Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 106

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 106
Anna Þóra í Sjáðu bjargaði geðheilsunni fimmtug, þegar hún virkjaði meðfædda munnræpu. Þar sem hún trúir á reglulegar breytingar finnur hún vaðlinum nýjan farveg á mánudaginn þegar hún fagnar 59 ára afmælinu, með fyrsta þætti hlaðvarpsins Sunshine and lollipops. toti@frettabladid.is „Sjö er heilög tala og yfirleitt geri ég breytingar á afmælisdaginn minn og ég verð 59 ára á mánudaginn og þá fer vonandi fyrsti podcast-þátt- urinn minn í loftið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir í Sjáðu, um nýtt hlað- varp sem hún kennir við sólskin og sleikjóa, Sunhsine and lollipops. „Mér skilst að það séu ekki marg- ar 59 ára konur á Íslandi með pod- cast. Útvarp 101 heldur utan um þetta og ég hugsa að ég verði annan hvern mánudag til að byrja með og ef vel gengur jafnvel bara vikulega.“ Þannig er alls ekki útilokað að Anna Þóra eigi síðar eftir að verða kennd við hlaðvarpið sitt frekar en gler- augnaverslunina. Munnræpan virkjuð „Ég hef verið með munnræpu frá því ég fæddist þannig að það vefst ekki fyrir mér að tala,“ segir Anna Þóra, sem fann einmitt sáluhjálp í kjaftavaðlinum eftir „smá andleg veikindi“ fyrir níu árum. „Þegar ég varð fimmtug greindist ég með mikinn kvíða og áfallastreit- uröskun og var þá sagt að ég yrði að fá mér hobbí og þá tengist það náttúrlega munnræpunni minni, þannig að þá fór ég í uppistand og hef verið í því í sjö ár og á sjö ára fresti á maður að gera breytingar.“ Anna Þóra segist renna mátulega blint í hlaðvarpssjóinn, en hefur ekki miklar áhyggjur. „Ég á eftir að prófa þetta en ég hef náttúrlega oft verið viðmælandi í útvarpsþáttum og mér finnst agalega gaman að hafa orðið. Fólk hefur ekkert farið varhluta af því og þegar ég er á staðnum gríp ég oft fram í, leiðrétti sögur og kem mínum sögum að. Mér finnst þetta náttúrlega bara hinn eðlilegasti hlutur.“ Parket og rakaðir pungar Anna Þóra bendir einnig á að hún búi að víðtækri og fjölbreyttri lífs- reynslu. „Svo hef ég unnið við ýmis- legt í lífinu. Til dæmis að selja popp í Háskólabíói og skeina og raka punga á Landspítalanum. Síðan vann ég í parketverksmiðju í Svíþjóð, á skrif- stofu á vistheimili fyrir fyllibyttur og svo fór ég á barinn og kynntist sjóntækjafræðingi, skólabróður mínum, og hef síðan þá bara verið föst í gleraugnaverslun í tæp 30 ár.“ Þótt Anna Þóra sé kona ekki einhöm þarfnast titill þáttarins, Sun shine and lollipops, eiginlega frekari skýringa, sem ekki stendur á. „Sunshine and lollipops segir svo- lítið til um hvernig þátturinn verð- ur. Hann verður um allt og ekkert og aldrei um eitthvað eitt sérstakt. Þú getur ekki gengið út frá því að það sé talað bara alltaf um femínisma, eða alltaf um megrunarkúra eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður bara það sem mig langar að tala um hverju sinni.“ Leiðinlegur Dani Hugmyndafræðilegar rætur þátt- arins má síðan rekja enn lengra og dýpra. Nánar til tekið til Svíþjóðar. „Sunshine and lollipops kemur frá því að ég vann í parketverksmiðj- unni í Svíþjóð og bjó með óhemju leiðinlegum, dönskum manni. Honum fannst voða gaman að tala niður til mín og gera lítið úr mér með því að segja í niðrandi tón að ég héldi að lífið væri bara sunshine and lollipops. Það var verið að reyna að brjóta mig niður með því að segja mér að ég væri svo heimsk að ég héldi að lífið væri sólskin og sleikjóar. En ég er löngu búin að snúa þessu við, yfir í jákvæða minningu og nota þetta mjög oft. Að lífið sé æðislegt. Það sé bara eins og sunshine and lollipops, bara ekki í þessum danska skilningi. Þessi maður er látinn og vonandi er bara hlaðvarp á himnum þannig að hann heyri hvað ég er orðin sterk og dugleg.“ ■ Himneskt sleikjóhlaðvarp með sænskar parkettrætur Anna Þóra hefur staðið vaktina í gleraugnaversluninni Sjáðu í áratugi og er eðlilega kennd við búðina. Sólskin og sleikjó gætu þó breytt nafnbótinni ef nýja hlaðvarpið gengur vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Fyrsti viðmælandinn minn er bara uppáhalds manneskjan mín,“ segir Anna Þóra sem tók Sigríði Thorlacius fagnandi í stúdíóinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þessi maður er látinn og vonandi er bara hlaðvarp á himnum þannig að hann heyri hvað ég er orðin sterk og dugleg. 54 Lífið 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 NÝR OG SPENNANDI SEÐILL!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.