Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 80
Nýi síminn er
sagður hafa
sömu eiginleika
og iPhone 2012
en hefur verið
bættur um-
talsvert.
elin@frettabladid.is
Mikil tilhlökkun ríkir hjá aðdá-
endum iPhone þar sem fyrirhuguð
er ný útgáfa um miðjan septem-
ber. Apple gefur lítið út um nýja
símann en talið er að hann muni
heita iPhone 13.
Síminn mun líta svipað út og
iPhone 2020 línan og hafa sömu
eiginleika. Þó hafa verið gerðar
miklar endurbætur á myndavél-
inni, síminn verður með hraðari
örgjörva, þar á meðal ofurhratt
5G-mótald og aukinn líftíma
rafhlöðu. Hann gæti því orðið
öflugasti síminn hingað til. Búist
er við að týpurnar verði fjórar í
þremur stærðum, tvær „Pro“ og
tvær í ódýrari kantinum.
Það hafa orðið nokkuð margar
breytingar á iPhone síðan hann
kom fyrst á markað árið 2007. Sím-
arnir eru orðnir mun fullkomnari
en því er jafnframt spáð að þeir
muni hækka talsvert í verði. ■
Nýr öflugur iPhone
Til að koma í veg fyrir þreytu yfir
daginn er best að halda sömu svefn-
rútínu alla daga vikunnar.
elin@frettabladid.is
Fólk sem vaknar þreytt á morgn-
ana og er úrvinda á kvöldin hefur
mögulega ekki sofið nægilega
vel. Þreyta er afleiðing af lélegum
svefni. „Það geta verið margar
ástæður fyrir því að við sofum
ekki nægjanlega vel,“ segir dr.
Lindsey Browning, sálfræðingur
og svefnráðgjafi, við breska tíma-
ritið Stylist.
Þreyta getur haft áhrif á til-
finningar okkar, frammistöðu
í vinnunni, þrek til að þjálfa
líkamann eða gera eitt og annað
sem okkur finnst skemmtilegt.
Margir þjást af svefnleysi og vakna
þreyttir. Ef heimilisráð eins og
hugleiðsla, lavender í koddann eða
kamillute gagnast ekki er kannski
kominn tími til að skoða hvað það
er raunverulega sem veldur þessari
þreytu.
Persónulegur svefn
Að sögn Lindsey þurfa flestir sjö til
níu tíma svefn. Færri þurfa meiri
eða minni svefn. „Svefn er mjög
persónulegur. Átta tíma svefn er
ekki hentugur fyrir alla. Ef fólk
fær ekki nægan svefn kemur það
niður á orku líkamans. Ágætt ráð
er að skrifa hjá sér líðan sína 15-20
mínútum eftir að maður vaknar,“
bendir hún á. „Ef þér finnst sjö til
átta tíma svefn halda þér í góðu
formi allan daginn þá er það rétti
tíminn fyrir þig. Ef hins vegar þú
þarft 10-11 tíma svefn getur verið
eitthvað annað sem hefur áhrif á
þreytuna. Til dæmis svefngæði eða
heilsufarsvandamál. Ef þú sefur
minna en sjö klukkustundir ætt-
irðu að skoða lífsstíl þinn.
Sumir fara snemma í rúmið
og vakna fyrr á meðan aðrir eru
næturhrafnar og vilja vaka lengi
en vakna seint. Fjölskylda og vinna
geta haft áhrif á svefnáætlun en
besta leiðin til að halda þreytu í
skefjum er að fara alltaf að sofa á
sama tíma og vakna sömuleiðis
á sama tíma. Helgarnar rugla oft
svefnrútínu í eina eða aðra átt
sem getur orðið til þess að fólk er
þreyttara í vinnuvikunni. Þess
vegna er mikilvægt að halda svefn-
rútínu alla vikuna.“
Vítamín og birta
Annað dæmi er of lítil birta.
Dagsbirtan er afar mikilvæg fyrir
svefninn. Að vera úti í birtunni
hjálpar heilanum að tímasetja
sig. Áhrifaríkt er að fara í göngu-
túr á bjartasta tímanum. Einnig
getur D-vítamín og járn minnkað
þreytu. Mataræðið hefur einnig
áhrif á orkuleysi. Draga skal úr
fituríkum mat og þeim sem hefur
mikið kolvetnismagn. Jafnvægi í
mataræði gefur betri heilsu.
Eitt annað er koffín. Of mikil
kaffidrykkja síðdegis hefur nei-
kvæð áhrif á svefninn. Ekki ætti
að drekka kaffi eftir klukkan 15 á
daginn. Ef um svefnvandamál er
að ræða ætti að draga stórlega úr
kaffidrykkju yfir daginn.
Það er margsannað að hreyfing-
styrkir þrekið og fólki, sem hreyfir
sig daglega, líður betur andlega.
Góð þjálfun eykur endorfín í
líkamanum og bætir orkuna til
muna. Andleg heilsa hefur mikil
áhrif á svefninn og ef hún er góð
verður orkan meiri. ■
Orkuleysi og
svefnvandamál
stendur vörð um þína heilsu
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Af bæði eigin reynslu og í gegnum
starf mitt sem hjúkrunarfræðingur
hef ég áttað mig á því hversu stór
partur af heilsu fólks er tengdur
meltingarveginum. Regluleg inntaka
á góðgerlum styður við heilbrigða
þarmaflóru og eflir ónæmiskerfið.
Ég get svo sannarlega mælt með
Bio-Kult vörunum sem hluta af
heilbrigðum lífsstíl.
Laufey Steindórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og jógakennari.
ÖFLUGIR GÓÐGERLAR
fyrir alla fjölskylduna
10 kynningarblað A L LT 11. september 2021 LAUGARDAGUR