Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 50

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 50
Suzuki bílar • Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • 568 5100 BIFVÉLAVIRKJAR Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með reynslu af bílaviðgerðum til starfa á verkstæði Suzuki bíla h/f. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir sendið tölvupóst með ferilskrá á gylfi@suzuki.is fyrir 20. sept. Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með reynslu af bíla, utanborðsmótora.- og mótorhjóla viðgerðum til starfa á verkstæði Suzuki bíla h/f. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir sendið tölvupóst með ferilskrá á gylfi@suzuki.is fyrir 20. sept. Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000 Sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 20. sept. 2021 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á samgongustofa.is/storf Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á samgongustofa.is Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu sérfræðings hjá öryggis- og fræðsludeild á stjórnsýslu- og þróunarsviði. Helstu verkefni eru skráning sjóslysa og atvika í samevrópskan gagnagrunn auk þátttöku í greiningu og túlkun gagna um sjóslys. Einnig þátttaka í forvarna- og fræðsluverkefnum sem miða að því að breyta hegðun og viðhorfum og auka þannig öryggi í samgöngum, með sérstakri áherslu á öryggi til sjós. Felur það í sér gerð efnis, þ.e. hugmyndavinnu, textagerð, uppsetningu og skipulag, sem og dreifingu þess, bæði til almennings og afmarkaðra hópa. Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna með öðrum í fjölbreyttum verkefnum. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, gott skipulag og nákvæmni, jákvætt og opið hugarfar og góða færni í framsetningu og stafrænni miðlun. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um BA/BS gráðu. • Reynsla af fræðslu eða kennslu er kostur. • Reynsla af forvarnarstarfi eða stafrænni miðlun er kostur. • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti. • Góð tölvufærni, m.a. við úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. • Þekking og áhugi á siglingum og sjómennsku er kostur. • Frumkvæði, skipulag og nákvæmni. • Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum. Yfirmaður þjónustusviðs/þjónustuliði Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða yfirmann þjónustusviðs/þjónustuliða. Starfið felur í sér verkstjórn og skipulag vegna almennra þrifa á rýmum skólans, verknáms- húsi og skólalóð. Hér er um dagleg þrif að ræða og umhirðu skólans. Viðkomandi aðstoðar einnig í matsal nemenda sem og á skrifstofu og/eða á bókasafni í forföllum. Yfirmaður þjónustuliða er tengiliður við stjórnendur. Hann er í samskiptum við nemendur og starfsfólk og leiðbeinir nemendum varðandi umgengni. Áríðandi er að viðkomandi búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund og jákvæða framkomu. Viðkomandi þarf að búa yfir drifkrafti og frumkvæði til að leysa þau verkefni sem undir starfið falla. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Menntaskólinn í Kópavogi er frábær vinnustaður, þar er starfsandi góður og aðstaða til fyrirmyndar. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðu- neytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594 4000. Sótt er um starfið á starfatorg.is eða með því að senda ferilskrá og umsókn á netfangið mk@mk.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. september. Skólameistari Leikskólakennarar óskast Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa frá 1. október 2021. Undraland er þriggja deilda leikskóli á Flúðum. Við skólann stunda tæplega 50 börn nám. Við störfum eftir hugmyndafræði Reggio Emilia með útikennslu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til rannsókna og leikja. Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða annari tilskilinni menntun. Ef ekki berast umsóknir frá lkennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinendur í stöðuna. Hæfni: Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að: Búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu. Mikilvægur þáttur í starfi leikskólans er jákvæðni og umburðarlyndi. Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við námskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Launakjör: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslen- skra sveitafélaga og Félags leikskólakennara. Við hvetjum fólk af hvaða kyni sem er, til að sækja um hjá okkur. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu skólans og en einnig er hægt að senda umsókn með ferilskrá og upplýsingar um styrkleika umsækjanda á netfangið ingvel- dur@undraland.is. Umsóknarfrestur er til 28. september 2021 Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 7686600 eða í tölvupósti ingveldur@undraland.is Við hlökkum til þess að heyra frá áhugasömum barnagælum! Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR 10 ATVINNUBLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.