Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 6
Skýrsla stjórnar B. S. R. B.
á 23. þingi bandalagsins 17. sept. 1964
Á því starfstímabili stjórnar B.S.R.B., sem nú er að
ljúka, hafa kjaramálin verið aðalviðfangsefnið. Ber þar
fyrst að nefna iindirbúning þeirra kjarasamninga, sem
gera skyldi samkvæmt lögum um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna, er samþykkt voru vorið 1962. Þess-
ir kjarasamningar voru tvíþættir. Annars vegar voru
heildarkjarasamningar fyrir starfsmenn ríkisins um
launakjör, vinnutíma, yfirvinnu og fleira, en hins-
vegar voru kjarasamningar bæjarstarfsmanna við hlut-
aðeigandi bæjarstjórnir.
Undirbúningur.
Samkvæmt lögum nr. 55/1962, um kjarasamninga
opinberra starfsmanna, skal stjórn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja kjósa fimm ríkisstarfsmenn í
kjararáð, sem fer með umboð bandalagsins til samn-
ingsgerðar. Kjararáð var kosið á fundi bandalagsstjórn-
ar 7. júní 1962.
Jafnframt samþykkti bandalagsstjórnin að koma á
fót fulltrúanefnd (launamálanefnd), er sé skipuð ein-
um fulltrúa frá hverju félagi í bandalaginu, er hafi
það hlutverk að. vera bandalagsstjórn og kjararáði til
leiðbeiningar og aðstoðar við undirbúning og gerð
kjarasamnings og annað sem kjaramál varðar.
Var þessi launamálanefnd síðan skipuð af félögun-
um og þetta fyrirkomulag síðan staðfest á síðasta
bandalagsþingi með því að taka ákvæði um sérstaka
launamálanefnd upp í lög bandalagsins.
Þegar síðasta bandalagsþing var haldið hafði kjara-
ráð starfað í þrjá mánuði, haldið 46 fundi, og aflað
þeirra gagna og upplýsinga, sem það átti kost á. Fyrir
bandalagsþingið var lögð tillaga að launastiga, sem
samþykktur var á þinginu sem grundvöllur að kröfu-
gerðinni. Þessi launastigi var byggður á eftirfarandi
höfuðatriðum:
1. Ákvæðum kjarasamningalaganna um, að hliðsjón
skuli hafa af kjörum launþega, sem vinna sambærileg
störf hjá öðrum en ríkinu.
2. Ákvæðum sömu laga um tillit til menntunar
afbyrgðar og sérhæfni starfsmanna.
3. Þegar gerðum launakröfum nokkurra stétta opin-
berra starfsmanna, svo sem lækna, verkfræðinga og
fleiri.
Kjararáð lagði frá upphafi starfs síns megináherzlu
á, að sem nánast samstarf tækist milli þess og banda-
lagsstjórnar og stjórna allra félaga innan bandalagsins.
Þannig voru félögin látin fylgjast með störfum kjara-
ráðs bæði með fundum í launamálanefndinni og einnig
á þann hátt, að stjórnum félaganna voru send drög
að öllum tillögum áður en þær voru lagðar fyrir ríkis-
stjórnina. Félögin áttu því jafnan kost að gera athuga-
semdir sínar á öllum stigum undirbúnings kröfugerð-
arinnar. Hinn 1. október 1962 var haldinn fundur í
launamálanefnd og fulltrúum afhent tillaga um launa-
stigann, sem síðar var lögð fyrir bandalagsþing, til-
lögur um skipan starfsmanna í launaflokka og tillögur
um vinnutíma, yfirvinnu og fleira.
Voru fulltrúarnir 1 launamálanefnd beðnir að ræða
þessar tillögur við stjómir félaga sinna og senda at-
hugasemdir við þær fyrir 5. október.
Þegar að loknu bandalagsþingi hófst kjararáð handa
um að ganga endanlega frá kröfugerð til ríkisstjómar-
innar. Að þessu verki loknu var málið lagt fyrir banda-
lagsstjórn, sem 17. nóvember 1962 ritaði bandalagsfé-
lögunum eftirfarandi bréf:
„Góðir félagar:
Með lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna
er lagt svo fyrir, að stjórn bandalagsins kjósi kjara-
ráð, sem undirbúi og fari með samningsgerð af hálfu
B.S.R.B. gagnvart ríkisstjórn á hverjum tíma. Sam-
kvæmt þessu kaus stjórn bandalagsins í kjararáð á
síðastliðnu vori, og var starfstími þess einróma fram-
lengdur með lagabreytingum á síðasta bandalagsþingi.
Kjararáð hefur starfað undanfarna fimm mánuði og
aflað þeirra gagna og upplýsinga, sem það hefur átt
kost á. Er það nú að leggja síðustu hönd á tillögur
að kjarasamningi, sem því ber að senda samninga-
nefnd ríkisins samkvæmt lögum nr. 55/1962, um kjara-
samninga opinberra starfsmanna. Jafnframt hefur það
lýst því yfir:
að það muni leggja fram tillögur sínar við samninga-
nefndina með þeim fyrirvara, að það geti á samn-
ingsstiginu breytt einstökum atriðum, ef rökstuddar
ástæður liggi til.
að launamálanefnd bandalagsins verði gefinn kostur á
að fylgjast með samningaviðræðum.
að einstökum félögum verði gefinn kostur á að senda
til þess rökstuddar greinargerðir um breytingu á
röðun félagsmanna sinna, er fylgi með til kjaradóms
ef málið fer þangað.
Öllum hlýtur að vera ljóst, að frekari dráttur á því,
að gengið sé til samninga, getur hæglega valdið því,
að lögin komist ekki í framkvæ.nd á tilsettum tíma,
en þess mun enginn óska.
Við stöndum nú á tímamótum, þar sem mikilsverð
réttarbót er fengin og nauðsyn ber til, að hún komi
okkur öllum að sem beztum notum. Telur stjórn B.S.
R.B. að hún verði að gera allt, sem henni er fært, til
að styrkja samstöðu félaga sinna. Með það fyrir aug-
um samþykkti hún einróma á fundi sínum í dag að
óska eftir yfirlýsingu félaga ríkisstarfsmanna um að
stjórnir þeirra styðji tillögur kjararáðs sem samnings-
grundvöll í trausti þess, að hinir fyrstu heildarsamn-
ingar ríkisstarfsmanna færi þeim verulegar kjarabætur.
Svar cskast sent á skrifstofu bandalagsins fyrir kl.
6 mánudaginn 19. þ. m.“
Stjórnir allra starfsmannafélaga ríkisstarfsmanna
nema tveggja, lýstu sig samþykkar því, að launamála-
6 ÁSGARÐUR