Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 98

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 98
Leikurinn fer fram á gervigrasi KR, í Frosta- skjóli, í dag. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson sýna verk í Gerðarsafni. Sýningin, sem Eliza Reid forsetafrú opnar í dag, ber titilinn Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum. Með henni fagna listamennirnir, sem eru hjón, tuttugu ára samstarfi í mynd­ listinni. Sýningarstjóri er Becky Forsythe. Bryndís er prófessor og fagstjóri meistaranáms við myndlistadeild Listaháskóla Íslands og Mark er prófessor í myndlist við University of Cumbria í Bretlandi. Verk þeirra hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkj­ unum. „Í Gerðarsafni sýnum við lista­ verk sem við höfum unnið síðast­ liðin tuttugu ár. Í þessum verkum skoðum við samband mannsins við dýr, til að endurskoða tengsl mannsins við náttúruna eins og þau hafa verið í gegnum tíðina,“ segir Bryndís. „Ég er með bakgrunn í skúlptúr og ljósmyndun og Mark er með bakgrunn í teikningu og grafík en saman vinnum við í alls konar efni. Yfirleitt setjum við verk okkar í innsetningar sem samanstanda af skúlptúrum, fundnum hlutum, víd­ eóverkum, hljóði, teikningum, ljós­ myndum og textum,“ segir Bryndís. Ekki sem veggfóður Meðal verka á sýningunni eru fjór­ tán myndir af sérvöldum blóma­ fræjum sem þau fengu í grasagarðin­ um í Gautaborg í Svíþjóð. „Verkefnið sem var unnið í samvinnu við grasa­ fræðing, líffræðing og tvo uppeldis­ fræðinga, hafði þá yfirskrift að fá fólk til að sjá plöntur sem lífverur á eigin forsendum en ekki sem eins konar veggfóður fyrir aðra hluti,“ segir Bryndís. „Fræin, sem eru af háfjallaplöntum, voru valin af garð­ yrkjufræðingnum Hendrik Zetter­ lund sem hafði í gegnum árin safnað Fjalla um samband mannsins við dýr Mark og Bryndís fagna tuttugu ára samstarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ljósmyndaröð hjónanna um uppstoppaða ísbirni. Leitum að módel teikningu eftir Alfreð Flóka fyrir viðskiptavin. Gott verð í boði fyrir góða mynd. Studio Stafn ehf Sími 898-4403 Við rekjum sögu hvers einstaka bjarnar, sem hefst oftast þar sem hann hittir mann- skepnuna og lífi hans sem lifandi veru lýkur. Mark Wilson þeim um víða veröld og bar ábyrgð á þeim þarna í grasagarðinum. Við fengum aðgang að skimrafeindasjá til að taka svarthvítar myndir af fræjunum, sem við gáfum síðan lit í gegnum tölvuforrit samkvæmt því sem augað nam í venjulegri rafeindasmásjá. Afraksturinn er fjórtán ljósmynda verk ásamt texta af frásögnum Hendriks frá plöntu­ söfnuninni í upprunalegum heim­ kynnum plantnanna.“ Annað verk úr sama verkefni er fjórtán metra löng mynd af gras­ fræi. „Þetta er ákveðið gras sem kallast stipa pennata og er nær útdautt í Svíþjóð. Í dag er það varð­ veitt á litlu svæði innan girðingar þar sem dýrum og fólki er bannaður aðgangur en það er í raun í andstöðu við það sem það þyrfti til að taka sér bólfestu og vaxa,“ segir Bryndís. Frosið líf Árið 2001 hófu Bryndís og Mark nokkurs konar könnun á fjölda uppstoppaðra ísbjarna á Bretlandi. Þau leituðu þá uppi, ljósmynduðu eins og þeir komu fyrir og söfnuðu upplýsingum um fortíð þeirra og sögu. Á sýningunni í Gerðarsafni eru um þrjátíu ljósmyndir af upp­ stoppuðum ísbjörnum á söfnum og á heimilum fólks þar í landi. Þetta mikla ísbjarnarverkefni byrjaði í tengslum við eftirnafn Bryndísar. „Ég bjó og starfaði í Glas­ gow í mörg ár og var svolítið þreytt á því hversu erfitt það reyndist þar­ lendum að bera fram Snæbjörns­ dóttir. Ég tók nafnið mitt – snær og björn – með það fyrir augum að leggja grunn að eigin ísbjarnar­ tengdu ættartré á erlendri grund. Þetta var í upphafi samstarfs okkar Mark, það sem eftir kom og þær hugsanir sem spruttu út frá þessu verkefni snertu okkur djúpt og lagði í raun grunninn að því sem við höfum í verið að velta fyrir okkur síðan í listinni. “ Um ísbjarnarverkið í Gerðarsafni segir Mark: „Þetta er ljósmyndaröð sem hófst árið 2001 og lauk árið 2006. Við rekjum sögu hvers ein­ staka bjarnar, sem hefst oftast þar sem hann hittir mannskepnuna og lífi hans sem lifandi veru lýkur. Í staðinn hefst svo annars konar til­ vera sem uppstoppað dýr – líf sem er frosið í ákveðna stellingu, mótað eftir vilja mannsins. Sem slíkt er það sett á safn eða á einkaheimili og verður eins konar táknmynd um allan ísbjarnastofninn, eða ímynd þeirra aðstæðna sem við mann­ fólkið viljum spegla okkur í.“ Þau hafa unnið náið saman í tvo áratugi og blaðamaður spyr Mark hvort þau séu aldrei ósammála. Hann segir: „Það að við erum ekki alltaf sammála krefst þess að við rökræðum, að við tökum tillit til sjónarmiða hvort annars og vinnum að því að ná samkomulagi. Þetta er áhugavert ferli þar sem gagnrýn hugsun er ríkjandi – það er sam­ tímis ögrandi og hressandi.“ List amennir nir verða með leiðsögn á ensku nú á sunnudag klukkan 14.00 í safninu. Þess má síðan geta að 25. september verður opnuð í Listasafni Akureyrar sýning á verkum Bryndísar og Marks, um ísbirni á Íslandi frá 1880­2016. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Merk ileg u r í þrót t av iðbu rðu r verður í Vesturbænum í Reykja­ vík í dag. Þar mætast rithöfundar og útgefendur í fótboltaleik sem er eini íþróttaviðburður yfirstand­ andi Bókmenntahátíðar í Reykja­ vík. Í liði útgefenda verða einhverjir öflugustu bókaútgefendur landsins og í liði rithöfunda verða beittustu pennar bókaþjóðarinnar. Ljóst er að hart verður barist, nú þegar jóla­ bækurnar eru f lestar farnar af stað í prentsmiðjurnar. Til að tryggja að leikurinn fari vel fram mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta­ málaráðherra halda á f lautunni og dæma leikinn. Leikurinn fer fram á gervigrasi KR, í Frostaskjóli, í dag, laugardag­ inn 11. september, klukkan 14.00. Vitanlega eru allir velkomnir og eru um leið hvattir til að velja sér sitt lið til að hvetja til dáða. Rithöfundar mæta útgefendum Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra verður dómari í fótboltaslag. kolbrunb@frettabladid.is Næstkomandi þr iðjudag, 14. september, klukkan 19.30 verða í Tíbrá, Salnum, söngtónleikar með mezzósópraninum Karin Björgu Torbjörnsdóttur og litáíska píanó­ leikaranum Gaivu Bandzinaite. Munu þær bjóða tónleikagestum upp á tónlistarferðalag í samsetn­ ingu ljóða, aría og kantata. Þunga­ miðja tónleikanna eru verk eftir Haydn, Ravel, Frumerie og Duparc og eru yrkisefnin hjartaþrá, sorg, ást og von. ■ Sorg, ást og von Karin Björg Torbjörnsdóttir hlaut Grímuna árið 2020 sem söngvari ársins. - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN dagar til jóla!5 7. - 16. SEPTEMBER 46 Menning 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.