Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 25
Nýjar kröfur um launahækkun Verkalýsfélögin hafa undanfarna mánuði samið um verulega hækkun dagvinnukaups. Eru þeir samningar byggSir á júnt-samkomulagi Alþýðusambandsins, vinnuveitenda og ríkisstjómar. Hækkun dagvinnukaups, sem er nokkuð mismunandi (frá 5,4% og allt upp í 10—15%) byggist á þrennu: a) Greiðslu launa fyrir frídaga. b) Breytingu eftirvinnuálags úr 60% í 50% gegn samsvarandi hækkun dagvinnu. c) Tilfærslur starfa í launagreiðsluflokkum og aldursuppbætur. Þetta gefur allt tilefni til hækkunar á launum opinberra starfsmanna, sem nú hafa ennþá dregizt aftur úr i launum. Bandalagsstjórn hefur að undanförnu kannað, hvort ríkisstjórnin væri til viðræðu um hækkun dagvinnukaups hjá opinberum starfsmönnum. Ríkisstjórnin hefur fyrir skömmu neitað þeirri málaleitun. Þar sem þessar launahækkanir eru nú orðnar almennar mun B.S.R.B. taka ákvörðun um það á næstunni, hvort kröfur verði settar fram á grundvelli samningsréttarlaganna og þá væntanlega leitað úrskurðar Kjaradóms. Kemur þá einnig til álita, hvort krafan um 15% launahækkun verður ítrekuð, þar sem aðalforsenda synjunar Kjaradóms á þeirri kröfu var sú, að með því væri gerð tilraun til algerrar stöðvunar allra launahækkana. Sú stöðvun hefur ekki orðið, eins og fyrr greinir. Kjaradómur vísar kröfum barna- kennara frá dómi Samband íslenzkra barnakennara höfð- aði f. h. barnakennara mál gegn fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs vegna heimavinnu kennara, þ. e. a. s. greiðslu fyrir vinnu við undirbúning kennslustunda og úr- vinnslu verkefna. Dómur var kveðinn upp 14. okt. s.l. og var kröfum sóknaraðila í máli þessu vísað frá dómi. í niðurstöðum Kjaradóms koma fram aðalatriði þess, sem um var deilt svo og túlkun Kjaradóms og fylgir því sá kafli orðréttur hér á eftir: „í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna seg- ir, að í kjarasamningi skuli kveða á um föst laun og vinnutíma og laun fyrir yfir- vinnu. Hins vegar segir í 2. mgr. sömu greinar, að kjarasamningur taki ekki til lífeyrisréttinda, hlunninda, aukatekna, or- lofsréttar og kaups í veikindaforföllum né annarra fríðinda, sem líkt sé farið. í 1. mgr. 6. gr. laganna segir, að þegar ákveða skuli starfskjör, sem kjarasamningur taki ekki til, skv. 5. gr., og ekki séu lögbundin, skuli semja um þau við hlutaðeigandi bandalagsfélög. í 24. gr. laganna segir, að Kjaranefnd skeri úr ágreiningi samnings- aðila um, hver aukastörf sé rétt að telja til aðalstarfs og hver beri að launa sér- ÁSGARÐUR 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.