Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 2

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 2
Sögusviðið í nýrri bók sem verðlaunarithöfundurinn og prófessorinn Evan Fallenberg er að skrifa er Grímsey. Fallen- berg elskar land og þjóð eftir að hafa komið fyrst hingað til lands fyrir sex árum. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Fyrst þegar ég kom hingað fyrir nokkrum árum vissi ég einfaldlega að ég myndi elska Ísland. Þegar ég komst að því að Reykjavíkurborg byði rithöfundum að búa í Gröndalshúsi ákvað ég að koma og skrifa bókina hér. Það var samt engin Íslandstenging þegar ég lagði af stað með bókina. Hún kom síðar,“ segir verðlaunarithöf- undurinn og prófessorinn Evan Fallenberg sem hélt af landi brott á fimmtudag eftir mánaðardvöl hér á landi. Evan er að skrifa sína fjórðu skáldsögu og án þess að gefa of mikið upp segir hann að bókin snú- ist um atvik sem gerist í Grímsey. Afar fáar erlendar bækur eru með Grímsey sem miðdepil sögunnar, en allt þetta fæddist í heita pottinum. Hvar annars staðar? Leiðsögumaðurinn Draupnir Rúnar Draupnisson sagði honum frá eynni í heita pottinum og stað- urinn, fólkið og staðsetningin fór aldrei úr hugmyndabanka Evans. „Eins og með nánast alla sem ég hef kynnst hér á Íslandi kynntist ég Draupni í sundlauginni. Hann fer að tala um þessa ótrúlegu eyju og stundum er það þannig að staðir eða hugmyndir neita einfaldlega að yfirgefa hugann. Ég var að byrja á skáldsögu og það var engin Íslandstenging. En allt í einu röðuðust stjörnurnar þann- ig að einn karakterinn fékk áhuga á Íslendingasögunum þegar hann var ungur drengur. Hann hoppar upp í f lugvél til Íslands og endar í Grímsey. Árum síðar, út af því sem gerist í Grímsey sem ég mun ekki fara nánar út í, fetar annar karakter í bókinni sömu slóð og vill sjá hvað gerðist. Og þetta bara einhvern veginn small og varð svo áreynslu- laust.“ Hann segir að hann hafi átt ótrú- lega tvo daga í Grímsey. Fólkið, landslagið og sólarlagið hafi heillað hann upp úr skónum. „Ég vildi helst ekki fara,“ segir hann. „Þetta er ekki saga um Grímsey, en það byggir eiginlega allt á því sem gerðist í eynni.“ Fyrsta bók Evans, Light Fell, hlaut fjölmörg verðlaun innan hinsegin samfélagsins. Önnur skáldsaga hans When We Danced on Water kom út 2011 og The Parting Gift kom út 2018. Þá hefur hann þýtt fjölmargar ísraelskar bækur yfir á ensku. n Þetta er ekki saga um Grímsey en það byggir eiginlega allt á því sem gerðist í eynni. Evan Fallenberg, rithöfundur Fjárréttir hafnar víða um land Það var mikið líf og fjör í Hrunarétt í Hrunamannahreppi nálægt Flúðum í gær. Þar var um 5.000 fjár smalað. Þessi ungi maður lét sitt ekki eftir liggja í smala- mennskunni. Fjárréttir hefjast almennt í byrjun september og standa yfir þar til í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Plottið um Grímsey fæddist í heitu pottunum í borginni Grímsey er staður töfra og þar gerast atvik í nýjustu skáldsögu rithöfundarins Evans Fallenberg. Hann varði tveimur dögum í eynni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN TILKYNNING frá landskjörstjórn Landskjörstjórn tekur framboðslista sem bornir eru fram við alþingiskosningar 25. september 2021 til meðferðar og afgreiðslu á fundi þriðjudaginn 14. september næst komandi kl. 12 á 2. hæð í Austurstræti 8-10 í Reykjavík (gengið inn frá Vallarstræti). Umboðsmenn stjórnmálasamtaka sem bjóða fram lista eiga rétt á að vera viðstaddir fundinn, sbr. 40. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Reykjavík, 10. september 2021. Landskjörstjórn. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Í byrjun september voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á land- inu öllu samkvæmt tölum fasteignir. is. Í maí í fyrra voru um 4.000 íbúðir á söluskrá. Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra, að því er kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Mestur samdráttur hefur orðið í fjölda íbúða til sölu í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu. Þær eru nú innan við 500 en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra. Samdrátturinn nemur 72 prósentum. Lítið framboð hús- næðis og þyngri fjármögnun eru meðal skýringa á minni umsvifum á fasteignamarkaði. Í nýlegri úttekt Fréttablaðsins kom fram að í sumum hverfum á höfuð- borgarsvæðinu er nánast uppselt og mikil barátta um flestar eignir sem koma á markað. Nánast allar nýbyggingar á markaði hafa selst undanfarið. Meðal skýringa er ásókn íbúa í nágrannasveitarfélög höfuð- borgarsvæðisins. Í skýrslu HMS segir að á höfuð- borgarsvæðinu hafi velta á mark- aðnum dregist saman um 13,4 pró- sent í júlí. n Aðeins 1.500 íbúðir til sölu á landinu Fjöldi fasteigna á sölumarkaði er af mjög skornum skammti. benediktboas@frettabladid.is COVID -19 Í ágústmánuði sinnti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) 1.069 f lutningum á sjúkl- ingum með Covid-19, þar af voru 40 flutningar á liggjandi sjúklingum. Þetta kemur fram í svari Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins. Kolbrún spurði hvort ekki væri tímabært að SHS hætti verktöku í sjúkraflutningum þar sem ítrekað skorti á mannafla þegar stórbruna eða mörg útköll ber að höndum. Í svari Jóns Viðars segir að slag- krafturinn yrði mun minni í stórum verkefnum ef liðið væri einungis mannað fólki sem sinnir eingöngu lögbundnum verkefnum. Í dag sé hægt að boða um 200 manns í stór- útköll. Þetta taldi Kolbrún heldur klén svör, allt sé stærra í dag. „Segir í svari að í dag sé hægt að boða um 200 manns í stórútköll. Það segir ekki allt,“ segir í bókun hennar. n Þúsund fluttir í ágúst með Covid Kolbrún Baldursdóttir, borgarfull- trúi Flokks fólksins. 2 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.