Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 27

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 27
Frá setningu þingsins. (Ljósm.: Guðjón Einarsson). 23. þing B. S.R.B. Formaður bandalagsins, Kristján Thorlacius, setti þingið í Hagaskólanum í Reykjavík fimmtu- daginn 17. sept. s.l. kl. 17.00 og bauð fulltrúa vel- komna, sérstaklega minntist hann nýlátinnar for- setafrúar, Dóru Þórhallsdóttur, og heiðraði þing- heimur minningu hennar með því að rísa úr sætum. Þingið fól formanni að senda samúðar- kveðju til forseta. Ennfremur minntist hann Karls Halldórssonar tollvarðar, er um mörg ár var for- maður Tollvarðafélags Islands og átti um skeið sæti í varastjórn bandalagsins. Þingheimur heiðraði minningu hans og annarra látinna félaga með því að rísa úr sætum. Innlendir gestir þingsins voru frá A.S.Í., vara- forseti þess, Eðvarð Sigurðsson, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands Henry Hálfdánar- son, Samb. ísl. bankamanna, form. þess, Sig. Orn Einarsson. Stéttasamband bænda gat ekki komið því við að senda fulltrúa, þar sem þeir stóðu í samningum um verð á landbúnaðarafurðum, en þinginu bárust heillaóskir þess í skeyti. í ávarpi sínu við þingsetningu komst form. m. a. svo að orði: „Að þessu sinni ákvað stjórn bandalagsins að bjóða samtökum opinberra starfsmanna á Norð- urlöndum að eiga áheyrnarfulltrúa á þinginu. í sambandi við undirbúning hinna fyrstu heild- arkjarasamninga B.S.R.B. leituðum við til þess- ara samtaka og fengum hjá þeim margháttaðar upplýsingar, sem komu að góðum notum. Stjórn bandalagsins vill með því að bjóða full- trúum frá Norðurlöndum á þetta þing sýna þakk- lætisvott fyrir þessa mikilsverðu aðstoð og einnig er það tilgangurinn, að samtök okkar sýni með þessu áhuga sinn á auknu norrænu samstarfi sambanda opinberra starfsmanna. Eg vil í nafni þingsins láta í ljós ánægju yfir því, að hlutaðeigandi sambönd í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð skuli hafa séð sér fært að þiggja boð okkar, og leyfi mér að bjóða fulltrúa þeirra hjartanlega velkomna. Aðalverkefni þessa þings verður að móta þá stefnu í launamálum opinberra starfsmanna, sem fylgt verður á næstu tveimur árum. Rúm tvö ár eru nú liðin síðan opinberir starfs- menn fengu takmarkaðan samningsrétt sam- kvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með þeirri lagasetningu hófst nýr þáttur í starfi samtaka okkar. Sú stefna, sem síðasta bandalagsþing markaði í launamálum opinberra starfsmanna, var fyrst og fremst í því fólgin að jafnræði í kjaramálum næðist við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Með heildarkjarasamningum þeim, sem gerðir voru á s.l. ári og dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963, var stigið stórt spor í þá átt. Þann góða árangur, sem náðist, ber fyrst og fremst að þakka því, hve giftusamlega tókst að ÁSGARÐUR 27

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.