Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 16
Formaður þessara samtaka var Dani fyrstu árin en fljótlega voru aðalbækistöðvamar fluttar til Svíþjóðar og hafa verið í Stokkhólmi alltaf síðan við hófum þátttöku, og hefur formaður sænska bæjarstarfsmanna sambandsins verið formaður eða aðalritari — ,,general- sekretar“ — samtakanna síðan. Eins og áður segir eru fundir haldnir annaðhvort ár, en á fundinum 1962, sem haldinn var 1 Bergen, var skipulaginu breytt þannig, að auk þessara funda eða þinga, skyldi ráð, sem skipað er einum manni frá hvoru landi koma saman það árið, sem þing eru ekki haldin, til skrafs og ráðagerða, og gefa skýrslu um það mark- verðasta, sem gerzt hefur og ákveða tilhögun og verk- efni næsta þings. Þetta 5 manna ráð kom fyrst saman í Stokkhólmi í október í fyrra. Á þessum fundum og þingum er skipzt á upplýsing- um um launa- og starfskjör og breytingar, sem á þeim verða og höfum við sótt þangað margvíslegan stuðn- ing í okkar kjarabaráttu, og eins og að líkum lætur höfum við verið að mestu þiggjendur í þeim efnum. En þaðan höfum við fengið mikinn fróðleik um starfs- kjör og fyrirkomulag hjá frændum vorum á hinum Norðurlöndunum, auk þess að þeir fulltrúar okkar sem sótt hafa þessa fundi hafa þar haft persónuleg kynni við þá menn, sem standa í fylkingarbrjósti hjá opinberum starfsmönnum á Norðurlöndum. Síðasti fundur var haldinn í Kaupmannahöfn í vor um mánaðamótin maí—júní og sóttu hann 4 fulltrúar héðan, Júlíus Björnsson, varaformaður B.S.R.B., Bene- dikt Blöndal formaður St. Rv., Kristín Þorláksdóttir, ritari St. Rv. og Þórður Ág. Þórðarson, f. form. St. Rv. Á þessum fundi voru lagðar fram skýrslur um eftir- launamál bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og um- ræður snerust aðallega um þau mál. Af okkar hálfu var Júlíus Bjömsson tilnefndur í ráðið fyrir næsta tímabil. Fræðslustarf. Á fundi 12. des. 1962 var samþykkt svofelld tillaga: ,,Stjóm B.S.R.B. telur brýna nauðsyn bera til að hrinda 1 framkvæmd félagslegu fræðslustarfi innan bandalagsins, en þó brýnast að efna til slíkrar fræðslu fyrir trúnaðarmenn félaganna.“ Var kosin nefnd til að gera tillögur um þessi mál og skipuðu hana þessir: Haraldur Steinþórsson, form., Guðjón B. Baldvinsson, Haukur Eyjólfsson, Baldvin Sigurðsson og Helgi Thorvaldsson. Skilaði hún tillögum til bandalagsstjórnar 29. jan. 1963 um fræðslunámskeið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ekki reyndist þó unnt að hrinda þessu í framkvæmd vegna gífurlegs annríkis við kjara- samninga. Sérsamningar bandalagsfélaga. Skv. 6. gr. laga nr. 55/1962 er heimild til sérsamn- inga einstakra bandalagsfélaga um starfskjör, sem kjarasamningur tekur ekki til. B.S.R.B. er kunnugt um, að eftirtalin félög hafi gert slíka sérsamninga: Landssamband framhaldsskólakennara og Félag menntaskólakennara um greiðslu fyrir heimavinnu við leiðréttingu verkefna. Samband íslenzkra barnakennara um greiðslur vegna eftirlitsstarfa í heimavistarbarna- skólum. Samningar tókust ekki um kröfur Sambands ísl. barnakennara varðandi vinnu við undirbúning kennslu- stunda og úrvinnslu verkefna, og var því vísað til kjaradóms til úrskurðar. Þá hefur Starfsmannafélag ríkisstofnana skv. heim- ild í 4. gr. dóms kjaradóms gert samning um breyt- ingar og frávik frá vinnutíma afgreiðslumanna hjá Á.T.V.R. Viðræður um verðtryggingu launa o fl. Á fundi 11. júní 1964 ræddi bandalagsstjóm um sam- komulag það, sem gert var skömmu áður milli ríkis- stjómarinnar, Alþýðusambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands. Var samþykkt að óska eftir viðræðum milli fulltrúa B.S.R.B. og ríkisstjórnarinnar um verðtryggingu launa opinberra starfsmanna, orlof o. fl. Til viðræðna þess- ara voru kjömir af hálfu bandalagsins: Kristján Thor- lacius, Júlíus Bjömsson, Haraldur Steinþórsson og Guð- jón B. Baldvinsson. Ríkisstjómin fól samninganefnd sinni í launamálum að ræða við fulltrúa bandalagsins. Lét samninganefndin í ljósi, að sú verðtrygging launa, sem ríkisstjórnin hafði heitið launþegum innan Alþýðusambandsins, mundi einnig ná til opinberra starfsmanna. Orlof þeirra, sem nú hafa 18 orlofsdaga yrði lengt 1 21 dag til samræmis við orlof sömu aðila. Einnig voru rædd launaatriði og húsnæðislán. Ákveðið var að fylgjast með þeirri þróun, sem yrði í þessum efnum á næstunni. Ekki hefur verið haldinn nema einn fundur þessara aðila ennþá. Fundir. Á kjörtímabili stjórnarinnar hafa verið haldnir 28 stjórnarfundir. Kjararáð hefur alls haldið 248 fundi frá því að það var kjörið. Þar af voru 202 fundir frá síðasta bandalagsþingi. Launamálanefnd hefur haldið 4 fundi. Siglfirðingar endurróðnir. Bæjarstarfsmönnum á Siglufirði var öllum sagt upp störfum vegna skipulagsbreytingar og olli það deilum milli félagsins og bæjarstjómar Nú hafa allir bæjarstarfsmennirnir verið endurráðnir, og viðræður eiga sér stað um að veita þeim sömu réttindi og skyldur og ríkisstarfsmönnum. 16 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.