Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 23
Vísnabálkur Ásgarðs Það virðist svo, sem opinberir starfs- menn yrki ekki nema á bandalagsþingum. Að minnsta kosti hefur Asgarður ekki fengið sendar neinar aðrar vísur frá þeim, þrátt fyrir áskoranir. Nú er bandalagsþingi nýlokið og birtast því þingvísur, sem Ludvig C. Magnússon safnaði eins og fyrr. Við höfum ekki ennþá birt mynd af Lud- vig, en látum að þessu sinni nægja eftir- farandi lýsingu, sem R. R. frá Akureyri gaf á honum: Loksins hitti ég Ludvig C. ljóðmæringinn snjalla. Eins og ég það aldna tré er með beran skalla. Vegna breytingatillögu, sem samþykkt var við tillögu um samningsrétt orti Stefán Jónsson, kennari, þetta um Kjaradóm: Það er ámælisvert að efast um hlutleysi manna og auglýsa vantrú á réttsýni dómstólanna. Það er ámælislaust og engum til nokkurs meins að auglýsa hitt: „Við treystum þeim ekki til neins“. Allmikið var rætt um mismunandi bar- áttuaðferðir í launamálum og gaf H. O. frá ísafirði eftirfarandi skilgreiningu á sjónarmiðum manna: Allir vilja efla og tryggja sinn hag. Einn vill biðja — hinn vill fara í slag. Hvort er betra bænamál eða gassi? Ber oss frekar að hlífa knjám en rassi? Umræður urðu snarpar á köflum, þannig að hógværum mönnum eins og Ludvig C. varð nóg um. Hann orti: Bálvondir og blánandi býsnast kappar öskrandi. Heiftarorðin hriktandi hrökkva frá þeim skjálfandi. Að bandalagsþingi loknu bauð Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, þingheimi til góðrar veizlu í ráðherrabústaðnum. Þar orti Páll Bergþórsson, veðurfræðingur: Sviptum burt með söng og brag sundurlyndis böli. Sitjum öll í sátt í dag sæl að Gunnars öli. Þetta líkaði gestgjafanum vel, og fjár- málaráðherra svaraði að bragði: Nú er allra veðra von vík frá oss öllu böli. Blessaður Páll minn Bergþórsson bergðu á Gunnars öli. ÁSGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.