Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 12
Þetta er ekki lífshættu-
legt nema fyrir þá sem
eru mjög nálægt eld-
stöðinni.
Þorvaldur
Þórðarson, eld-
fjallafræðingur
tsh@frettabladid.is
ELDGOS „Það er alveg möguleiki,
það gæti farið svo og jafnvel fleiri,“
segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjalla-
fræðingur hjá Jarðvísindastofnun
Íslands, aðspurður um hvort lands-
menn muni fá tvö eldgos árið 2021.
Hann nefnir í því samhengi að
ýmsir fræðimenn telji að eldstöðv-
ar á borð við Heklu, Grímsvötn og
Kötlu séu tilbúnar að gjósa.
Síðast gaus í Öskju árið 1961
og segir Þorvaldur það hafa verið
meðalstórt basaltgos sem bjó til
allmyndarlegt hraun og var með fal-
lega kvikustrókavirkni. Hann viður-
kennir þó að vísindamenn reynist
ekki alltaf sannspáir enda séu eld-
fjöll óútreiknanleg eins og sést hefur
í gosinu í Geldingadölum.
„Við náttúrlega er um með
ákveðnar mælingar og eftirlit og
reynum að lesa í eldfjallið út frá
þeim. En svo náttúrlega eru okkar
mælingar allar takmarkaðar og eld-
fjöllum er svo sem alveg sama um
okkar mælingar, þau eru ekkert að
hegða sér í samræmi við þær.“
Ef eldgos hefst í Öskju á næstunni
er ljóst að um stórviðburð yrði að
ræða, því ekki hafa tvö eldfjöll
gosið á Íslandi á sama árinu frá 1875,
þegar gaus í Öskju og Sveinagjá. Þá
voru einnig að minnsta kosti tvö
eldgos árið 1823 þegar gaus í Eyja-
fjallajökli og Vatnajökli.
Þorvaldur segir ljóst að Askja sé
búin að vera að undirbúa sig fyrir
gos undanfarinn áratug. Ísinn á
Öskjuvatni hafi bráðnað árið 2012
vegna aukinnar hveravirkni við
botn vatnsins og berghlaup sem féll
úr Suðurbotnum 2014 og olli stórri
f lóðbylgju í Öskjuvatni, séu partur
af aðdragandanum. Þá hafi mælst
aukið hitaflæði í gegnum æðarnar
undir niðri, sem þýði að hugsanlega
sé kvika að færa sig til í kerfinu.
„Það eru búin að vera teikn á lofti
í næstum því níu ár að það sé eitt-
hvað að fara að gerast í Öskju,“ segir
hann.
Ef gos kemur upp í Öskju segir
Þorvaldur líkur á því að um yrði
að ræða sprengigos. Askja er þekkt
fyrir slík gos en þau eiga sér stað
Gæti gosið tvisvar á árinu í fyrsta sinn frá 1875
Stjórnarráð Íslands
Utanríkisráðuneytið
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir
eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt
af mörkum til að ná heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
og á sama tíma sækjast eftir nýjum
viðskiptatækifærum og aukinni
samkeppnishæfni?
Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri
fyrir íslenskt atvinnulíf
Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins
til þróunarsamvinnu. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum
fyrirtækjum.
Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun
og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sérstök áhersla er lögð á
atvinnusköpun kvenna og jákvæð umhverfisáhrif verkefna.
Lista yfir gjaldgeng samstarfslönd er að finna á vefsíðu sjóðsins
www.utn.is/samstarfssjodur.
Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins
opinbera: www.island.is/samstarfssjodur fyrir lok 15. október 2021.
Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið
atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is eigi síðar en 14. október.
Allar nánari upplýsingar og verklagsreglur
á www.utn.is/samstarfssjodur.
Styrkir úr
Samstarfssjóði við atvinnulífið
um heimsmarkmiðin
Frá könnunarflugi yfir Öskjuvatn árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
þegar heit kvika kemst í snertingu
við vatn og kælir hana svo hún verð-
ur að ösku áður en hún kemst upp
úr jörðu. Komist askan upp á yfir-
borðið getur hún þeyst langar leiðir
eins og gerðist í Öskjugosinu 1875
þegar aska dreifðist um allt Fljóts-
dalshérað og Austfirði, frá Borgar-
firði suður til Fáskrúðsfjarðar.
Að sögn Þorvaldar geta slík gos
valdið tjóni á gróðri og óþægindum,
en þau eru þó sjaldnast lífshættuleg.
„Þetta er ekki lífshættulegt nema
fyrir þá sem eru mjög nálægt eld-
stöðinni,“ segir hann.
Loftslagsbreytingar hafa sjáanleg
áhrif á landslag Öskju þegar bráðn-
un aldagamals snjós undir gjósk-
unni myndar pytti í jarðveginum.
„Snjórinn sem var undir gjósk-
unni og bara sat þar, var ekkert á
neinni hreyfingu, hann er núna
farinn að bráðna þannig það mynd-
ast pyttir í gjóskulaginu. Þá getur
maður séð meira en aldagamlan
snjó sem er bara búinn að liggja
þarna frá því að gjóskan féll 1875
og svo 1961.“
Hann viðurkennir að það sé
spennandi að vera eldfjallafræð-
ingur á tímum sem þessum „Þetta
eru mjög spennandi tímar fyrir
okkur.“ n
Búið er að lýsa yfir óvissustigi
vegna 7 sentimetra landriss
í Öskju. Líklegasta skýringin
er talin vera kvikusöfnun á
2-3 kílómetra dýpi. Eldfjalla-
fræðingur segir möguleika á
því að Íslendingar fái að upp-
lifa tvö eldgos á sama árinu, í
fyrsta sinn í eina og hálfa öld.
arib@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Bráðnun Græn-
landsjökuls af völdum hnattrænnar
hlýnunar gæti leyst út læðingi stóra
jarðskjálfta og f lóðbylgjur. Þetta
kom fram í erindi Bill McGuire, pró-
fessors í jarðeðlisfræði við University
College London, á Bresku vísindahá-
tíðinni sem fram fór í vikunni.
McGuire sagði að við bráðnun
Grænlandsjökuls fari mikill þungi
af jarðskorpunni, það geti leitt af sér
stóra jarðskjálfta undan ströndum
Grænlands. Slíkir skjálftar geti leitt
til f lóðbylgna á borð við þá sem
varð á Indlandshafi um jólin 2004
og olli dauða tæplega 230 þúsund
manns.
McGuire segir fordæmi fyrir
þessu á Norðurslóðum, f y rir
rúmum 8.200 árum hafi tuttugu
metra há flóðbylgja skollið á Norð-
urlöndin og Bretlandseyjar.
„Við vitum ekki nóg um jarðlögin
undan ströndum Grænlands til að
geta nákvæmlega spáð fyrir um
hvað gerist, en það er möguleiki á
að stór flóðbylgja fari yfir Norður-
Atlantshafið,“ sagði McGuire.
Síðustu tvo áratugi hafa margir
milljarðar tonna af ís bráðnað af
Grænlandsjökli. Ís hefur einnig
verið að hopa í Alaska, þar eru nú
þegar stærri skjálftar að mælast.
Í júlí síðastliðnum mældist þar
skjálfti upp á 8,2, sá stærsti í Banda-
ríkjunum í fimm áratugi. „Þegar
kemur að áhrifum hnattrænnar
hlýnunar á jarðskorpuna þá gæti
Alaska verið kanarífuglinn í kola-
námunni,“ sagði McGuire. n
Bráðnun Grænlandsjökuls geti valdið
stórum jarðskjálftum og flóðbylgjum
Jökullinn á Grænlandi bráðnar hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jarðskjálfti af stærðinni
8,2 mældist fyrir utan
strendur Alaska í lok
júlí á þessu ári.
12 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ