Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 10
i lögum nr. 55/1962, sem kveða á um að B.S.R.B. geti krafizt laimahækkunar ríkisstarfsmanna í heild, ef al- mennar og verulegar kauphækkanir eigi sér stað þar til kjaraákvæði samkvæmt lögunum komi til fram- kvæmda. Til þessarar heimildar hafði áður verið gripið hinn 26. júní 1962 Þá náðist samkomulag um 7% launa- hækkun til ríkisstarfsmanna. Ríkisstjórnin vildi ekki fallast á kröfu þessa, og fór því málið til Kjaradóms að loknum samningaviðræð- um lögum samkvæmt. Niðurstaða Kjaradóms í þessu máli var á þá leið, að kröfu bandalagsins var algjörlega hafnað. Krafa um 15% launahækkun frá 1. janúar 1964. í desembermánuði 1963 urðu almennar launahækk- anir hjá öðrum stéttum en opinberum starfsmönnum. Námu hækkanir þessar yfirleitt 15% og giltu frá 21. desember 1963. Hinn 31. desember 1963 ritaði stjórn bandalagsins ríkisstjórninni og óskaði endurskoðunar á launakjör- um ríkisstarfsmanna samkvæmt úrskurði kjaradóms frá 3. júlí 1963. Var jafnframt vitnað til fyrrgreindra launahækkana og þess krafizt, að laun starfsmanna ríkisins yrðu hækkuð um 15% frá 1. janúar 1964 að telja. Viðræður fóru fram um framangreindar launakröfur samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/1962, en samkomulag tókst ekki. Var því málinu vísað til Kjaradóms. Og var það þar sótt og varið samkvæmt fyrrgreindum lög- um. Málflutningsmenn af hálfu bandalagsins voru þeir Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson og Har- aldur Steinþórsson. Dómur kjaradóms í þessu máli var á þá leið, að launakröfunni var hafnað. Kjaradómur klofnaði þó um málið og skiluðu tveir dómendur sératkvæði. Eyjólfur Jónsson, lögfræðingur, vildi verða við kröf- um bandalagsins og dæma ríkissjóð til þess að greiða starfsmönnum ríkisins 15% launahækkun eins og farið var fram á. Benedikt Sigurjónsson, lögfræðingur, taldi í sínu sér- atkvæði að hækka bæri laun starfsmanna ríkisins, eitthvað, en tiltók ekki ákveðna hundraðstölu. Óhætt er að fullyrða, að dómsniðurstaða meirihluta Kjaradóms olli mikilli gremju og vonbrigðum meðal opinberra starfsmanna. Kjararáð ræddi málið samdægurs og samþykkti mót- mælaályktun, sem send var blöðum og útvarpi. Stjórn bandalagsins ræddi dómsniðurstöðuna á tveimur fund- um dagana 1. og 2. apríl og var á síðari fundinum sam- þykkt eindregin mótmælaályktun gegn dómsniðurstöðu meirihluta kjaradóms. Jafnframt var ákveðið, að bandalagið héldi almennan fund um málið, sem síðan var haldinn í Austurbæjar- bíói mánudaginn 6. apríl 1964. Þessi fundur var mjög vel sóttur og var húsfyllir. Ræðumenn voru fjórir stjómarmenn úr bandalagsstjórninni, en auk þeirra fluttu ávörp formenn 9 bandalagsfélaga. í fundarlok var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga lögð fram af bandalagsstjórn: ,,Almennur fundur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, haldinn í Austurbæjarbíói 6. apríl 1964, lýsir yfir fullum stuðningi við mótmæla- ályktun þá, sem stjóm B.S.R.B. gerði vegna dóms kjaradóms frá 31. marz s.l. og birzt hefur í blöðum og útvarpi Fundurinn telur að ríkisstarfsmenn hafi skv. 7. gr. samningsréttarlaganna átt ótvíræðan rétt á launa- hækkun til samræmis við kauphækkanir annarra stétta á liðnum vetri. Telur hann vítaverða þá röskun, sem með dóminum er gerð á launahlutfallinu milli ríkis- starfsmanna og annarra launþega. Um leið og fundurinn mótmælir harðlega niðurstöðu dómsins skorar hann á opinbera starfsmenn að styrkja samstöðu sína um rétt sinn og hagsmunasamtök.“ Samstarfsnefnd um launa- og kjaramál. Á árinu 1961 varð samkomulag milli ríkisstjómar- innar og B.S.R.B. um að komið yrði á samstarfsnefnd þessara aðilja, er fjalla skyldi um ýmis ágreiningsmál. Þessi nefnd hefur starfað áfram, þótt færri málum hafi verið skotið til hennar en á fyrstu tveimur starfs- árum hennar. Ásgarður. Á starfstímabilinu hafa þegar komið út 2 tölublöð af blaði bandalagsins Ásgarði. Brýna nauðsyn ber til að efla útgáfustarfsemi banda- lagsins frá því sem nú er. Greinilega hefur komið 1 ljós undanfarið, að sam- tökin þurfa að leggja mikla áherzlu á upplýsingastarf- semi út á við og innan samtakanna. Slíkt verður naum- ast gert, nema með eigin málgagni bandalagsins, sem komi reglulega út. Fréttatilkynningar hafa hins vegar verið sendar öðru hvoru til blaða og útvarps varðandi ýmislegt í starfi samtakanna. Eftirlauna og lífeyrismál. Eins og frá var skýrt í síðustu skýrslu bandalags- stjórnar starfaði þá nefnd til að endurskoða lög um lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. Kr. Guðmundur Guðmundsson, tryggingafræðingur, flutti fróðlegt erindi um þessi mál á síðasta bandalags- þingi. Nú hafa verið sett ný lög um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, lífeyrissjóð barnakennara og lífeyris- sjóð hjúkrunarkvenna, og er unnið að því að samræma reglugerðir annarra lífeyrissjóða opinberra starfs- manna þeim lögum. Jafnframt setningu nýrra lífeyrissjóðslaga var breytt lögum um almannatryggingar, þannig að meðlimir sér- lífeyrissjóða njóta nú fullra réttinda í almannatrygg- ingunum, og greiða þá jafnframt fullt almannatrygg- ingagjald. Skrifstofan. Það varð ljóst, er farið var að starfa að kjaramál- unum samkvæmt lögunum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, að eigi yrði unnt að vinna allt það starf í sjálfboðavinnu, sem hlóðst á samtökin með breyttu skipulagi launamálanna. Var því ákveðið að ráða tvo starfsmenn þá Guðjón B. Baldvinsson og Harald Steinþórsson til að vinna að undirbúningi kjarasamninganna. Einnig var ráðin vél- ritunarstúlka. Reynslan sýndi, að starfsemi bandalagsins hafði vaxið svo, að óhjákvæmilegt var að auka starfskrafta 10 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.