Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 30

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 30
Alls voru því kjömir 44 fulltrúar til starfa í þingnefndum. lin með þeim unnu að meira eða minna leyti starfsmenn bandalagsins, féhirðir þess og formaður. í kjorbréfanefnd vald' bandalagsstjórn þá: Magnús Eggertsson ritnra þess, Einar Ólafsson féhirði og Arsæl Sigurðsson, barnakennara. Þeir iuku störtum áður en þing hófst og skiluðu ein- róma tillögum um kjörbréf. Samþykktir um kjaramál. I. Launamál. 23. þing B.S.R.B. telur að nota beri ákvæði 8. og 22. gr. laga nr. 55'1962, sbr. og 8. og 20. gt. rglg. um kjarasamninga starfsmanna sveitafélaga frá 20. sept. 1962, um uppsögn kjarasamninga og beinir því til bandalagsfélaga og stjórnar að hefja nú þegar imdirbúning að kröfugerð í væntanleg- um samningum. Aherzla verði lögð á eftirfarandi atriði: a) Launastiginn verði miðaður við það, að opin- berir starfsmenn fái að fullu bætta þá hækkun verðlags, sem átt hefur sér stað frá gildistöku núverandi launastiga. Enn fremur verði höfð hliðsjón af því, að í dómsorði Kjaradóms var ekki gengið nægilega til móts við réttmætar kröfur opinberra starfsmanna. b) Laun starfsmanna í þjónustu hins opinbera verði hvergi lægri en raunverulegar launa- greiðslur til sambærilegra starfshópa á frjáls- um launamarkaði. c) Þar sem starfsmörmum í sömu starfsgrein hefir nú verið skipað í fleiri en einn launaflokk miðað við menntun (próf) skv. gildandi kjara- samningi, þá taki slík skipting ekki til þeirra, sem langa starfsreynslu hafa og aldrei til starfsmanna, sem í starfi eru 1. júlí 1963, held- ur njóti þeir launa samkv. hæsta flokki starfs síns. d) I störfum, þar sem hækkunarmöguleikar eru takmarkaðir verði leitast við að veita viður- kenningu fyrir langa þjónustu með persónu- uppbótum eða fjölgun aldurshækkana. Einnig verði gefinn kostur á viðbótarfræðslu (nám- skeiðum), er veiti rétt til launahækkana. e) Leiðréttingar verði gerðar á skipun þeirra starfa í launaflokka, sem vanmetin eru. Enn fremur verði leitazt við, að starfsmenn beri starfsheiti í sem nánustu samræmi við störf þau, er þeir inna af hendi. f) Að unnið verði áframhaldandi að leiðréttingu á launakjörum kvenna í þeim tilgangi, að fullu launajafnrétti verði náð fyrir 1. janúar 1967 m. a. með því að láta fara fram athugun á því, að hve miklu leyti lægstu launaflokk- arnir séu skipaðir konum. g) Ollum starfsmönnum verði tryggður a. m. k. einn frídagur á viku. h) Krafizt verði styttingar vinnutíma fyrir alla þá, sem nú hafa yfir 40 stunda vinnuviku. Að vinnutími allra starfsmanna verði greinilega afmarkaður og önnur starfskjör nákvæmlega tilgreind og samræmd. II. Samningsréttur. 23. þing B.S.R.B. ítrekar fyrri stefnu og sam- þykktir bandalagsins um að opinberir starfs- menn njóti sams konar samningsréttar og aðrir launþegar búa við. Keynslan, sem opinberir starísmenn hafa fengið, sérstaklega af dómsorði meirihluta Kjaradóms 31. marz 1963, og fjölmörgum úrskurðum meirihluta kjaranefndar, sýnir, að hinn takmarkaði samn- ingsréttur er ófullnægjandi til frambúðar. Hefur traust opinberra starfsmanna á þeim aðilum, sem úrskurðarvald hafa, beðið mikinn hnekki. Felur því þingið bandalagsstjórn að vinna að því, svo sem kostur er, að opinberum starfs- mönnum verði veittur fullur samningsréttur. III. Starfsmat. 23. þing B.S.R.B. lýsir ánægju sinni yfir því, að stjórn B.S.R.B. hefur reynt að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um beitingu starfsmats eftir fullkomnustu erlendum fyrirmyndum við gerð kjarasamninga og skorar á ríkisstjórnina til sam- starfs um málið. Þingið telur nauðsynlegt, að tillögur Kjara- ráðs um endurskipun starfa í launaflokka við næstu kjarasamninga séu byggðar á kerfisbundnu starfsmati eins og við verður komið og felur stjóm B.S.R.B. að gera þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir í þessu skyni. IV. Hagstofnun launþegasamtakanna. 23. þingi B.S.R.B. er ljós nauðsyn þess, að laun- þegar hafi jafnan sem bezt yfirlit um efnahags- líf þjóðarinnar, og þó ekki sízt launaþróun, fram- leiðslu og framleiðni á hverjum tíma. Telur þingið mikilsvert, ef tekizt gæti samstarf laun- þegasamtakanna í landinu um að koma á fót hagstofnun, er hefði það hlutverk, að vinna hag- fræðileg gögn til nota í starfi þeirra. 30 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.