Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 47

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 47
Blómstrar þú í skapandi umhverfi og brennur þú fyrir því að gera heiminn að betri stað? Reykjavíkurborg hefur blásið til sóknar með Græna planinu til að hraða stafrænni umbreytingu og bregðast við kröfu íbúa og fyrirtækja um bætta þjónustu á stafrænum miðlum. Þjónustu- og nýsköpunarsvið leiðir stafræna umbreytingu á þjónustu borgarinnar og leitast við að vera boðberi frjórrar menningar, nýrra aðferða og framsækins hugsunarháttar. Við leitum að mannlegum ofurhetjum til að skipa i-teymi stafrænnar vegferðar Reykjavíkurborgar en verkefninu er ætlað er að hraða stafrænni umbreytingu í þjónustu hins opinbera. I-teymið beitir skapandi aðferðum svo nýta megi stafrænar lausnir enn frekar til að bæta þjónustu og þar með líf og lífsgæði borgarbúa. Tækni og kerfi spila þar stórt hlutverk, ekki síður en fólk og ferlar. Um er að ræða ný störf, fjármögnuð af Bloomberg Philantrophies undir flaggi „Build back better“, til tveggja eða þriggja ára með möguleika á framlengingu. Verkefnið er unnið í samstarfi við svið, skrifstofur og stofnanir Reykjavíkurborgar sem og Amsterdam í Hollandi, San Francisco og Washington í Bandaríkjunum og Mexikóborg í Mexikó og Bogotá í Kólombíu. Ef þú ert öflugur, lausnamiðaður og framsýnn einstaklingur sem hefur að bera góða skipulagshæfni, sýnir sjálfstæði og frumkvæði í starfi, ert afburða góður í samskiptum og að mynda tengsl þvert á skipulagsheildir, þá ert þú réttur maður, kona eða kvár í i-teymið. Umsóknarfrestur er til 26. september 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, þó ekki seinna en í lok nóvember. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á umsóknarvef Reykjavíkurborgar. Þjónustuleiðtogi (100% starfshlutfall) Þjónustuleiðtogi eflir faglegt starf þjónustu- hönnunnar innar borgarkerfisins. Hann styður við og tryggir samhæfingu í þjónustuhönnun milli ólíkra einstaklinga og teyma sem vinna við stafræna vöruþróun, og stuðlar að farsælum innkaupum og innleiðingu á hugbúnaði í öðrum stafrænum verkef- num. Þjónustuleiðtogi samræmir samstarf við svið og stofnanir Reykjavíkurborgar um framkvæmd þjónustu og þróun hennar. Helstu verkefni: → Þróar og innleiðir ramma og tól til hagnýtingar þjónustuhönnunar þvert yfir svið borgarinnar. → Leiðir fræðslu og þekkingarmiðlum um þjónustuhönnun innan borgarinnar. → Er verkefna- og vörustjórnum, framleiðslu- teymum, hönnuðum og öðrum til ráðgjafar. → Vinnur náið með UXteyminu við notenda rannsóknir og hönnun á notendaupplifun og ferli. → Vinnur náið með myndskreyti við nálganir á föngun þjónustuhönnunar í myndskreytingu. Gagnasérfræðingur (100% starfshlutfall) Gagnasérfræðingur þróar leiðir til að meta arðsemi og framvindu stafrænnar umbreytingar m.a. með birtingu lykiltalna á mælaborðum. Hann styður við gagnadrifna ákvörðunartöku í verkefnum i-teymisins og stafrænni umbreytingu í þeim tilgangi að bæta þjónustuupplifun borgarbúa og fyrirtækja. Gagnasérfræðingur finnur leiðir til að skapa virði úr gögnum borgarinnar og tekur þátt í þróun gagnahug- búnaðar, tölfræði- og gervigreindarlíkana. Helstu verkefni: → Útfærsla á birtingu arðsemi og skýrslugjöf því tengt. → Forritun og viðhald á gagnavinnsluferlum. → Greining og vinnsla, myndræn framsetning og miðlun gagna og greininga. → Þróun og viðhald á viðskiptagreindarskýrslum og rekstur tölfræðilíkana. → Ráðgjöf varðandi gagnavinnslu og gagnagreiningu. Atferlishagfræðingur /Framtíðarfræðingur (100% starfshlutfall) Viðkomandi styður við viðskiptaþróun og stefnumótandi hugsun í i-teyminu, hann freistar þess að brjóta til mergjar hvað það er sem hefur áhrif á og mótar hegðun fólks til framtíðar, samþættir innsýn í atferli einstaklinga við vöruþróun og hönnun á viðmóti í stafrænni vegferð, og hefur forgöngu um tilraunir með nýstárlegar lausnir til að leysa áskoranir í þjónustuveitingu. Helstu verkefni: → Innleiðir ramma og tól til hagnýtingar atferlis- fræða og skyldra fræða í stafrænni vegferð. → Gerir teymum kleift að nýta sér viðeigandi upplýsingar í allri forritunar- og þjónustuhönnun. → Hannar og framkvæmir tilraunir og dregur saman helstu niðurstöður. → Greinir stór gagnasöfn og gerir úr þeim upplýs- ingar til ákvarðanatöku við þróun lausna. → Vinnur náið með UXteyminu við notenda rannsóknir til að hanna notendaupplifun og ferli. Myndskreytir (50% starfshlutfall) Myndskreytir hefur það hlutverk að þróa áhrifaríkan og heildrænan myndheim fyrir Hönnu, hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar sem gerir alla stafræna umbreytingu fallegri, skýrari og mannlegri og styrkir alla notendaupplifun. Myndskreytir framleiðir myndefni fyrir ólík viðmót, einn og í samsköpun, auk þess að skrá sköpunarferlið sjálft frá upphafi til lokaafurðar. Helstu verkefni: → Þróar skýra ásýnd og teiknar upp fjölbreyttan myndheim hönnunarkerfisins Hönnu. → Framleiðir myndskreytingar fyrir viðmóts- og útlitshönnun stafrænna vara, fyrir markaðsstarf og samskipti og annað sem við á. → Heimildateiknun í notendarannsóknum til hagnýtingar í efnisgerð. → Skráning og framsetning á sköpunarferli og myndskreyttum afurðum stafrænnar vegferðar. Samskiptaséní (100% starfshlutfall) Hlutverk sérfræðings í markaðssamskiptum er að smíða áætlarnir í markaðs- og kynningarmálum fyrir stafræna vegferð. Hann vinnur að útfærslu, samræmingu og framkvæmd markaðsaðgerða þvert yfir sviðið á forsendum samþykktrar mörkunar. Hann miðlar sögu og áhrifum stafrænnar þjónustuum- breytingar til starfsfólks borgarinnar, íbúa og fyrirtækja á þann hátt að tilgangur hennar sé skýr og að hún stuðli að jákvæðri upplifun. Helstu verkefni: → Treystir stafræna mörkun borgarinnar með stefnumiðaðri áætlunargerð. → Eflir slagkraft í markaðssamskiptum með ráðgjöf og þjónustu í markaðs- og kynningarmálum. → Tryggir að markaðstarf á vegum sviðsins styðjist við nýjustu og öflugustu miðlunarleiðirnar. → Hefur umsjón með framleiðslu á efni í tengslum við markaðsaðgerðir og birtingar á miðlum. → Hefur umsjón með skipulagning ráðstefna, viðburða og opinna funda sviðsins. Ef þú vilt vinna á faglegum og skemmti- legum vinnustað þar sem helsti hvatinn er nýsköpun, umbætur á þjónustu fyrir borgar- búa og fyrirtæki og krefjandi viðfangsefni þá er Þjónustu- og nýsköpunarsvið borgarinnar rétti staðurinn fyrir þig. Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti. Vakin er athygli á stefnu borgarinnar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir hennar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.