Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 6

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 6
Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps, sem haldnar verða laugar- daginn 25. september 2021, skulu lagðar fram eigi síðar en 15. september 2021. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrár er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 10. september 2021 Auglýsing um framlagningu kjörskráa vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga Gyðja lýðræðisins borin út í Hong Kong Lögreglumenn í Hong Kong bera út listaverk af safni sem var lokað fyrir að gagnrýna stjórnvöld. Verkið sýnir Gyðju lýðræðisins, eftirlíkingu af styttu sem var reist í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989 . Fjórir voru handteknir grunaðir um að skipuleggja minningarathöfn um mótmælin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Samkvæmt nýlegri rannsókn er einna mest flúormengun frá álverinu í Straumsvík í Garðaholti. Þar er verið að byggja upp íbúðabyggð. Bæjarstjórn og heilbrigðis- eftirlitið vilja aukna vöktun á svæðinu. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Garða- bæjar og heilbrigðiseftirlit Kópa- vogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, telja að gera þurfi meiri mælingar og vilja hafa meiri aðkomu að vökt- unaráætlun fyrir álver Rio Tinto í Straumsvík. Er einkum horft til mengunar í Garðaholti þar sem Garðabær er að byggja upp íbúða- byggð. Verið er að vinna að nýju starfs- leyfi fyrir álverið sem gildir til 16 ára og rennur út frestur til að gera athugasemdir þann 21. september næstkomandi. Í þessu ferli er farið yfir vöktunaráætlun til 8 ára. Bæði umhverfisnefnd og heil- brigðisnefnd Garðabæjar telja að vöktun á mengun í Garðaholti sé nauðsynleg, líkt og gert er í Hafnar- firði, og setja þurfi upp loftgæða- mælistöð. Umhverfisstofnun hefur hins vegar sent bænum bréf þar sem fram kemur að ekki verði orðið við þessu. Tilefni þessara óska um aukna vöktun er rannsókn Sigrúnar Hrannar Halldórsdóttur á f lúor- mengun vegna álversins frá 1968 til 2017. Samkvæmt henni er flúor- mengun frá álverinu einna mest í Garðaholti vegna veðurfarslegrar dreifingar. „Flúorstyrkur plantna hefur í mörgum tilvikum farið hækkandi síðastliðin ár þrátt fyrir að útblástur álversins hafi ekki hækkað á sama tíma. Mjög mikilvægt er að ástæður þessa séu skoðaðar og komist að því hvað veldur þessum breytingum,“ segir í ritgerðinni. Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfis- mats hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir núgildandi f lúorvöktun byggja á hálfrar aldrar ákvörðun og for- sendur hafi breyst síðan, svo sem varðandi byggðaþróun, fjölda gras- bíta, tækni og þekkingu. „Við teljum tímabært að setjast yfir þessa áætlun og endurskoða hana,“ segir Páll. „Við viljum kom- ast að borðinu til að ræða þessi mál. Okkur finnst Umhverfisstofnun ekki vera nógu krítísk. Það má skoða hluti.“ Hefur heilbrigðiseftirlitið lagt það til að vöktunaráætlunin verði ekki til 8 ára heldur verði næstu 2 ár notuð til þess að rýna hana betur. Annars vegar vegna gróðursins og hins vegar staðsetningar og fjölda loftgæðamælistöðva. „Það er engin deila í gangi við álverið eða Umhverfisstofnun. En við getum ekki horft fram hjá því að álverið í Straumsvík er stóriðju- fyrirtæki sem er í túngarðinum. Því er ekki óeðlilegt að fleiri aðilar vilji koma að því að skoða umhverfis- vöktunaráætlunina,“ segir Páll. ■ Fá enga mengunarvöktun þar sem íbúðabyggð rís FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Garðaholt er veðurfarslega í beinni skotlínu frá mengun álversins í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við viljum komast að borðinu til að ræða þessi mál. Okkur finnst Umhverfisstofnun ekki vera nógu krítísk. Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfis- mats hjá heilbrigðiseftirlitinu kristinnhaukur@frettabladid.is BYGGÐAMÁL Samk væmt ný rri skýrslu fjármálaráðuneytisins telja stjórnendur ríkisstofnana að sé unnt að auglýsa 10 prósent starfa án staðsetningar. Samkvæmt byggða- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2024 er takmarkið að 10 pró- sent allra auglýstra starfa verði án staðsetningar í lok tímabilsins. Samkvæmt könnun meðal stjórn- enda töldu 43 prósent þeirra mjög ólíklegt að 10 prósent auglýstra starfa hjá viðkomandi stofnun yrðu án staðsetningar árið 2024 og 28 prósent töldu það frekar ólíklegt. Aðeins 7 prósent töldu það mjög lík- legt, 15 frekar líklegt. Helstu hindranirnar eru praktísk atriði eins og notkun búnaðar og nánd við viðskiptavini eða umbjóð- endur. Sumir stjórnendur töldu að ekki væri hægt að auglýsa nein störf án staðsetningar. Til dæmis stórir vinnustaðir eins og Ríkislögreglu- stjóri, Barnaverndarstofa, ÁTVR og Háskóli Íslands. ■ Takmark um störf án staðsetningar ekki í augsýn Háskóli Íslands telur ekki unnt að auglýsa neitt af 1.672 stöðu- gildum án staðsetn- ingar. 6 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.