Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 6
Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu
sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings
ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og
Skaftárhrepps, sem haldnar verða laugar-
daginn 25. september 2021, skulu lagðar
fram eigi síðar en 15. september 2021.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu
sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum
stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega.
Kjörskrá skal liggja frammi á almennum
skrifstofutíma til kjördags.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum
við kjörskrár er bent á að senda þær
hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu,
10. september 2021
Auglýsing um
framlagningu kjörskráa
vegna kosninga um
sameiningu sveitarfélaga
Gyðja lýðræðisins borin út í Hong Kong
Lögreglumenn í Hong Kong bera út listaverk af safni sem var lokað fyrir að gagnrýna stjórnvöld. Verkið sýnir Gyðju lýðræðisins, eftirlíkingu af styttu sem var
reist í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989 . Fjórir voru handteknir grunaðir um að skipuleggja minningarathöfn um mótmælin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Samkvæmt nýlegri rannsókn
er einna mest flúormengun
frá álverinu í Straumsvík í
Garðaholti. Þar er verið að
byggja upp íbúðabyggð.
Bæjarstjórn og heilbrigðis-
eftirlitið vilja aukna vöktun á
svæðinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Garða-
bæjar og heilbrigðiseftirlit Kópa-
vogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar,
telja að gera þurfi meiri mælingar
og vilja hafa meiri aðkomu að vökt-
unaráætlun fyrir álver Rio Tinto
í Straumsvík. Er einkum horft til
mengunar í Garðaholti þar sem
Garðabær er að byggja upp íbúða-
byggð.
Verið er að vinna að nýju starfs-
leyfi fyrir álverið sem gildir til 16
ára og rennur út frestur til að gera
athugasemdir þann 21. september
næstkomandi. Í þessu ferli er farið
yfir vöktunaráætlun til 8 ára.
Bæði umhverfisnefnd og heil-
brigðisnefnd Garðabæjar telja að
vöktun á mengun í Garðaholti sé
nauðsynleg, líkt og gert er í Hafnar-
firði, og setja þurfi upp loftgæða-
mælistöð. Umhverfisstofnun hefur
hins vegar sent bænum bréf þar sem
fram kemur að ekki verði orðið við
þessu.
Tilefni þessara óska um aukna
vöktun er rannsókn Sigrúnar
Hrannar Halldórsdóttur á f lúor-
mengun vegna álversins frá 1968
til 2017. Samkvæmt henni er flúor-
mengun frá álverinu einna mest í
Garðaholti vegna veðurfarslegrar
dreifingar.
„Flúorstyrkur plantna hefur í
mörgum tilvikum farið hækkandi
síðastliðin ár þrátt fyrir að útblástur
álversins hafi ekki hækkað á sama
tíma. Mjög mikilvægt er að ástæður
þessa séu skoðaðar og komist að því
hvað veldur þessum breytingum,“
segir í ritgerðinni.
Páll Stefánsson, deildarstjóri
mengunarvarna og umhverfis-
mats hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir
núgildandi f lúorvöktun byggja
á hálfrar aldrar ákvörðun og for-
sendur hafi breyst síðan, svo sem
varðandi byggðaþróun, fjölda gras-
bíta, tækni og þekkingu.
„Við teljum tímabært að setjast
yfir þessa áætlun og endurskoða
hana,“ segir Páll. „Við viljum kom-
ast að borðinu til að ræða þessi mál.
Okkur finnst Umhverfisstofnun
ekki vera nógu krítísk. Það má
skoða hluti.“
Hefur heilbrigðiseftirlitið lagt
það til að vöktunaráætlunin verði
ekki til 8 ára heldur verði næstu 2 ár
notuð til þess að rýna hana betur.
Annars vegar vegna gróðursins og
hins vegar staðsetningar og fjölda
loftgæðamælistöðva.
„Það er engin deila í gangi við
álverið eða Umhverfisstofnun. En
við getum ekki horft fram hjá því
að álverið í Straumsvík er stóriðju-
fyrirtæki sem er í túngarðinum. Því
er ekki óeðlilegt að fleiri aðilar vilji
koma að því að skoða umhverfis-
vöktunaráætlunina,“ segir Páll. ■
Fá enga mengunarvöktun
þar sem íbúðabyggð rís
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
Garðaholt er veðurfarslega í beinni skotlínu frá mengun álversins í Straumsvík.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við viljum komast að
borðinu til að ræða
þessi mál. Okkur finnst
Umhverfisstofnun ekki
vera nógu krítísk.
Páll Stefánsson, deildarstjóri
mengunarvarna og umhverfis-
mats hjá heilbrigðiseftirlitinu
kristinnhaukur@frettabladid.is
BYGGÐAMÁL Samk væmt ný rri
skýrslu fjármálaráðuneytisins telja
stjórnendur ríkisstofnana að sé
unnt að auglýsa 10 prósent starfa án
staðsetningar. Samkvæmt byggða-
áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin
2018 til 2024 er takmarkið að 10 pró-
sent allra auglýstra starfa verði án
staðsetningar í lok tímabilsins.
Samkvæmt könnun meðal stjórn-
enda töldu 43 prósent þeirra mjög
ólíklegt að 10 prósent auglýstra
starfa hjá viðkomandi stofnun
yrðu án staðsetningar árið 2024 og
28 prósent töldu það frekar ólíklegt.
Aðeins 7 prósent töldu það mjög lík-
legt, 15 frekar líklegt.
Helstu hindranirnar eru praktísk
atriði eins og notkun búnaðar og
nánd við viðskiptavini eða umbjóð-
endur.
Sumir stjórnendur töldu að ekki
væri hægt að auglýsa nein störf
án staðsetningar. Til dæmis stórir
vinnustaðir eins og Ríkislögreglu-
stjóri, Barnaverndarstofa, ÁTVR og
Háskóli Íslands. ■
Takmark um störf
án staðsetningar
ekki í augsýn
Háskóli Íslands telur
ekki unnt að auglýsa
neitt af 1.672 stöðu-
gildum án staðsetn-
ingar.
6 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ