Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 16

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Vandi Alþingis hefur einkum verið sá á síðustu ára- tugum að fara ekki að vilja þjóðar- innar. Með snið- göngu sinni hunsa stjórn- völd bæði andlegt og efnahags- legt gildi skapandi greina. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Um síðustu helgi stóð Bandalag íslenskra listamanna fyrir málþingi um starfs­ umhverfi listamanna og þau alvarlegu áhrif sem sóttvarnir hafa haft á möguleika þeirra til að afla tekna. Að þinginu loknu vandaði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og rithöfundur, ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar. „Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti,“ ritaði Steinunn Ólína á Facebook. „Ekki einn.“ Íslensk stjórnvöld eru ekki þau einu sem virðast hafa gleymt tilvist listastarfseminnar. Bretland gekk úr Evrópusambandinu við upphaf síðasta árs. Í samningaviðræðum um áframhaldandi samskipti við sambandið gleymdist hins vegar að ræða starfsskilyrði hinna skapandi greina. Þótt listastarfsemi sé einn þeirra atvinnuvega sem stækka nú hraðast í Bretlandi og hlutdeild hans af lands­ framleiðslu sé næstum sex prósent, gerðu bresk stjórnvöld ekkert til að koma í veg fyrir áhrif Brexit á störf bresks listafólks. Afleiðingarnar hafa reynst margþættar. Nú síðast bárust fréttir af því að kostnaður við vegabréfsáritanir og pappírsvinnu sé að sliga breskt tónlistarfólk sem margt hefur tekjur sínar af tónleikaferðalögum um Evrópu. Í nýrri könnun sögðu 81% tónlistar­ fólks tónleikaferðalög ekki standa undir sér eftir Brexit og 60% sögðust íhuga að skipta um starfsvettvang. Kosningabarátta fyrir alþingiskosningar stendur nú sem hæst. Einn stjórnarflokk­ anna, Sjálfstæðisflokkurinn, fer fram með slagorðið „land tækifæranna“. Frasinn tengist hugmyndafræðinni um „ameríska drauminn“, loforði um útbreiðslu hagsældar. Upphaflega hugmyndin um ameríska drauminn er þó annars konar hagsæld en sú sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin virðast standa fyrir. Sagnfræðingurinn James Truslow Adams bjó til hugtakið „ameríski draumurinn“. Í bók sinni um sögu Bandaríkjanna sem kom út árið 1931 hélt Adams því fram að Banda­ ríkin hefðu villst af leið. Adams áleit þráláta áherslu á efnislega velgengni ganga þvert á hugmyndina um „ameríska drauminn um betra og ríkara líf til handa öllum þegnum af öllum stéttum“. Hann sagði ameríska drauminn „ekki aðeins draum um bílaeign og hærri laun“ heldur snerist hann um „andlegt“ ríkidæmi. „Ameríski draumurinn sem lokk­ aði tugi milljóna frá öllum heimshornum að ströndum okkar var ekki draumur um veraldleg gæði.“ Hann gekk út á „leit að lífi“ en ekki „lífsviðurværi“, hann var leit ein­ staklingsins að „varanlegu virði tilverunnar“ en ekki verði; ameríski draumurinn hvíldi á stoðum fjölbreytileikans þegar kom að vitsmunalífi, áhugamálum, siðum, venjum, listsköpun og lifnaðarháttum. Enginn ráðherra sá sér fært að mæta á fund þar sem iðja íslenskra listamanna var rædd. Það var hins vegar ekki þverfótað fyrir ráðherrum á fundi Samtaka iðnaðarins í vikunni. Þar voru bæði forsætis­ og fjármála­ ráðherra mætt til að ræða „niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja“. Hagsæld er ekki aðeins mæld í peningum. Ameríski draumurinn er ekki aðeins efna­ hagsmál. Alþjóðleg bókmenntahátíð var til að mynda sett í Reykjavík í vikunni og auðgar nú líf fjölda fólks. En þótt listir séu ekki bara efnahagsmál eru þær líka efnahagsmál. Tíu ár eru liðin frá því að úttekt var gerð á hagrænum áhrifum skapandi greina hér á landi. Leiddi hún í ljós að sex prósent vinnuafls störfuðu við skapandi greinar og að velta þeirra væri meiri en velta landbúnaðar og fiskveiða samanlagt. Niðurstaða skýrslunnar var sú að „skapandi greinar eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar“. Með sniðgöngu sinni hunsa stjórnvöld bæði andlegt og efnahagslegt gildi skapandi greina. Það er ekki ameríski draumurinn. Það er íslenska martröðin. n Íslenska martröðin Tvær vikur eru fram að kjördegi. Það er langur tími í pólitík. Og líka stuttur. Langur tími fyrir þá sem kunna að hrasa. Stuttur tími fyrir þá sem hafa óljóst erindi. En um hvað verður kosið? Málefni? Það er ekki víst. Það er meira að segja ólíklegt. Hitt er öllu líklegra að kosið verði um nýja tegund stjórnar eða þá sömu sem setið hefur undanfarin ár, að kosningarnar snúist um breyttar áherslur eða sama gamla stjórnarfarið. Þeirri stjórn sem setið hefur að völdum hefur verið legið á hálsi fyrir að vera kyrrsetustjórn, hvort sem það má kalla sanngjarnt eða ekki, en í öllu falli hafi hún engu viljað breyta í veiga­ mestu álitamálum íslenskrar þjóðmálaumræðu, eins og helstu andstæðingar hennar orða það. Og gott og vel. En er þá sjálfgefið að aðrir breyti einhverju? Munu þeir hafa til þess kraft og úthald, svo og pólitískt hugrekki? Það er ekki sjálfgefið. Eru ekki einmitt meiri líkur en minni á að annað samstarf flokkanna á löggjafarsam­ kundu landsmanna en það sem nú hefur haldið um taumana sitji við orðin tóm að afloknum kosningum? Og að efndir allra loforðanna verði soðnar niður í samkomulag svo margra flokka að ekkert verði úr aðgerðum? Það eru líkindi til þess. Vandi Alþingis hefur einkum verið sá á síðustu áratugum að fara ekki að vilja þjóðar­ innar. Ekki í heilbrigðismálum. Ekki í mál­ efnum öryrkja. Ekki í málefnum aldraðra. Ekki í menntamálum. Ekki í sjávarútvegsmálum. Ekki í landbúnaðarmálum. Ekki í samkeppnis­ málum. Ekki í neytendamálum. Ekki í alþjóða­ málum. Ekki í innflytjendamálum. Ekki í mannréttindamálum. Og svo mætti áfram telja. Niðurstaðan hefur miklu frekar verið mar­ flöt málamiðlun. Íslensk pólitík hefur nefnilega löngum verið á sjálfstýringu embættismanna­ kerfisins og opinberra stofnana, sem leggja bæði línurnar og laga sig að þeim. Pólitíkinni hefur sjaldnar en ekki tekist að brjóta niður þá múra sem reistir hafa verið austan Arnarhóls og hafa verið alþingismönn­ um illkleifari en Herðubreið og Heljarkambur. Pólitíkin hefur ráðið of litlu. Og Alþingi hefur koðnað niður inni í sölum nefndafundanna þar sem embættismannasam­ kundan hefur svæft það mörg hver síðdegin. Viljinn til að breyta hefur vikið fyrir óbærilega löngum geispa. Kosningarnar eftir tvær vikur snúast öðru fremur um það hverjir geta haldið vöku sinni – og sofna ekki á verðinum. Eða um getu þeirra sem engu vilja breyta. n Ný stjórn SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.