Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 74

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 74
Hildur Ösp Gunnarsdóttir útskrifaðist úr Hárakademí­ unni 2019 með framúr­ skarandi sveinspróf, þá bar hún sigur úr býtum á Íslandsmótinu sama ár, en að hennar sögn ætlaði hún sér aldrei út í þennan bransa. „Ég ætlaði aldrei í hársnyrtinn og ég streittist í raun á móti því. Ég hef alltaf haft áhuga á hári og verið að gera f léttur og hárgreiðsl- ur síðan ég man eftir mér. Þá horfi ég mikið á YouTube-myndbönd þar sem verið er að vinna með hár. Mamma og pabbi tóku eftir þessu og spurðu þegar ég var í menntaskóla hvort ég myndi nú ekki fara í Tækniskólann að læra hárgreiðslu. Það vildi ég alls ekki og fór í Versló. Eftir útskrift 2016 langaði mig í sjúkraþjálfaranám. Ég tók mér árspásu til þess að ferðast og á meðan skoðaði ég nám í háskólanum fyrir haustið en leist ekki á neitt. Þá bentu foreldrar mínir mér á ný á að sækja um í Hárakademí- unni og ég athugaði málið. Þá kom í ljós að umsóknarfresturinn var liðinn. Ég endaði á að hringja í skólastjórann og fékk að vita að það hefði losnað pláss. Skólinn byrjaði í ágúst en ég var föst í vinnu í Bandaríkjunum og kom ekki heim fyrr en í september og byrjaði þremur vikum of seint. En ég var fljót að koma mér inn í allt. Þarna fann ég mig algerlega og þetta nám hefur verið alveg sjúk- lega skemmtilegt,“ segir Hildur, sem hefur nú bætt við sig meistara- námi úr Meistaraskólanum. Metnaður alla leið Hildur er 25 ára gömul og hóf nám í Hárakademíunni árið 2017. Þegar kom að því að taka sveinsprófið í lok námsins, árið 2019, segist Hildur hafa tekið metnaðinn svo- lítið langt, sem skilaði sér margfalt til baka. „Í sveinsprófinu tekur maður próf í ýmsum greinum, eins og litun og klippingu, herra- klippingu, permanenti og fleiru. Í hverjum flokki gera nemendur verklýsingar um það sem þeir ætla að gera í prófinu. Þar kemur fram útskýring á því hvernig módelið var fyrir og hvað maður ætli að gera til að breyta því. Í lokin fara prófdómarar yfir útkomuna og verklýsinguna og athuga hvort hún stemmi ekki. Ég var sjúklega metnaðarfull og ætlaði mér að ná langt. Ég hafði skipulagt mig marga mánuði fyrir prófið, að finna módel og æfa mig á þeim. Ég var með ömmu í blæstri í hverri viku og klippti frænda minn á þriggja vikna fresti. Þegar ég fékk einkunnina var ég himinlifandi, enda sá ég að öll vinnan síðasta árið hafði skilað sér. Það var mjög góð tilfinning.“ Íslandsmeistari Stuttu eftir að Hildur útskrifað- ist hafði Harpa Ómarsdóttir, meistari Hildar úr skólanum, samband við hana og spurði hvort hún vildi keppa fyrir hönd Hárakademíunnar á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. „Ég var feimin við það fyrst en ákvað að taka þátt. Í keppninni var mikið lagt upp úr heildarútlitinu í öllum greinum. Í herraklippingunni átti ég að hanna sjálf tískulínu og klippa eftir henni. Sama gilti í dömuklippingunni. Þá vorum við búin að lita hárið fyrir fram en klipptum á staðnum. Svo gerði ég brúðargreiðslu og fór alla leið, fékk brúðarkjól lánaðan hjá vin- konu minni, skreytti módelið með skarti og hugsaði vel út í heild- arútlitið. Að lokum var keppni í greiðslu sem við fengum senda fyrirfram á mynd. Þá áttum við að gera eins og á myndinni. Þegar við vorum búin að klippa, stigum við frá og dómar- arnir komu og dæmdu. Það voru keppendanúmer á speglunum og dómararnir vissu ekki hvaða keppandi var númer hvað. Núna stefni ég á að fara út og taka ein- hver námskeið og efla mig meira í faginu.“ Ávanabindandi tilfinning Í náminu fór Hildur á starfssamn- ing hjá Blondie í Síðumúla árið 2018. „Ég hef svo unnið þar síðan ég hlaut sveinsprófið 2019. Þá er ég að vinna í Þjóðleikhúsinu og svo kenni ég í Hárakademíunni. Það er ómetanlegt að fá að vinna við áhugamálið sitt. Ég lifi mig mjög mikið inn í það sem ég er að gera og starfið er ótrúlega fjöl- breytt. Það er svo góð tilfinning að sjá viðskiptavininn labba út ánægðan með sjálfan sig. Þetta er svolítið ávanabindandi tilfinning. Í Þjóðleikhúsinu fæ ég að vinna meira með mun ýktari hár- greiðslur og förðun en á stofunni. Núna vinn ég í Rómeó og Júlíu, Kardimommubænum og nýju leikriti sem nefnist Ásta og verður frumsýnt 17. september. Leikritið spannar langan tíma og á hverju tímabili eru nýjar greiðslur. Í kennslunni fæ ég að deila reynslu minni og þekkingu. Það er mjög gaman að fara aftur á byrjunarreit og kenna við skólann sem ég lærði sjálf í.“ ■ Hárrétt ákvörðun að fara út í hárbransann Hildur Ösp segir hársnyrtistarfið fjölbreytt og skemmtilegt. En hún ætlaði ekki alltaf út í þennan bransa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hildur segir tilfinninguna þegar viðskiptavinur gengur ánægður út af stofunni vera mjög gefandi og ávanabindandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 kynningarblað 11. september 2021 LAUGARDAGURSTELPUR OG VERKNÁM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.