Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 96

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 96
Einn af eftirtektarverðari hugmyndabílum á Bílasýn- ingunni í München, er án efa Vision FK frá Hyundai. Með bílnum veðjar merkið á að vetni muni leika stórt hlut- verk í að kolefnisjafna bíla- flota framtíðarinnar. njall@frettabladid.is Hyundai sýndi Vision FK í nokk- urs konar dulargervi á sérstakri vetnisráðstefnu á sýningunni. Var bíllinn kynntur sem væntanlegur framleiðslubíll svo greinilegt er að Hyundai er alvara með þessum bíl. Hyundai hefur sagst ætla að leggja áherslu á vetni og að það muni leika stórt hlutverk í áætlunum þeirra næstu tvo áratugi og rafvæðingu bílaf lota þeirra. Vision FK er 670 hestafla bíll með 600 km drægni svo að þarna eru alvöru tölur á ferðinni. Bíllinn er hannaður í samstarfi við ofurbílaframleiðandann Rimac sem Hyundai á 12 prósent í. Efna- rafallinn í bílnum er þróaður af Hyundai, en til viðbótar við hann er stór rafhlaða svo um nokkurs konar tvinnbíl er að ræða. Er þetta í fyrsta skipti sem bíll er smíðaður með þessum hætti, en það að koma fyrir bæði efnarafal og stórri rafhlöðu er ekkert einfalt mál og þá sérstaklega ekki í sportbíl eins og þessum. Bíllinn verður svipaður að stærð og BMW 3-lína og gæti verið kom- inn í sölu fyrir lok áratugarins, en þá áætlar Hyundai að vetnisbílar nái að vera á pari við rafbíla í fram- leiðslukostnaði. n Hyundai kynnir fyrsta vetnisknúna sportbílinn Þó að bíllinn hafi verið kynntur í dularbúningi fer ekki á milli mála að hér er alvörubíll, búinn alvöru tækni á ferðinni.EL1-bíllinn byggir á útliti Audi Quattro og mun kosta 160 milljónir króna þegar hann kemur á götuna. njall@frettabladid.is E-Legend er þýskt fyrirtæki sem sett hefur á markað einstakan 805 hestafla sportbíl sem sækir útlit sitt til Audi Quattro rallbílsins. Bíllinn er með yfirbyggingu úr koltrefjum og knúinn áfram af þremur rafmót- orum. Einn rafmótor er að framan sem skilar 201 hestafli en tveir 302 hestaf la rafmótorar eru við hvort afturhjól. Raf hlaðan er 90 kWst sem gefur honum 400 km drægni þrátt fyrir af lið. Raf hlaðan er T- laga svo að farþegar hans geti setið lægra. Fyrsta eintak bílsins er til sýnis í München þessa vikuna og að sögn talsmanna fyrirtækisins er bíllinn aðeins 2,8 sekúndur í hundraðið. Hann verður 1.680 kíló að þyngd og mun geta tekið tvo hringi á Nür- burgring í Sport Plus-akstursstill- ingunni, en hún étur upp orkuna. Aðeins 30 eintök verða framleidd af bílnum og kosta frá 130-160 millj- ónum króna eftir útgáfum. n E-Legend EL1 er 800 hestafla ofurrafbíll EL1 er ótrúlega líkur Audi Quattro með sín breiðu bretti og kassalaga útlit. Bíllinn er hannaður í samstarfi við ofurbíla- framleiðandann Rimac sem Hyundai á 12 pró- senta eignarhlut í. Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr. SsangYong Tivoli Xlv Hlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 60 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. Toyota Landcruiser 150 Gx ‘21, sjálfskiptur, ekinn 5 þús. km. Verð: 12.490.000 kr. Opel Amera-e Premium ‘20, sjálfskiptur, ekinn 22 þús. km. Verð: 4.190.000 kr. 591787 446423 780033 Opel Insignia Cosmo ‘15, sjálfskiptur, ekinn 54 þús. km. Verð: 2.690.000 kr. 5905394x4 100% rafm agn 4x4 Verð ....................................... 3.490.000 kr. Innborgað ............................. 500.000 kr. Eftirstöðvar .......................... 2.990.000 kr. Aorgun á mánuði ............ 46.653 kr.** Gott úrval notaðra bíla Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.* Ford hefur sent frá sér myndband af næstu kynslóð Ford Ranger pallbíls- ins við prófanir í torfærum. Þessi fjórða kynslóð bílsins verður frum- sýnd á næsta ári samhliða nýjum Volkswagen Amarok sem verður á sama undirvagni. Greinilegt er að blanda á saman útliti sem vinsælt er beggja vegna Atlantsála með kassalaga framenda og ljósum. Samkvæmt hljóðinu í mynd- bandinu verður hann áfram með dísilvél, líklega uppfærslu á tveggja lítra EcoBlue-vélinni. Engar fregnir hafa þó borist af rafdrifinni útgáfu hingað til, þótt von sé á rafútgáfum fyrir Ford Transit og F-150. n Myndir af nýjum Ranger í felubúningi Þótt bíllinn sé í felubúningi er útlitið nokkuð vel sýnilegt. Myndin sýnir hvernig vetnisbúnaði og rafhlöðu er komið fyrir í bílnum. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.