Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 90
Víðir Mýrmann opnar þriðju einkasýningu sína, Tilvist, í Gall- erí Fold í dag. arnartomas@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Víðir Mýrmann opnar einkasýninguna Tilvist í Gallerí Fold í dag. Þetta er þriðja sýning Víðis í galleríinu og er talsvert stærri en þær sem á undan komu. „Þetta er allt abstrakt nálgun á lands- lag þar sem áherslan er lögð á núvitund, að staldra við og njóta þess sem skiptir máli“ segir Víðir, sem vinnur verkin öll með olíu á striga. „Við erum aðeins að tapa okkur í hraðanum og tækniþróun- inni. Þetta er í rauninni bara róman- tík eins og gömlu málararnir voru að fást við, en kannski með aðeins meira nútímaívafi.“ Víðir segir að stóra spurningin að baki sýningunni sé: „hvað skiptir eiginlega máli?“ „Er það ekki jarðtengingin? Við erum alltaf að berjast við að halda henni og ég er ekkert síður en aðrir þar,“ segir hann. „Það sem situr eftir í lífinu er samtalið, sem við eigum við umhverfið og annað fólk. Þetta veraldlega er bara skraut.“ Huglæg alkemía Víðir segir að myndefni sýningarinnar sé ekki af ákveðnum stöðum heldur sé um hughrif og upplifun að ræða. „Mikið af þessu er eitthvað sem ég hef tekið inn við að ferðast um,“ segir hann. „Ekki endilega það sem augun sjá, heldur eitt- hvað sem er þar að baki.“ Tilvist er öllu bjartari en síðasta sýn- ing Víðis, Árstíðir, þar sem hann beitti sér fyrir því sem hann kallar dökka rómantík. Að baki verkunum sem eru til sýnis segir Víðir að skynjun gestanna skipti höfuðmáli. „Það sem ég geri eru skilaboð sem koma til mín og ég kem áfram á tví- víðan flöt,“ útskýrir hann. „Þín skynjun er önnur en mín og ég er ekkert að trufla hana. Þetta er huglæg alkemía – að taka hlut, tilfinningu eða hugmynd og breyta henni í eitthvað annað.“ Oft veit Víðir ekki hvað hann var að gera fyrr en mörgum mánuðum síðar og segir hann að spurningin skipti meira máli en svarið. „Mín nálgun er sköp- unin og hvert verk hefur sína rödd,“ segir hann. „Útkoman er oft óljós og ég hef ekki mikið vald yfir henni.“ n Útkoman getur oft verið óljós Víðir segist sækja í sama rómantíska efnivið og gömlu málararnir, en með nútímaívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verkin á sýningunni eru ekki af ákveðnum stöðum, en byggja á upplifun. MYNDIR/AÐSENDAR Mín nálgun er sköpunin og hvert verk hefur sína rödd. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán Hjálmarsson svæfinga- og gjörgæslulæknir, lést á heimili sínu 31. ágúst sl. Útför hans fer fram þriðjudaginn 14. september kl. 13 frá Hafnarfjarðarkirkju. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/LrQ3PvrhFQw Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Dropann, styrktarfélag sykursjúkra barna. Unnur Rannveig Stefánsdóttir Tinna Mjöll Stefánsdóttir Hjálmar Stefánsson Rakel Ýr Ólafsdóttir Margrét Stefánsdóttir Guðmundur Snorri Eysteinsson Magnus Julius Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, langamma og langalangamma, Jóna Guðrún Kristinsdóttir Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir góða umönnun. Sveinn Jensson Jón Heiðar Sveinsson Sigrún Harpa Hauksdóttir Esther Selma Sveinsdóttir Lilja Sveinsdóttir Sveinbjörn Sveinsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Arnar Ólafsson (Óli stormur) fv. lögreglumaður og skipstjóri, lést þann 14. ágúst á sjúkrahúsinu Akranesi. Útför verður frá Stykkishólmskirkju þann 13. september klukkan 14. Útförin verður send út í streymi á www.stormur.lognid.is Ólafur Björn Ólafsson Jolanta M. Glaz Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir Rúnar Russel Tuti Ruslaini Frank Russel barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Ragnarsson Sólmundarhöfða 7, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 7. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 16. september kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Badmintonfélag Akraness, bankanúmer: 0186-26-9026, kt. 430169-6109. Drífa Harðardóttir, Faisal, Salma og Sara Una Harðardóttir Ragnar Harðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Jóhannesson Prestastíg 8, lést á Landspítalanum Fossvogi þann 3. september sl. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju, þriðjudaginn 14. september kl. 13. Útförinni verður streymt á www.streyma.is Lilja Guðmundsdóttir Jóhannes Björnsson Gyða Björnsdóttir Sigurður Gunnarsson Bragi Björnsson Bryndís Harðardóttir Björn Þór Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Gunnarsson frá Steinsstöðum, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, föstudaginn 3. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógræktarfélag Skilmannahrepps kt. 490399-2089 bankareikningur nr. 0552-26-1872. Sigurður Pétur Sigurðsson Kolbrún Gunnarsdóttir Runólfur Þór Sigurðsson Soffía Örlygsdóttir Guðmundur Gísli Sigurðsson Kristín Guðrún Jónsdóttir Sigmundur G. Sigurðsson Guðríður Guðmundsdóttir Sigurlín M. Sigurðardóttir Magnús Sverrisson Helga Sigurðardóttir Halldór Karlsson Guðráður Gunnar Sigurðsson Ása Líndal Hinriksdóttir afabörnin og langafabörnin. Elsku systir okkar, Gígja Guðfinna Thoroddsen Starengi 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala 8. september 2021. Ólafur E. Thoroddsen Ásta St. Thoroddsen 38 Tímamót 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.