að framkvæmdaleyfi til lagn-
ingar jarðstrengja hefði verið veitt
án heimildar landeigenda óskipts
eignarlands Ísólfsskála.
„Landareignin hafi verið í eigu og
ábúð forfeðra og ættingja kæranda
síðustu 150 ár. Sveitarfélagið hafi
mátt vita að þörf væri á samþykki
allra landeigenda til útgáfu hins
kærða leyfis. Leyfið hafi fjárhags-
og tilfinningaleg áhrif í för með sér,
meðal annars vegna takmarkaðrar
notkunar lands vegna landhelgunar
jarðstrengja, óafturkræfs jarðrasks
og rýrnunar landgæða,“ segir um
málsrök kærandans í umfjöllun
úrskurðarnefndarinnar. Vildi hann
að framkvæmdaleyfið yrði fellt úr
gildi og að landeigendur fengju
bætur.
Grindavíkurbær krafðist þess að
málinu yrði vísað frá. Einnig hafi
verið litið til þess að um brýna
nauðsyn hafi verið að ræða og sé
framkvæmdin nauðsynleg til að
tryggja öryggi almennings og ann-
arra á svæðinu, vitnar úrskurðar-
nefndin í sjónarmið Grindavíkur-
bæjar sem einnig mótmælti því að
gefið hefði verið munnlegt fram-
kvæmdaleyfi.
K ær a nd i n n s agði at hu g a-
semdir Grindavíkurbæjar stað-
festa að sveitarfélagið hafi veitt
framkvæmdaleyfi til jarðstrengja-
lagna. „Sveitarfélagið ætli að fría
sig ábyrgð á veitingu framkvæmda-
leyfis vegna fullyrðinga um neyðar-
tilvik sem hafi aldrei verið lýst yfir
vegna eldgossins á Reykjanesskaga,“
er haft eftir landeigandanum.
Úrskurðarnefndin sagði ekki
liggja fyrir framkvæmdaleyfi og að
málið heyrði ekki undir nefndina.
Þá leysi nefndin hvorki úr eignarétt-
arlegum ágreiningi né taki afstöðu
til bótakrafna. Því væri málinu
vísaði frá. n
Einn þrjátíu eigenda Ísólfsskála kærði
lagningu ljósleiðara vegna eldgossins
Jörðin Ísólfsskáli og byggingar þar eru sagðar í hættu vegna hraunrennslis frá Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Leyfið hafi fjárhags- og
tilfinningaleg áhrif í för
með sér.
Landeigandi.
urduryrr@frettabladid.is
FERÐALÖG Rúmlega þrefalt f leiri
f lugu milli landa með Icelandair í
júní 2021 miðað við maí sama ár.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
frá Icelandair Group.
Farþegar í millilandaflugi hjá flug-
félaginu voru um 72 þúsund í júní en
tæplega 22 þúsund í maí. Rúmlega
22 þúsund flugu innanlands í júní,
4 þúsund fleiri en mánuðinn áður.
Samkvæmt Boga Nils Bogasyni,
forstjóra Icelandair Group, voru 45
þúsund farþegar fluttir til Íslands nú
í júní, rúmlega þrefalt fleiri en í maí.
„Það gefur okkur ákveðna mynd af
því hversu eftirsóttur áfangastaður
Ísland er, í heimi þar sem ferðavilji
er að aukast jafnt og þétt samhliða
bólusetningum og auknu svigrúmi
til ferðalaga,“ segir hann. n
Þrefalt fleiri
farþegar til Íslands
urduryrr@frettabladid.is
FISKVEIÐAR Skráður, landaður afli
af lúðu hefur fjórfaldast frá árinu
2012 til ársins 2020. Beinar veiðar á
lúðu voru gerðar ólöglegar árið 2012
og veiðiskipum hefur verið gert að
sleppa öllum lífvænlegum lúðum.
Hafrannsóknastofnun Íslands
mælir með því að sú reglugerð verði
áfram í gildi en þrátt fyrir að stofn-
stærð hafi aukist nokkuð frá árinu
2012 er hún enn mjög lítil, sam-
kvæmt skýrslu stofnunarinnar.
Helsta aukning á löndun kemur
úr botnvörpuveiðum eða um 85
prósent. Langveiðiskip hafa skráð
nánast engan af la frá því reglu-
gerðin tók gildi og eru með flestar
skráningar af slepptum lúðum.
Í skýrslu Hafró er gefið til kynna
að tölur yfir slepptar lúður geti verið
skakkar þar sem ekki er víst að öll
skip skrái hjá sér hvert atvik. Á
árunum 2018-2019 voru mun fleiri
skip sem skráðu lúðusleppingar
en árið 2020, en fjöldi lúða sem var
sleppt hélst svipaður. n
Fjórföld aukning á lönduðum lúðum
Landaður lúðuafli eykst milli ára.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Landaður afli af lúðu
var rúmlega 35 þúsund
kíló árið 2012 en tæp-
lega 143 þúsund kíló
árið 2020.
4 Fréttir 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ