Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 26

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 26
Tuttugu ár liðin frá árásinni sem skók heiminn George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, heyrði fyrst af árásinni frá starfsmannastjóra sínum, Andrew Card, tveimur mínútum eftir að seinni vélin lenti á suðurturninum, en hann var þá staddur í grunnskóla á Flórída. MYND/AP Á meðal þeirra sem létust þegar Tvíburaturnarnir hrundu voru um 400 slökkviliðs- og lögreglumenn sem voru við björgunarstörf. MYND/GETTY Í dag eru tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárás- um þann ellefta september, þegar nítján með- limir hryðjuverkahópsins Al-Kaída  rændu fjórum farþegaflugvélum með það að mark- miði að beita þeim sem vopnum til að ráðast á Bandaríkin. Hátt í þrjú þúsund manns létust í árásunum sjálfum og fjöldi fólks sem var á staðnum glímir enn við afleiðingarnar í dag. Fanndís Birna Logadóttir fanndis @frettabladid.is ætlunarverk sitt, en farþegum vélarinnar tókst að stöðva þá, eftir að hafa heyrt af árásunum á Tví- buraturnana og Pentagon. Var það ætlun hryðjuverka- mannanna að ráðast á byggingar sem táknuðu það sem Bandaríkin stæðu fyrir, til að mynda alríkis- þinghúsið í Washington eða Hvíta húsið. Vélin brotlenti á akri í Penn- sylvaníu skömmu eftir klukkan 10 og létust þar 40 manns um borð, auk hryðjuverkamannanna. „Við erum þess fullviss að þjóðin stendur í þakkarskuld við farþega United 93. Viðbrögð þeirra björg- uðu lífum fjölmargra annarra, og það getur verið að þau hafi bjargað annað hvort þinghúsinu eða Hvíta húsinu,“ segir í skýrslu nefndarinn- ar sem fjallaði um árásirnar. Glíma enn við afleiðingarnar Árásirnar voru vissulega þungt högg fyrir Bandaríkin í heild, en verstar fyrir New York-ríki. Eftir að Tvíburaturnarnir hrundu og World Trade Center var í rúst, tók við umfangsmikið björgunarstarf og mikil óvissa. Í upphafi var óttast að fleiri þús- und manns sem voru í turninum hefðu látist en endanleg tala lát- inna var líkt og áður sagði rúmlega 2.750, þar á meðal voru ríflega 400 slökkviliðsmenn og lögreglumenn sem létust við björgunarstörf. Auk þeirra sem létust þann 11. september hafa fleiri hundruð við- bragðsaðila látist vegna sjúkdóma á borð við krabbamein og öndunar- færasjúkdóma árin eftir árásina vegna magns eiturefna í loftinu sem barst frá rústunum, meðan þau voru við björgunarstörf. Samkvæmt upplýsingum World Trade Center-verkefnisins, sem miðar að því að veita þeim sem voru viðstödd heilbrigðisþjónustu og aðhald, hafa rúmlega 2.900 við- bragðsaðilar sem voru skráðir í verkefnið látist. Þar að auki hafa 878 almennir borgarar sem voru hluti af verkefninu látist. Enn að bera kennsl á fórnarlömb Tuttugu árum síðar er enn verið að bera kennsl á líkamsleifar þeirra sem létust í árásinni á World Trade Center. Í gær greindi réttarmeinar- fræðingur New York-borgar frá því að þeim hefði tekist að bera kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga með lífsýnarannsókn. Um var að ræða 1.646. og 1.647. einstaklingana sem borin hafa verið kennsl á. Enn á því eftir að bera kennsl á um 40 prósent þeirra sem létust í árásinni. „Fyrir tuttugu árum lofuðum við fjölskyldumeðlimum fórnarlamb- anna við World Trade Center að gera hvað sem er, sama hversu langan tíma það tekur, til að bera kennsl á ástvini þeirra,“ sagði réttarmeina- fræðingurinn Barbara A. Sampson. Eins og á hverju ári munu fjöl- skyldumeðlimir þeirra sem létust við árásina koma saman á torginu í World Trade Center við minnisvarð- ann þar sem nöfn fórnarlambanna eru rituð, í dag. n Ellefti september 2001 er dagur sem heimsbyggðin mun ef laust seint gleyma, en þennan dag urðu Bandaríkin fyrir einni mannskæð- ustu hryðjuverkaárás sögunnar. Íbúar New York bjuggust eflaust ekki við því sem koma skyldi þegar þeir vöknuðu um morguninn þenn- an örlagaríka dag og afleiðingunum sem áttu eftir að fylgja. Fyrr um morguninn höfðu nítján hryðju- verkamenn Al-Kaída farið um borð í fjórar farþegaflugvélar með eitt markmið, að ráðast á Bandaríkin og allt sem þau stæðu fyrir, með vélarnar að vopni. Skömmu eftir klukkan átta um morguninn hafði þeim öllum tek- ist að komast fram hjá öryggisráð- stöfunum á f lugvöllunum í Boston, New Jersey og Washingtonborg. Var þá hryðjuverkamönnunum ekkert að vanbúnaði og náðu þeir f ljótlega eftir f lugtak öllum fjórum vélunum á sitt vald. Stefnan var þá sett á Tvíburaturnana í World Trade Center í New York og Penta- gon, aðalbækistöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Virg- iníu. Við erum með nokkrar vélar Að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem var skipuð til að fjalla um árásirnar ellefta september og kom út árið 2004, var flugmálayfir- völdum skömmu fyrir klukkan hálf níu ljóst að mögulega væri hryðju- verkaárás í aðsigi. Viðvörunar- bjöllur voru farnar að klingja hjá flugumferðarstjóra Boston Centr- al, þegar vél American Airlines 11 fylgdi ekki leiðbeiningum skömmu eftir flugtak og slökkt var á ratsjár- svara vélarinnar. Klukkan 8.24 bárust f lugum- ferðarstjórn eftirfarandi skilaboð frá vélinni: „Við erum með nokkrar vélar. Hafið bara hljótt, og það verður í lagi með ykkur. Við erum að snúa aftur á flugvöllinn.“ Klukkan 8.46 fylgdist heims- byggðin með í skelfingu þegar vél American Airlines 11, með 92 manneskjur um borð, f laug inn í norðurturn Tvíburaturnanna. Sautján mínútum síðar, klukkan 9.03, var ljóst að verið væri að ráðast á Bandaríkin, þegar vél United Airl- ines 175, með 65 manns um borð, flaug inn í suðurturninn. Staðan átti aðeins eftir að versna þegar vél American Airlines 77 flaug inn í Pentagon klukkan 9.37. Tvíburaturnarnir hrundu báðir og létust um 2.750 manns í New York þennan dag. Í Pentagon létust 184. Í heildina létust nærri þrjú þúsund manns í árásunum, þar á meðal allir farþegar vélanna þriggja og allir hryðjuverkamennirnir. Mannfallið hefði verið meira ef hryðjuverkamönnunum fjórum sem reyndu að ná vél United Air- lines 93 á sitt vald hefði tekist 26 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.