Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 25

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 25
dyrum og stóð fólk í anddyri og fyrir utan. Ein ástæða mætingarinnar var sú að án þess að borið hefði mikið á því hafði hún verið með neyðar- síma Krafts í mörg ár og tekið á móti símtölum veiks fólks og veitt því stuðning. Hún hafði stundað svo ofboðslega þjónustu, sem eftir á séð hafði djúpstæð áhrif til þess að hún lifði svo hamingjusömu og litríku lífi eftir að hún greindist aftur. Þegar ég áttaði mig á því hversu gríðarleg áhrif hún hafði með því að vera svona til staðar, varð það leið- arstef fyrir mig. Þegar maður vinnur í mínum geira er oft stutt í egóið, en maður verður að muna að kjarninn í leikhúsinu er þjónustan. Í vikunni voru til að mynda fimm sýningar á Rómeó og Júlíu sem við gáfum ungu fólki. Okkur langaði að ná inn í þennan aldurshóp sem hefur þjáðst hvað mest í samkomutak- mörkunum en minnst verið talað um. Þetta er hræðilegt því þarna eru allir týndu kossarnir og týndu ástarsamböndin, hljómsveitirnar sem urðu ekki til og vinaböndin sem ekki sköpuðust.“ Þorleifur sökkti sér í vinnu eftir systurmissinn og um hálfu ári síðar heimsótti hann vin sinn heitinn, Þorvald Þorsteinsson, til Los Ange- les. „Þar fékk ég bara taugaáfall.“ Segja má að nú sé Þorleifur að loka hring sem þarna hófst. Sagði sig frá öllum samningum „Ég er nú búinn að setja upp yfir 60 sýningar á fimmtán árum og verk- efnin hafa stækkað og stækkað,“ segir Þorleifur og bætir við að mikið f lakk fylgi verkefnunum. „Meðfram þessu er maður svo alltaf að reyna að halda öllum boltum á lofti.“ Fyrir um tveimur árum stóð Þor- leifur frammi fyrir ákvörðun, hann hafði ráðið sig til eins virtasta leik- húss Þýskalands og á borðinu voru tilboð frá fleiri húsum. Á sama tíma átti yngri sonurinn mjög erfitt upp- dráttar í þýska skólakerfinu. „Ég fann að ég þyrfti að taka ákvörðun. Hann þyrfti mikið meiri athygli og tíma núna og okkur fannst við verða að fara með hann heim. Ég var orðinn listrænn stjórn- andi í leikhúsinu sem mig hafði dreymt um að stjórna frá tvítugu. Þetta er eitt best fjármagnaða leik- hús Evrópu og þarna mótaðist að mörgu leyti það nútímaleikhús sem við þekkjum í dag. Ég fann skýrt að þetta er allt bara hjóm og að ég þyrfti að vera ann- ars staðar núna. Ég sagði mig frá öllum samningum og við komum heim. Ég fann það um leið og ég lenti hérna að það var eins og mér væri stungið í samband. Ég held að maður vanmeti oft hversu djúpstæð tengsl okkar eru við íslenska nátt- úru og þjóðarsál. Ég finn sterkt að mitt hlutverk í dag sé að gefa af mér hingað.“ Það sat ofboðslega í mér að hafa ekki sagt henni satt í okkar síðustu samskiptum þó það hefði ekki breytt neinu um útkomuna. Fann ofboðslegan létti „Það sem maður óskar sér tvítugur er ekkert endilega það sem maður er að leita að þegar maður kemst þangað. En maður þarf kannski að gera það til að átta sig. Á sama tíma og ég stend á þessum tímamótum er Magnús Geir að taka við Þjóð- leikhúsinu og við hefjum samtal. Ég fann að ég sem er búinn að vera gestur í íslensku leikhúsi lengi, hefði mikið fram að færa með víð- tækri reynslu minni. Ég er alveg enfant terrible í þýska samhenginu, en hef fengið frípassa því ég er eins konar aðskotahlutur, en hérna er ég ekki að utan. Auðvitað er ógeðs- lega erfitt að horfast í augu við að það sem maður var að stefna að svo lengi var ekkert endilega það sem maður var að leitast eftir, hvorki sem listamaður né sem manneskja. En þegar ég þurfti að fókusera á son minn fann ég að þá varð þetta ekk- ert vandamál. Mér eiginlega brá við hversu auðvelt það reyndist. Ég fann svo of boðslegan létti en hafði ekki áttað mig á hvað ég hafði borið á herðunum. Metnaðurinn fór úr böndunum Ég hafði að einhverju leyti fært kraftinn úr sársaukanum yfir í metnaðinn og hann fór kannski úr böndunum. Ég var alltaf að reyna að navígera á milli lífsins og listar- innar og líka á milli metnaðarins og sálarfriðarins. Kannski var ég bara búinn að fullnægja metnaðn- um. Ég var kominn á toppinn og þurfti ekki að gera það tíu sinnum. Þegar þú ert kominn upp á Everest er nefnilega fullt af öðrum spenn- andi tindum. Það er hugarfarið sem þarf að endurstilla. Ég bý að því að eiga frábæran feril en ég ætla ekki lengur að láta það stjórna lífi mínu. Þá er maður ekki jafn góður vinur og maður ætti að vera né sonur, eiginmaður eða pabbi.“ Þorleifur lýsir hugarfarsbreyt- ingunni sem löngu ferli. „Í bíómyndunum er þetta eitt móment en reynsla mín af lífinu er þannig að maður gerir upp- götvunina og þá byrjar úrvinnslan. Jung talar um að til þess þurfi hug- rekki og visku og ef maður nær að tengjast þessu tvennu mun áfallið umbreytast í ljós og stækka andann. Ég held að þetta sé algjör- lega rétt. Það er ekkert sérstaklega merkilegt að átta sig á einhverju. Við vitum oft að við erum að gera eitthvað rangt. Miklu erfiðara er að fara í gegnum það að breyta vana og væntingastjórnun okkar.“ ■ Opið virka daga frá kl. 9 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn á sminor.is. Uppþvottavél SN 43EC16CS (svört) 13 manna. Sex kerfi og fjögur sérkerfi. Hljóð: 44 dB. Fullt verð: 149.900 kr. Tilboðsverð: 119.900 kr. Þvottavél WM 14SO8DN Tekur mest 8 kg og vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus mótor. i-Dos: Sjálfvirk skömmtun fyrir fljótandi þvottaefni. Fullt verð: 169.900 kr. Tilboðsverð: 129.900 kr. Tekur mest 8 Bakstursofn HB 478GCB0S (svart stál) Stórt ofnrými. Kjöthitamælir. Matreiðslutillögur. Brennslusjálfhreinsun. Fullt verð: 179.900 kr. Tilboðsverð: 139.900 kr. Kæli- og frystiskápar KG 33VVLEA (stál, kámfrítt) KG 33V6WEA (hvítur) Skúffa (hyperFresh) sem tryggir ferskleika grænmetis og ávaxta lengur. lowFrost-tækni. Hæð: 176 sm. Fullt verð: 119.900 kr. Tilboðsverð: 92.900 kr. Tilboð í september Rakatæki, Eva little Lítið, öflugt og stílhreint. Fullt verð: 21.900 kr. Tilboðsverð: 16.900 kr. Sandnes Gólflampi 19702-01 Fullt verð: 13.900 kr. Tilboðsverð: 7.900 kr. Skoðaðu nýja tilboðsbæklinginn á síðunni okkar, sminor.is! Hjá okkur færðu þýsku gæðatækin frá Siemens, Bosch og Gaggenau.Stór og smá heimilistæki, ljós, pallahitarar, rakatæki og fleira í miklu úrvali. Margar vörur á sérstöku tilboðsverði sem gildir út september 2021 eða á meðan birgðir endast. Tilboð í s ep te m be r Helgin 25LAUGARDAGUR 11. september 2021 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.